Erlent

Á annan tug manna hefur látist í óveðri í Bandaríkjunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að 18 manns hafi látist vegna hálku á vegum í miðhluta Bandaríkjanna nú yfir jólahátíðina. Margir þeirra létust í Nebraska og Kansas, segir fréttastofa BBC. Um 100 flugferðum frá Minneapolis hefur verið frestað vegna veðurs.

Veðurstofa Bandaríkjanna segir að óveðrið nái yfir allt að 2/3 hluta landsins. Íbúar á óveðursvæðum hafa verið varaðir við að ferðast að óþörfum og fjölmargar kirkjur aflýstu hátíðarguðsþjónustum.

Sumstaðar í Kansas hefur snjólagið náð 60 sentimetra þykkt og þar í fylkinu hafa menn áhyggjur af því að hvassvirði bætist við ofankomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×