Seiglusigur hjá Grindavík Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. mars 2009 18:44 Páll Kristinsson og Hlynur Bæringsson sjást hér í baráttunni í Fjárhúsinu í kvöld. Mynd/E.Stefán Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Grindavík þar með komið í 2-0 yfir í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið gegn annað hvort KR eða Keflavík. Vísir var með beina textalýsingu af leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 81-84 Æsispennandi lokakafli. Snæfell fékk lokasóknina en Nick Bradford varði skot Subasic. 1,3 sekúndur eftir og Snæfell gat ekkert gert við þann tíma. 20.39: 76-78. Þetta verður barátta allt til enda. Innan við þrjár mínútur eftir af leiknum. 20.35: Allt í járnum og gríðarleg barátta og hiti í mönnum. Áhorfendur láta vel í sér heyra og allt að verða vitlaust í Fjárhúsinu. Guðlaugur Eyjólfsson að koma Grindavík þrem stigum yfir, 75-78. 4:30 mín eftir af leiknum. 20.30: Mikil barátta og Snæfell hélt frumkvæðinu í upphafi fjórðungsins. Brenton jafnaði 72-72. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 3. leikhluta lokið: 69-67 Frábærar lokamínútur hjá Snæfelli í leikhlutanum og þeir komnir yfir. Sigurður Þorvaldsson kominn með 25 stig. Brenton stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig. 20.19: Vörnin að detta í gang hjá Snæfelli og Sigurður að fara á kostum. 63-63. 2:44 mín eftir af þriðja leikhluta. 20.15: Sigurður Þorvaldsson kominn yfir 20 stiga múrinn og heldur sínum mönnum algjörlega inn í leiknum. Snæfell þarf framlag frá fleiri leikmönnum. 58-63 og 5:20 mín eftir af leikhlutanum. 20.10: Heimamenn í Snæfelli mæta í vígahug til síðari hálfleiks og ætla augljóslega að selja sig mjög dýrt. Grindvíkingar að sama skapi heitir og hvergi hræddir. 49-59 og 7:46 mín eftir af þriðja leikhluta. Hálfleikur: 44-52 Brenton Birmingham lokar fyrri hálfleiknum með glæsilegri þriggja stiga körfu. Nóg eftir af þessum leik en Snæfell þarf að laga varnarleikinn hjá sér. Þjálfarinn Hlynur Bæringsson að spila vel fyrir heimamenn með 13 stig. Meðþjálfari hans, Sigurður Þorvaldsson, með 12 stig. Brenton stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson með 8 stig. 19.50: Áhugavert atvik. Snæfell var með 6 menn inn á vellinum en Nonni Mæju gleymdi sér aðeins og hljóp að lokum skömmustulegur á bekkinn. Menn reyna allt í úrslitakeppninni. 38-45. 19.47: Fínn sprettur hjá Grindavík sem er komið með sex stiga forystu, 34-40. 3:44 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.44: Allt í járnum og hörkuspenna. Smá pirringur í mönnum eins og á að vera í úrslitakeppninni. Brenton kominn með 10 stig fyrir Grindavík. 34-35 og tæpar 5 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.39: Heimamenn skrefi á undan. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson að finna sig ágætlega ólíkt því sem var í síðasta leik. 27-25 og 7.30 mín eftir af fyrri hálfleik. 1. leikhluta lokið: 20-21. Fyrsti leikhluti verið jafn og lofar góðu fyrir framhaldið. Sigurður Þorvaldsson með 7 stig fyrir Snæfell og Brenton Birmingham 6 fyrir Grindavík. 19.25: Heimamenn að koma sterkari inn og leiða, 15-12. 3 mín eftir af 1. leikhluta. 19.21: Grindavík að byrja betur. Arnar Freyr nokkuð heitur og ætlar sér greinilega stóra hluti. Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, heldur Snæfelli inni. 10-10 og 5 mín eftir af 1. leikhluta. 19.17: Leikurinn fer ágætlega af stað. Ekkert sérstaklega hátt tempó en þokkaleg hittni. 4-5 fyrir Grindavík þear 7.30 eru eftir af 1. leikhluta. 19.13: Allt að verða klárt. Rage against the machine í tækinu. Ef ég þekki Hólmara rétt þá fáum við að heyra Nínu síðar í kvöld. 19.08: Nick Bradford hefur verið duglegur að syngja með upphitunarlögunum og er greinilega í stuði. Sjóðheitur og flottur í Nike Air skóm merktum 23! 19.05: Páll Axel Vilbergsson er enn meiddur hjá Grindavík og spilar ekki hér í kvöld. 19.02: Það er mikil stemning fyrir leiknum í Stykkishólmi. Fjárhúsið góða í Hólminum er að fyllast og von á mikilli stemningu. Fólk í Stykkishólmi stendur þétt við bak sinna manna og sættir sig ekki við að þetta verði síðasti heimaleikur liðsins í ár. Fólk hér í bæ vill meira. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Grindavík vann gríðarlega sterkan sigur á Snæfelli í Fjárhúsinu í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og fengust úrslit ekki fyrr en í lokin. Grindavík þar með komið í 2-0 yfir í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslitaeinvígið gegn annað hvort KR eða Keflavík. Vísir var með beina textalýsingu af leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: 81-84 Æsispennandi lokakafli. Snæfell fékk lokasóknina en Nick Bradford varði skot Subasic. 1,3 sekúndur eftir og Snæfell gat ekkert gert við þann tíma. 20.39: 76-78. Þetta verður barátta allt til enda. Innan við þrjár mínútur eftir af leiknum. 20.35: Allt í járnum og gríðarleg barátta og hiti í mönnum. Áhorfendur láta vel í sér heyra og allt að verða vitlaust í Fjárhúsinu. Guðlaugur Eyjólfsson að koma Grindavík þrem stigum yfir, 75-78. 4:30 mín eftir af leiknum. 20.30: Mikil barátta og Snæfell hélt frumkvæðinu í upphafi fjórðungsins. Brenton jafnaði 72-72. Þetta verða rosalegar lokamínútur. 3. leikhluta lokið: 69-67 Frábærar lokamínútur hjá Snæfelli í leikhlutanum og þeir komnir yfir. Sigurður Þorvaldsson kominn með 25 stig. Brenton stigahæstur Grindvíkinga með 18 stig. 20.19: Vörnin að detta í gang hjá Snæfelli og Sigurður að fara á kostum. 63-63. 2:44 mín eftir af þriðja leikhluta. 20.15: Sigurður Þorvaldsson kominn yfir 20 stiga múrinn og heldur sínum mönnum algjörlega inn í leiknum. Snæfell þarf framlag frá fleiri leikmönnum. 58-63 og 5:20 mín eftir af leikhlutanum. 20.10: Heimamenn í Snæfelli mæta í vígahug til síðari hálfleiks og ætla augljóslega að selja sig mjög dýrt. Grindvíkingar að sama skapi heitir og hvergi hræddir. 49-59 og 7:46 mín eftir af þriðja leikhluta. Hálfleikur: 44-52 Brenton Birmingham lokar fyrri hálfleiknum með glæsilegri þriggja stiga körfu. Nóg eftir af þessum leik en Snæfell þarf að laga varnarleikinn hjá sér. Þjálfarinn Hlynur Bæringsson að spila vel fyrir heimamenn með 13 stig. Meðþjálfari hans, Sigurður Þorvaldsson, með 12 stig. Brenton stigahæstur hjá gestunum með 13 stig. Helgi Jónas Guðfinnsson og Þorleifur Ólafsson með 8 stig. 19.50: Áhugavert atvik. Snæfell var með 6 menn inn á vellinum en Nonni Mæju gleymdi sér aðeins og hljóp að lokum skömmustulegur á bekkinn. Menn reyna allt í úrslitakeppninni. 38-45. 19.47: Fínn sprettur hjá Grindavík sem er komið með sex stiga forystu, 34-40. 3:44 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.44: Allt í járnum og hörkuspenna. Smá pirringur í mönnum eins og á að vera í úrslitakeppninni. Brenton kominn með 10 stig fyrir Grindavík. 34-35 og tæpar 5 mín eftir af fyrri hálfleik. 19.39: Heimamenn skrefi á undan. Sigurður Þorvaldsson og Hlynur Bæringsson að finna sig ágætlega ólíkt því sem var í síðasta leik. 27-25 og 7.30 mín eftir af fyrri hálfleik. 1. leikhluta lokið: 20-21. Fyrsti leikhluti verið jafn og lofar góðu fyrir framhaldið. Sigurður Þorvaldsson með 7 stig fyrir Snæfell og Brenton Birmingham 6 fyrir Grindavík. 19.25: Heimamenn að koma sterkari inn og leiða, 15-12. 3 mín eftir af 1. leikhluta. 19.21: Grindavík að byrja betur. Arnar Freyr nokkuð heitur og ætlar sér greinilega stóra hluti. Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, heldur Snæfelli inni. 10-10 og 5 mín eftir af 1. leikhluta. 19.17: Leikurinn fer ágætlega af stað. Ekkert sérstaklega hátt tempó en þokkaleg hittni. 4-5 fyrir Grindavík þear 7.30 eru eftir af 1. leikhluta. 19.13: Allt að verða klárt. Rage against the machine í tækinu. Ef ég þekki Hólmara rétt þá fáum við að heyra Nínu síðar í kvöld. 19.08: Nick Bradford hefur verið duglegur að syngja með upphitunarlögunum og er greinilega í stuði. Sjóðheitur og flottur í Nike Air skóm merktum 23! 19.05: Páll Axel Vilbergsson er enn meiddur hjá Grindavík og spilar ekki hér í kvöld. 19.02: Það er mikil stemning fyrir leiknum í Stykkishólmi. Fjárhúsið góða í Hólminum er að fyllast og von á mikilli stemningu. Fólk í Stykkishólmi stendur þétt við bak sinna manna og sættir sig ekki við að þetta verði síðasti heimaleikur liðsins í ár. Fólk hér í bæ vill meira.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira