Ógnar niðurskurður öryggi sjúklinga? 10. desember 2009 06:00 Fram undan er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hagræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legurýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölgað, svokölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar forstjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta verulega. Í ljósi þess að laun eru langstærsti þátturinn í rekstri LSH hafa verið og munu verða gerðar miklar breytingar á mönnun og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu The Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjónustu á öllum almennum sjúkrahúsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánartíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúklingar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm, svo sem astma og botnlangabólgu. Í 209 tilfellum höfðu hlutir eins og grisjur og málmhlutir „gleymst" inni í sjúklingum við skurðaðgerðir. Forseti hinna bresku samtaka skurðlækna segir í samtali við blaðið að stjórnendur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahúsanna sé innan fjárheimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í greininni er jafnframt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófullnægjandi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurður er boðaður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleiðingum sem óhóflegur niðurskurður getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræðingum, þeim mun færri ótímabær dauðsföll, þeim mun færri aukaverkanir meðferða og þeim mun minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunverulegs sparnaðar og öruggrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigðiskerfinu við þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda enda er heilbrigðiskerfið ein af grunnstoðum samfélagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heilbrigðiskerfinu verði gengið að öryggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Fram undan er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hagræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legurýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölgað, svokölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar forstjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta verulega. Í ljósi þess að laun eru langstærsti þátturinn í rekstri LSH hafa verið og munu verða gerðar miklar breytingar á mönnun og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu The Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjónustu á öllum almennum sjúkrahúsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánartíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúklingar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm, svo sem astma og botnlangabólgu. Í 209 tilfellum höfðu hlutir eins og grisjur og málmhlutir „gleymst" inni í sjúklingum við skurðaðgerðir. Forseti hinna bresku samtaka skurðlækna segir í samtali við blaðið að stjórnendur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahúsanna sé innan fjárheimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í greininni er jafnframt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófullnægjandi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurður er boðaður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleiðingum sem óhóflegur niðurskurður getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræðingum, þeim mun færri ótímabær dauðsföll, þeim mun færri aukaverkanir meðferða og þeim mun minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunverulegs sparnaðar og öruggrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigðiskerfinu við þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda enda er heilbrigðiskerfið ein af grunnstoðum samfélagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heilbrigðiskerfinu verði gengið að öryggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun