Hættulegir risar 18. desember 2009 06:00 Joseph Stiglitz skrifar um risafjármálafyrirtæki og hertar reglugerðir. Alþjóðleg deila geisar um hvers konar reglur þurfi að setja til að endurreisa traust á fjármálakerfinu og tryggja að það fari ekki aftur á hliðina eftir nokkur ár. Mervyn King, bankastjóri Bank of England, hefur kallað etir takmörkunum á umsvifum risabankanna. Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, er ósammála og gefur í skyn að hömlur á umsvifum bankanna muni ekki koma í veg fyrir aðra fjármálakreppu; en það er rétt hjá King að bankar sem eru of stórir til að falla ættu að vera í ströngu taumhaldi. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar bera stóru bankarnir meginábyrgð á þeim kostnaði sem fallið hefur á skattgreiðendur. Í Bandaríkjunum hafa 106 minni bankar farið á hausinn það sem af er ári. En það eru risabankarnir sem kosta okkur risafjárhæðir.Átta mistökFjármálakreppan er afleiðing átta sjálfstæðra en tengdra mistaka. - Bankarnir sem eru of stórir til að falla eru reknir af brengluðum hvata; ef þeir tefla djarft og hafa betur hirða þeir ágóðann; ef þeir tapa borga skattgreiðendur reikninginn. - Fjármálastofnanir eru of samofnar til að falla; sá hluti AIG sem kostaði bandaríska skattgreiðendur 180 milljarða dollara var tiltölulega lítill. - Litlir bankar auka á áhættuna ef þeir eru reknir á sama hátt og stóru bankarnir. - Hvatakerfi bankanna leggja áherslu á skammtímaákvarðanir og óhóflega áhættu. - Þegar bankar meta eigin áhættu, taka þeir ekki inn í reikninginn hvaða mögulegu skaðlegu afleiðingar mistök þeirra gætu haft á aðra. Þetta er grunnástæðan fyrir því að það þarf nýja reglugerð. - Bankar hafa staðið sig illa í áhættustýringu - kenningarnar sem þeir studdust við voru meingallaðar. - Fjárfestar, sem virðast enn kærulausari gagnvart óhóflegri skuldsetningu en bankarnir, þrýsta mjög á bankana að taka of mikla áhættu. - Eftirlitsaðilar eiga að henda reiður á þessu og koma í veg fyrir allt sem ýtir undir kerfisbundna áhættu. Þeir brugðust. Þeir studdust líka við gallaðar kenningar og voru með brenglaða hvata. Alltof fáir skildu hlutverk reglugerða; og of margir stukku upp í ból með þeim sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Ef við bærum meira traust til eftirlitsaðila og yfirmanna bankanna, værum við ef til vill ívið rólegri gagnvart öllum hinum vandamálunum. En eftirlitsaðilum og umsjónarmönnum getur brugðist bogalistin og þess vegna þurfum við að takast á við allar hliðar vandans. Það kostar vitaskuld sitt, en kostnaður við lélegt eftirlitskerfi er aftur á móti gríðarlegur. Kostirnir við að styrkja eftirlitskerfið vega ávallt þyngra en kostnaðurinn. Rangt gefiðKing hefur lög að mæla: Bankar sem eru of stórir til að falla eru of stórir til að halda áfram að starfa á markaði. Ef þeir halda því áfram verður að reka þá undir ströngu eftirliti. Tilvist þeirra brenglar stöðuna á fjármálamörkuðum. Af hverju ættu þeir að fá að stunda fjárhættuspil meðan skattgreiðendur borga tapið? Hver eru „samlegðaráhrifin"? Getur verið að þau vegi þyngra en kostnaðurinn? Sumir stórir bankar standa í nægilega mikilli miðlun verðbréfa (hvort heldur það er fyrir eigin reikning eða viðskiptavina) að þeir hafa í raun áunnið sér sama ósanngjarna forskot og hver annar innherji. Með þessu getur hagnaður þeirra aukist, en á annarra kostnað. Leikurinn er ójafn - sér í lagi á kostnað þeirra sem minna mega sín á vellinum. Hvaða fyrirtæki myndi ekki vilja að bresk eða bandarísk stjórnvöld ábyrgðust skuldatryggingar þess; engin furða að fyrirtæki sem eru „of stór til að falla" ráði markaðnum. Nýtt hvatakerfiEitt sem hagfræðingar eru nú orðið sammála um er að hvati skiptir máli. Bankastjórnendum var umbunað fyrir aukinn hagnað - hvort sem hann var vegna bættrar starfsemi (dugnaður á markaði) eða aukinnar áhættu (aukin skuldsetning). Annaðhvort voru þeir að svíkja hluthafa og fjárfesta, eða þeir skildu ekki eðli áhættu og umbunar. Kannski er hvort tveggja rétt. Og hvorugt er tilefni til bjartsýni. Þar sem fjárfesta skorti skilning á áhættu og stjórnsýslu fyrirtækja var ábótavant, lá hvati bankamanna í því að hanna ekki góð hvatakerfi. Nauðsynlegt er að lagfæra slíkar veilur - bæði á stjórnsviði fyrirtækja og hjá einstökum yfirmönnum. Það felur í sér að skipta upp fyrirtækjum sem eru „of stór til að falla" (eða „of flókin til að laga"). Þar sem ekki er hægt að koma þessu við þá þarf að setja athafnafrelsi fyrirtækjanna strangar skorður og leggja á hærri skatta og auka kröfur um eiginfjárhlutfall. Með því er leikurinn jafnaður. En vandinn liggur auðvitað í smáatriðunum - og stóru bankarnir koma til með að gera hvað þeir geta til að tryggja að hvaða gjöld sem á þá verða lögð verði nægilega lág til að dragi ekki úr forskotinu sem fengið er með því að skattgreiðendur ábyrgist starfsemi þeirra. Meiri takmarkanir, minni hættaJafnvel þó að við lögum hvatakerfi bankanna þannig að þau virki fullkomlega - sem er ekki í spilunum - stafar alltaf áhætta af bönkunum. Því stærri sem bankinn er og þeim mun meiri áhættu sem stórum bönkum er leyft að taka, því meiri er ógnin við hagkerfi okkar og samfélög. Í þessum málum eru samt engar skýrar línur. Eftir því sem við setjum meiri stærðartakmörk, getum við verið afslappaðri í þessum málum og öðrum sem snúa að regluverki fjármálastarfsemi. Og það er þess vegna sem King, Paul Volcker, sérfræðingaráð Sameinuðu þjóðanna um endurbætur á kerfi alþjóðlegra peningamála og fjármálastarfsemi, og fjöldi annarra, hefur rétt fyrir sér um þörfina á að setja stóru bönkunum skorður. Nálgast þarf vandann úr mörgum áttum, þar á meðal með sérstökum sköttum, auknum kröfum um eigið fé, strangara eftirliti og skorðum á stærð og á umfang áhættureksturs. Slík nálgun kemur ekki í veg fyrir aðra kreppu, en það dregur úr líkunum á henni - og úr kostnaði hennar, bresti hún á. Joseph E. Stiglitz er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Joseph Stiglitz skrifar um risafjármálafyrirtæki og hertar reglugerðir. Alþjóðleg deila geisar um hvers konar reglur þurfi að setja til að endurreisa traust á fjármálakerfinu og tryggja að það fari ekki aftur á hliðina eftir nokkur ár. Mervyn King, bankastjóri Bank of England, hefur kallað etir takmörkunum á umsvifum risabankanna. Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, er ósammála og gefur í skyn að hömlur á umsvifum bankanna muni ekki koma í veg fyrir aðra fjármálakreppu; en það er rétt hjá King að bankar sem eru of stórir til að falla ættu að vera í ströngu taumhaldi. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar bera stóru bankarnir meginábyrgð á þeim kostnaði sem fallið hefur á skattgreiðendur. Í Bandaríkjunum hafa 106 minni bankar farið á hausinn það sem af er ári. En það eru risabankarnir sem kosta okkur risafjárhæðir.Átta mistökFjármálakreppan er afleiðing átta sjálfstæðra en tengdra mistaka. - Bankarnir sem eru of stórir til að falla eru reknir af brengluðum hvata; ef þeir tefla djarft og hafa betur hirða þeir ágóðann; ef þeir tapa borga skattgreiðendur reikninginn. - Fjármálastofnanir eru of samofnar til að falla; sá hluti AIG sem kostaði bandaríska skattgreiðendur 180 milljarða dollara var tiltölulega lítill. - Litlir bankar auka á áhættuna ef þeir eru reknir á sama hátt og stóru bankarnir. - Hvatakerfi bankanna leggja áherslu á skammtímaákvarðanir og óhóflega áhættu. - Þegar bankar meta eigin áhættu, taka þeir ekki inn í reikninginn hvaða mögulegu skaðlegu afleiðingar mistök þeirra gætu haft á aðra. Þetta er grunnástæðan fyrir því að það þarf nýja reglugerð. - Bankar hafa staðið sig illa í áhættustýringu - kenningarnar sem þeir studdust við voru meingallaðar. - Fjárfestar, sem virðast enn kærulausari gagnvart óhóflegri skuldsetningu en bankarnir, þrýsta mjög á bankana að taka of mikla áhættu. - Eftirlitsaðilar eiga að henda reiður á þessu og koma í veg fyrir allt sem ýtir undir kerfisbundna áhættu. Þeir brugðust. Þeir studdust líka við gallaðar kenningar og voru með brenglaða hvata. Alltof fáir skildu hlutverk reglugerða; og of margir stukku upp í ból með þeim sem þeir áttu að hafa eftirlit með. Ef við bærum meira traust til eftirlitsaðila og yfirmanna bankanna, værum við ef til vill ívið rólegri gagnvart öllum hinum vandamálunum. En eftirlitsaðilum og umsjónarmönnum getur brugðist bogalistin og þess vegna þurfum við að takast á við allar hliðar vandans. Það kostar vitaskuld sitt, en kostnaður við lélegt eftirlitskerfi er aftur á móti gríðarlegur. Kostirnir við að styrkja eftirlitskerfið vega ávallt þyngra en kostnaðurinn. Rangt gefiðKing hefur lög að mæla: Bankar sem eru of stórir til að falla eru of stórir til að halda áfram að starfa á markaði. Ef þeir halda því áfram verður að reka þá undir ströngu eftirliti. Tilvist þeirra brenglar stöðuna á fjármálamörkuðum. Af hverju ættu þeir að fá að stunda fjárhættuspil meðan skattgreiðendur borga tapið? Hver eru „samlegðaráhrifin"? Getur verið að þau vegi þyngra en kostnaðurinn? Sumir stórir bankar standa í nægilega mikilli miðlun verðbréfa (hvort heldur það er fyrir eigin reikning eða viðskiptavina) að þeir hafa í raun áunnið sér sama ósanngjarna forskot og hver annar innherji. Með þessu getur hagnaður þeirra aukist, en á annarra kostnað. Leikurinn er ójafn - sér í lagi á kostnað þeirra sem minna mega sín á vellinum. Hvaða fyrirtæki myndi ekki vilja að bresk eða bandarísk stjórnvöld ábyrgðust skuldatryggingar þess; engin furða að fyrirtæki sem eru „of stór til að falla" ráði markaðnum. Nýtt hvatakerfiEitt sem hagfræðingar eru nú orðið sammála um er að hvati skiptir máli. Bankastjórnendum var umbunað fyrir aukinn hagnað - hvort sem hann var vegna bættrar starfsemi (dugnaður á markaði) eða aukinnar áhættu (aukin skuldsetning). Annaðhvort voru þeir að svíkja hluthafa og fjárfesta, eða þeir skildu ekki eðli áhættu og umbunar. Kannski er hvort tveggja rétt. Og hvorugt er tilefni til bjartsýni. Þar sem fjárfesta skorti skilning á áhættu og stjórnsýslu fyrirtækja var ábótavant, lá hvati bankamanna í því að hanna ekki góð hvatakerfi. Nauðsynlegt er að lagfæra slíkar veilur - bæði á stjórnsviði fyrirtækja og hjá einstökum yfirmönnum. Það felur í sér að skipta upp fyrirtækjum sem eru „of stór til að falla" (eða „of flókin til að laga"). Þar sem ekki er hægt að koma þessu við þá þarf að setja athafnafrelsi fyrirtækjanna strangar skorður og leggja á hærri skatta og auka kröfur um eiginfjárhlutfall. Með því er leikurinn jafnaður. En vandinn liggur auðvitað í smáatriðunum - og stóru bankarnir koma til með að gera hvað þeir geta til að tryggja að hvaða gjöld sem á þá verða lögð verði nægilega lág til að dragi ekki úr forskotinu sem fengið er með því að skattgreiðendur ábyrgist starfsemi þeirra. Meiri takmarkanir, minni hættaJafnvel þó að við lögum hvatakerfi bankanna þannig að þau virki fullkomlega - sem er ekki í spilunum - stafar alltaf áhætta af bönkunum. Því stærri sem bankinn er og þeim mun meiri áhættu sem stórum bönkum er leyft að taka, því meiri er ógnin við hagkerfi okkar og samfélög. Í þessum málum eru samt engar skýrar línur. Eftir því sem við setjum meiri stærðartakmörk, getum við verið afslappaðri í þessum málum og öðrum sem snúa að regluverki fjármálastarfsemi. Og það er þess vegna sem King, Paul Volcker, sérfræðingaráð Sameinuðu þjóðanna um endurbætur á kerfi alþjóðlegra peningamála og fjármálastarfsemi, og fjöldi annarra, hefur rétt fyrir sér um þörfina á að setja stóru bönkunum skorður. Nálgast þarf vandann úr mörgum áttum, þar á meðal með sérstökum sköttum, auknum kröfum um eigið fé, strangara eftirliti og skorðum á stærð og á umfang áhættureksturs. Slík nálgun kemur ekki í veg fyrir aðra kreppu, en það dregur úr líkunum á henni - og úr kostnaði hennar, bresti hún á. Joseph E. Stiglitz er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla. ©Project Syndicate. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar