Innlent

Ekkert fé í kaup á félagsíbúðum

Patreksfjörður Fjárhagsáætlun næsta árs hefur verið kollvarpað.
Patreksfjörður Fjárhagsáætlun næsta árs hefur verið kollvarpað.

Bæjarráð Vestur­byggðar mótmælir harðlega ákvörðun Varasjóðs húsnæðis­mála um að ekki fáist lengur fjármunir til mótframlags vegna sölu félagslegra íbúða og vegna rekstrarhalla og auðra íbúða sveitarfélaga.

„Þessi ákvörðun setur fjárhagsáætlun 2010 sem er lokið, verulega úr skorðum þar sem 48 íbúðir eru í sveitarfélaginu, falla undir þetta kerfi,“ segir bæjarráðið, sem kveðst telja mjög ámælisvert hve seint þessi ákvörðun sé tekin og tilkynnt.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×