Minnisblöð embættismanna Jóhanna Gunnlaugsdóttir skrifar 25. mars 2009 05:30 Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði. Í Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar sl. nefndi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, að við tiltekt á skrifborði sínu hefði hann fundið minnisblað sem hann ritaði í júní sl. eftir samtal við Geir H. Haarde. Í sjónvarpsviðtalinu upplýsti Davíð að hann hefði varað forsætisráðherrann þáverandi við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins þótt Geir reki ekki minni til þeirrar viðvörunar. Fréttablaðið greinir síðan frá því 20. mars sl. að Seðlabanki Íslands hefði hafnað ósk blaðsins um afrit af minnisblaðinu með þeim rökstuðningi að þar hefði verið um að ræða „persónulegt minnisblað formanns bankastjórnar" sem væri „í vörslu hans sjálfs". Nú er mér ekki kunnugt um orðalag minnisblaðsins. Efni þess var þó augljóslega ekki minnisatriði um matarinnkaup á heimleið úr bankanum. Minnisblaðinu er heldur ekki lýst sem persónulegum hugleiðingum sem vöknuðu eftir samtalið. Í slíkum tilvikum væri minnisblaðið persónubundið og snerti á engan hátt starfsemi Seðlabankans. Nei, minnisblaðið á að hafa tengst viðvörunum nefndum í samtali þeirra tveggja varðandi yfirvofandi hrun bankakerfisins. Efni minnisblaðsins varðar þannig grundvallarþátt í starfsemi Seðlabankans, þann að „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi". Slíkt skjal getur skipt miklu máli við að skýra síðar hvernig og hvort bankinn bæði varaði og brást við yfirvofandi hættu á því að fjármálakerfinu væri ógnað. Skjal um slíkt efni er án mikils efa hluti af skjalasafni Seðlabankans og hefði átt að vistast með trúnaðarskjölum bankans þegar í júní. Efni skjalsins er svo viðkvæmt að skjalið mátti alls ekki liggja á glámbekk þannig að það gæti komið fyrir augu óviðkomandi við tiltekt á skrifstofu formanns bankastjórnar. Minnisblöð hafa því meira gildi sem sönnun þeim mun styttra sem líður frá þeim atburðum sem þau lýsa. Góð verklagsregla hefði því verið að skrá tilvist skjalsins í rafrænt skjalastjórnarkerfi bankans strax í framhaldi af samningu þess og þá með takmarkaðan aðgang í huga m.t.t. mikilvægi þess. Skrásetning skjalsins löngu síðar kann að vekja upp efasemdir um hvort skjalið sé síðari tíma tilbúningur til varnar í umræðu um þá atburðarrás sem síðar varð. Af þeim sökum er samtímaskráning svo mikilvæg. Hér skal ekki véfengt að skjalið hafi orðið til í júní. Hefði beiðni Fréttablaðsins um afrit af skjalinu á grundvelli Upplýsingalaga borist þá hefði Seðlabankinn réttilega átt að hafna beiðninni. Þar kemur til skoðunar 4. tl. 6. gr. laganna sem vísar til atriða sem ná ekki tilætluðum árangri séu þau á almannavitorði. Hefði almenningur trúað að hrun bankakerfisins væri yfirvofandi hefði fólk brugðist við, tekið innistæður sínar út úr bönkum og þar með valdið hruni kerfisins. Nú er skaðinn hins vegar skeður. Bankakerfið fellur ekki að nýju þótt skjalið sé birt. Seðlabankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Höfundur er prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjalastjórn sem sérsvið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í starfi mínu sem ráðgjafi á sviði skjalastjórnar hef ég orðið þess vör að forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Fréttablaðið skýrir frá athyglisverðu dæmi um slíkt vafaatriði. Í Kastljósi Sjónvarpsins 24. febrúar sl. nefndi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, að við tiltekt á skrifborði sínu hefði hann fundið minnisblað sem hann ritaði í júní sl. eftir samtal við Geir H. Haarde. Í sjónvarpsviðtalinu upplýsti Davíð að hann hefði varað forsætisráðherrann þáverandi við yfirvofandi hruni íslenska bankakerfisins þótt Geir reki ekki minni til þeirrar viðvörunar. Fréttablaðið greinir síðan frá því 20. mars sl. að Seðlabanki Íslands hefði hafnað ósk blaðsins um afrit af minnisblaðinu með þeim rökstuðningi að þar hefði verið um að ræða „persónulegt minnisblað formanns bankastjórnar" sem væri „í vörslu hans sjálfs". Nú er mér ekki kunnugt um orðalag minnisblaðsins. Efni þess var þó augljóslega ekki minnisatriði um matarinnkaup á heimleið úr bankanum. Minnisblaðinu er heldur ekki lýst sem persónulegum hugleiðingum sem vöknuðu eftir samtalið. Í slíkum tilvikum væri minnisblaðið persónubundið og snerti á engan hátt starfsemi Seðlabankans. Nei, minnisblaðið á að hafa tengst viðvörunum nefndum í samtali þeirra tveggja varðandi yfirvofandi hrun bankakerfisins. Efni minnisblaðsins varðar þannig grundvallarþátt í starfsemi Seðlabankans, þann að „stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi". Slíkt skjal getur skipt miklu máli við að skýra síðar hvernig og hvort bankinn bæði varaði og brást við yfirvofandi hættu á því að fjármálakerfinu væri ógnað. Skjal um slíkt efni er án mikils efa hluti af skjalasafni Seðlabankans og hefði átt að vistast með trúnaðarskjölum bankans þegar í júní. Efni skjalsins er svo viðkvæmt að skjalið mátti alls ekki liggja á glámbekk þannig að það gæti komið fyrir augu óviðkomandi við tiltekt á skrifstofu formanns bankastjórnar. Minnisblöð hafa því meira gildi sem sönnun þeim mun styttra sem líður frá þeim atburðum sem þau lýsa. Góð verklagsregla hefði því verið að skrá tilvist skjalsins í rafrænt skjalastjórnarkerfi bankans strax í framhaldi af samningu þess og þá með takmarkaðan aðgang í huga m.t.t. mikilvægi þess. Skrásetning skjalsins löngu síðar kann að vekja upp efasemdir um hvort skjalið sé síðari tíma tilbúningur til varnar í umræðu um þá atburðarrás sem síðar varð. Af þeim sökum er samtímaskráning svo mikilvæg. Hér skal ekki véfengt að skjalið hafi orðið til í júní. Hefði beiðni Fréttablaðsins um afrit af skjalinu á grundvelli Upplýsingalaga borist þá hefði Seðlabankinn réttilega átt að hafna beiðninni. Þar kemur til skoðunar 4. tl. 6. gr. laganna sem vísar til atriða sem ná ekki tilætluðum árangri séu þau á almannavitorði. Hefði almenningur trúað að hrun bankakerfisins væri yfirvofandi hefði fólk brugðist við, tekið innistæður sínar út úr bönkum og þar með valdið hruni kerfisins. Nú er skaðinn hins vegar skeður. Bankakerfið fellur ekki að nýju þótt skjalið sé birt. Seðlabankinn virðist þess vegna ekki hafa efnisleg rök fyrir því að neita að afhenda afrit af skjali sem á að vera til í skjalasafni bankans og varðar mikilvægan sögulegan þátt í embættisfærslu hans. Höfundur er prófessor við HÍ með upplýsinga- og skjalastjórn sem sérsvið.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar