Innlent

Ákvörðun ráðherra átti sér ekki lagastoð

Sjávarútvegsráðherra var óheimilt að framlengja úthlutunartímabil byggðakvóta fiskveiðiársins 2006-2007 inn á nýtt fiskveiðiár með útgáfu sérstakrar reglugerðar.

Ákvörðunin átti sér ekki lagastoð og var því brot á lögmætis­reglunni. Þetta kemur fram í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis.

Í álitinu er staðfest sú meginregla að heildarafli og leyfilegt aflamark miðist við fiskveiðiárið í samræmi við lög um stjórn fiskveiða. Ráðherra geti ekki breytt því einhliða með stjórnvalds­fyrirmælum.

Þau skip og bátar, sem fengu úthlutað byggðakvóta á þennan hátt, hafa því verið að veiðum án lögmætra veiðiheimilda. - shá






Fleiri fréttir

Sjá meira


×