Ógnar niðurskurður öryggi sjúklinga? 10. desember 2009 06:00 Fram undan er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hagræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legurýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölgað, svokölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar forstjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta verulega. Í ljósi þess að laun eru langstærsti þátturinn í rekstri LSH hafa verið og munu verða gerðar miklar breytingar á mönnun og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu The Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjónustu á öllum almennum sjúkrahúsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánartíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúklingar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm, svo sem astma og botnlangabólgu. Í 209 tilfellum höfðu hlutir eins og grisjur og málmhlutir „gleymst" inni í sjúklingum við skurðaðgerðir. Forseti hinna bresku samtaka skurðlækna segir í samtali við blaðið að stjórnendur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahúsanna sé innan fjárheimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í greininni er jafnframt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófullnægjandi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurður er boðaður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleiðingum sem óhóflegur niðurskurður getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræðingum, þeim mun færri ótímabær dauðsföll, þeim mun færri aukaverkanir meðferða og þeim mun minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunverulegs sparnaðar og öruggrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigðiskerfinu við þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda enda er heilbrigðiskerfið ein af grunnstoðum samfélagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heilbrigðiskerfinu verði gengið að öryggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fram undan er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hagræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legurýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölgað, svokölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar forstjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta verulega. Í ljósi þess að laun eru langstærsti þátturinn í rekstri LSH hafa verið og munu verða gerðar miklar breytingar á mönnun og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu The Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjónustu á öllum almennum sjúkrahúsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánartíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúklingar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm, svo sem astma og botnlangabólgu. Í 209 tilfellum höfðu hlutir eins og grisjur og málmhlutir „gleymst" inni í sjúklingum við skurðaðgerðir. Forseti hinna bresku samtaka skurðlækna segir í samtali við blaðið að stjórnendur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahúsanna sé innan fjárheimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í greininni er jafnframt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófullnægjandi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurður er boðaður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleiðingum sem óhóflegur niðurskurður getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræðingum, þeim mun færri ótímabær dauðsföll, þeim mun færri aukaverkanir meðferða og þeim mun minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunverulegs sparnaðar og öruggrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigðiskerfinu við þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda enda er heilbrigðiskerfið ein af grunnstoðum samfélagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heilbrigðiskerfinu verði gengið að öryggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar