Handbolti

Taplausri hrinu Rhein-Neckar Löwen lokið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í gær.
Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen í gær. Nordic Photos / Bongarts
Rhein-Neckar Löwen tapaði í gær fyrir Flensburg, 30-26, á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þetta var fyrsta tap Löwen í síðustu sautján leikjum í öllum keppnum.

Flensburg var með tveggja marka forystu í hálfleik, 13-15, og hélt yfirhöndinni allan síðari hálfleikinn.

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Flensburg en markahæstur hjá Rhein-Neckar Löwen var Ólafur Stefánsson með sex mörk. Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu þrjú hvor fyrir Löwen.

Rhein-Neckar Löwen er í þriðja sæti deildarinnar með sautján stig, fjórum á eftir toppliði Kiel. Flensburg er í sjötta sætinu með sextán stig.

Hamburg er í öðru sæti með 20 stig en liðið vann stórsigur á Dormagen á heimavelli í gær, 39-23. Þá kom Melsungen á óvart er liðið lagði Göppingen, 28-26, á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×