Akureyrarbær bjóði út leigu til líkamsræktarstöðvar 19. október 2009 14:06 „Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar með vísan til ... samkeppnislaga ... að boðin verði út leiga í kjallara Íþróttahallarinnar við Skólastíg þegar núgildandi leigutímabili lýkur, 31. desember 2010, eða fyrr verði leigusamningi sagt upp. Þá skal Akureyrarbær upplýsa Samkeppniseftirlitið um framkvæmd og niðurstöðu slíks útboðs." Þetta er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í kvörtunarmáli Átaks Heilsuræktar ehf. gegn útleigu Fasteigna Akureyrarbæjar á aðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar á Akureyri en kjallaraplássið er leigt líkamsræktarstöðinni Vaxtarækt. Leigan nemi aðeins um 524 kr. á fermetrann sem sé langt undir meðalverði verslunnarhúsnæðis í bænum að mati Átaks en meðalverðið sé í kringum 1.500 kr. á fermetrann. Þar að auki hafi Vaxtaræktin ekki verið krafin um greiðslur fyrir rafmagn og hita. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins segir m.a.: „Að mati kvartanda leiðir framangreint leiguverð sem Vaxtarræktin greiðir til röskunar á samkeppni meðal líkamsræktarstöðva á Akureyri. Fasteignir Akureyrarbæjar skekki því samkeppni á markaði líkamsræktarstöðva með leigusamningi við Vaxtarræktina m.a. þar sem leigukostnaður sé nokkuð stór þáttur í rekstrarkostnaði líkamsræktarstöðva." Fasteignir Akureyrarbæjar segja að leiguverðið afmarkist af ástandi leiguhúsnæðisins. „Húsnæðið sé niðurgrafinn gluggalaus kjallari með lofthæð víða um 2,20 m og í lofti séu loftræstistokkar og klóakrör. Þá kemur fram að tafir hafi orðið á því að núverandi leigutaki flytti starfsemi sína í nýtt húsnæði en að því loknu væri ekki fyrirhugað að leigja húsnæðið út aftur fyrir hliðstæða starfsemi," eins og segir í umfjöllun eftirlitsins. Þá segja Fasteignir Akureyrar að ekki hafi verið rukkað fyrir rafmagn og hita vegna mistaka. Bætt hafi verið úr því. Fram kemur í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan þeim kjörum sem Vaxtaræktin nýtur hjá Akureyrarbæ. Árið 2001 kvartaði World Class Akureyri yfir sama hlutnum. Þá vakti eftirlitið athygli Akureyrarbæjar á þeirri skyldu sem hvílir á bænum að raska ekki samkeppnisskilyrðum milli keppinauta með því að hugsanlega undirverðleggja leiguhúsnæði Vaxtaræktarinnar. Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
„Samkeppniseftirlitið beinir þeim fyrirmælum til Akureyrarbæjar með vísan til ... samkeppnislaga ... að boðin verði út leiga í kjallara Íþróttahallarinnar við Skólastíg þegar núgildandi leigutímabili lýkur, 31. desember 2010, eða fyrr verði leigusamningi sagt upp. Þá skal Akureyrarbær upplýsa Samkeppniseftirlitið um framkvæmd og niðurstöðu slíks útboðs." Þetta er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í kvörtunarmáli Átaks Heilsuræktar ehf. gegn útleigu Fasteigna Akureyrarbæjar á aðstöðu í kjallara Íþróttahallarinnar á Akureyri en kjallaraplássið er leigt líkamsræktarstöðinni Vaxtarækt. Leigan nemi aðeins um 524 kr. á fermetrann sem sé langt undir meðalverði verslunnarhúsnæðis í bænum að mati Átaks en meðalverðið sé í kringum 1.500 kr. á fermetrann. Þar að auki hafi Vaxtaræktin ekki verið krafin um greiðslur fyrir rafmagn og hita. Í umfjöllun Samkeppniseftirlitsins segir m.a.: „Að mati kvartanda leiðir framangreint leiguverð sem Vaxtarræktin greiðir til röskunar á samkeppni meðal líkamsræktarstöðva á Akureyri. Fasteignir Akureyrarbæjar skekki því samkeppni á markaði líkamsræktarstöðva með leigusamningi við Vaxtarræktina m.a. þar sem leigukostnaður sé nokkuð stór þáttur í rekstrarkostnaði líkamsræktarstöðva." Fasteignir Akureyrarbæjar segja að leiguverðið afmarkist af ástandi leiguhúsnæðisins. „Húsnæðið sé niðurgrafinn gluggalaus kjallari með lofthæð víða um 2,20 m og í lofti séu loftræstistokkar og klóakrör. Þá kemur fram að tafir hafi orðið á því að núverandi leigutaki flytti starfsemi sína í nýtt húsnæði en að því loknu væri ekki fyrirhugað að leigja húsnæðið út aftur fyrir hliðstæða starfsemi," eins og segir í umfjöllun eftirlitsins. Þá segja Fasteignir Akureyrar að ekki hafi verið rukkað fyrir rafmagn og hita vegna mistaka. Bætt hafi verið úr því. Fram kemur í niðurstöðum Samkeppniseftirlitsins að þetta er ekki í fyrsta sinn sem kvartað er undan þeim kjörum sem Vaxtaræktin nýtur hjá Akureyrarbæ. Árið 2001 kvartaði World Class Akureyri yfir sama hlutnum. Þá vakti eftirlitið athygli Akureyrarbæjar á þeirri skyldu sem hvílir á bænum að raska ekki samkeppnisskilyrðum milli keppinauta með því að hugsanlega undirverðleggja leiguhúsnæði Vaxtaræktarinnar.
Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira