Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan krafðist ekki að trúnaði yrði aflétt

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.

Þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar, Höskuldur Þórhallsson, mótmælir því að það hafi verið að kröfu stjórnarandstöðunnar sem álit lögmannsstofunnar Mischa de Reyja hafi verið gert opinbert þrátt fyrir viðvaranir stofunnar sjálfrar.

„Þetta er bara ekki rétt," segir Höskuldur en það var RÚV sem greindi frá því í gær að álitið hefði verið gert opinbert þar sem stjórnarandstaðan hafi krafist þess. Aftur á móti hafi lögfræðistofan varað við því þar sem álit lögfræðistofunnar gæti nýst Bretum og Hollendingum kæmi Icesave-málið til kasta dómstóla.

„Það var samdóma álit allra nefndarmanna að aflétta trúnaði af álitinu," segir Höskuldur og er ekki heldur því sammála að í álitinu megi finna upplýsingar sem gagnist Bretum og Hollendingum heldur þvert á móti megi finna sterka gagnrýni um að Icesave-samningarnir séu bæði ósanngjarnir og óskýrir.

„Álitið sýnir einfaldlega hversu illa stjórnvöldum stóðu að samningaviðræðum og illa var var haldið á hagsmunum Íslands frá upphafi," segir Höskuldur að lokum.


Tengdar fréttir

Álit hagstætt Bretum og Hollendingum opinberað þrátt fyrir viðvaranir

Álit bresku lögmannsstofunnar Mischon de Reyja um Icesave, var birt rétt fyrir jól, þrátt fyrir að lögmenn hefðu varar eindregið við því í ljósi þess að það gæti gagnast Bretum og Hollendingum í hugsanlegum málaferlum vegna Icesave. Þetta kom fram hjá fréttastofu RÚV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×