NBA í nótt: Cleveland bætti félagsmetið - Orlando vann Boston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2009 09:16 LeBron James og félagar í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114 NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Cleveland bætti í nótt félagsmet sitt í NBA-deildinni í körfubolta er liðið vann sinn 58. sigur á tímabilinu. Cleveland vann New Jersey, 98-87, þar sem LeBron James skoraði 22 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Þetta var einnig tíundi sigur liðsins í röð en Cleveland er með bestan árangur allra liða í NBA-deildinni. Liðið náði síðast að vinna 57 leiki á einu og sama tímabilinu fyrst 1988-89 og svo aftur þremur árum síðar. Þá léku stórstjörnur með liðinu eins og Brad Daugherty og Mark Price. Óneitanlega féll þó Cleveland í skuggann á Michael Jordan og félögum í Chicago. En nú er Cleveland í sviðsljósinu, ekki síst vegna LeBron James sem þykir af mörgum vera einn sá allra besti síðan að Jordan lét ljós sitt skína. James komst einnig í sögubækurnar í nótt. Í leiknum í nótt kom hann sér yfir 2000 stig, 500 fráköst og 500 stoðsendingar á tímabilinu og er það í fjórða sinn sem hann gerir það. Aðeins einum manni hefur tekist þetta áður. Það var Oscar Robertson sem gerði þetta alls sex sinnum. Robertson afrekaði meira að segja eitt tímabilið að vera með þrefalda tvennu í meðaltali sínu yfir heilt tímabil. Larry Bird náði þessum árangri þrívegis, John Havlicek og Michael Jordan tvívegis hvor. Þar að auki var þetta 33. sigur Cleveland í 34 heimaleikjum til þessa á tímabilinu. Vince Carter skoraði 20 stig fyrir New Jersey og Jarvis Hayes átján en liðið er óðum að missa af sæti í úrslitakeppninni. Liðið er í ellefta sæti Austurdeildarinnar, þremur og hálfum sigurleik á eftir Chicago sem er í áttunda sæti. Það voru önnur stórtíðindi í Austurdeildinni því Orlando gerði sér lítið fyrir og vann meistarana í Boston á heimavelli, 84-82. Þar með komst Orlando upp í annað sæti Austurdeildarinnar á kostnað Boston. Ef þetta verður niðurstaðan að lokinni deildakeppninni munu Cleveland og Boston að öllum líkindum mætast í undanúrslitum Austurdeildarinnar en því áttu afar fáir von á fyrir aðeins fáeinum vikum síðan. Hins vegar hafa Dwight Howard og félagar í Orlando komið mörgum á óvart og Howard sýndi enn og aftur í nótt hvers hann er megnugur. Hann blokkaði sniðskot Paul Pierce í blálok leiksins og kom í veg fyrir að Boston næði að jafna metin á síðustu stundu og knýja fram framlengingu. Howard var alls með 24 stig og 21 frákast í leiknum í nótt. Rashard Lewis var með 21 stig og Hedo Turkoglu þrettán. Þetta var ellefti sigur liðsins í síðustu fjórtán leikjum sínum. Pierce var með 26 stig fyrir Boston og Ray Allen sextán. Önnur úrslit næturinnar: Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 92-102 Indiana Pacers - Miami Heat 90-88 Philadelphia 76ers - Minnesota Timberwolves 96-88 Toronto Raptors - Milwaukee Bucks 115-106 Washington Wizards - Charlotte Bobcats 95-93 New York Knicks - LA Clippers 135-140 New Orleans Hornets - Denver Nuggets 88-101 Dallas Mavericks - Golden State Warriors 128-106 Phoenix Suns - Utah Jazz 118-114
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira