Ógnar niðurskurður öryggi sjúklinga? 10. desember 2009 06:00 Fram undan er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hagræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legurýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölgað, svokölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar forstjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta verulega. Í ljósi þess að laun eru langstærsti þátturinn í rekstri LSH hafa verið og munu verða gerðar miklar breytingar á mönnun og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu The Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjónustu á öllum almennum sjúkrahúsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánartíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúklingar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm, svo sem astma og botnlangabólgu. Í 209 tilfellum höfðu hlutir eins og grisjur og málmhlutir „gleymst" inni í sjúklingum við skurðaðgerðir. Forseti hinna bresku samtaka skurðlækna segir í samtali við blaðið að stjórnendur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahúsanna sé innan fjárheimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í greininni er jafnframt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófullnægjandi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurður er boðaður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleiðingum sem óhóflegur niðurskurður getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræðingum, þeim mun færri ótímabær dauðsföll, þeim mun færri aukaverkanir meðferða og þeim mun minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunverulegs sparnaðar og öruggrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigðiskerfinu við þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda enda er heilbrigðiskerfið ein af grunnstoðum samfélagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heilbrigðiskerfinu verði gengið að öryggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fram undan er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Forstjóri Landspítala hefur gert ítarlega grein fyrir þeim aðgerðum sem þar hefur verið gripið til og þess sem er í deiglunni, ef stjórnvöld slá ekkert af framkominni hagræðingarkröfu. Fram hefur komið að sólarhrings legurýmum hefur fækkað úr 1.300 í 800 frá sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík og enn á að ganga lengra í þá áttina. Meðal legutími sjúklinga hefur styst á sama tíma og aðgerðum hefur fjölgað, svokölluð framleiðni hefur aukist. Nú boðar forstjórinn að draga þurfi úr valaðgerðum sem líklega muni lengja biðlista sem tekist hafði að stytta verulega. Í ljósi þess að laun eru langstærsti þátturinn í rekstri LSH hafa verið og munu verða gerðar miklar breytingar á mönnun og öllu skipulagi vakta. Færri munu sinna sjúklingunum en áður. Í breska blaðinu The Observer var nýlega fjallað um öryggismál á breskum sjúkrahúsum. Í úttekt á grundvallar öryggisþáttum þjónustu á öllum almennum sjúkrahúsum á Englandi kom í ljós að 12 þeirra voru undir öryggismörkum og á 27 sjúkrahúsum taldist dánartíðni sjúklinga óeðlilega há. Yfir 5.000 sjúklingar létust á þessum sjúkrahúsum í fyrra umfram það sem ætla mátti. Þessir sjúklingar höfðu verið lagðir inn vegna vandamála sem alla jafna eru ekki áhættusöm, svo sem astma og botnlangabólgu. Í 209 tilfellum höfðu hlutir eins og grisjur og málmhlutir „gleymst" inni í sjúklingum við skurðaðgerðir. Forseti hinna bresku samtaka skurðlækna segir í samtali við blaðið að stjórnendur sjúkrahúsa séu svo uppteknir af því að tryggja að rekstur sjúkrahúsanna sé innan fjárheimilda að öryggi sjúklinga líði fyrir. Í greininni er jafnframt sérstaklega tekið fram að ónóg hjúkrun og ófullnægjandi hreinlæti hafi mikil áhrif. Þegar jafn mikill niðurskurður er boðaður á LSH og raun ber vitni er full ástæða til að vekja athygli stjórnvalda á þeim afleiðingum sem óhóflegur niðurskurður getur haft í för með sér. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á bein tengsl mönnunar hjúkrunarfræðinga og afdrifa sjúklinga. Því betur sem mannað er af hjúkrunarfræðingum, þeim mun færri ótímabær dauðsföll, þeim mun færri aukaverkanir meðferða og þeim mun minni lyfjanotkun. Slíkur árangur leiðir til raunverulegs sparnaðar og öruggrar þjónustu. Hjúkrunarfræðingar hvetja stjórnvöld til að hlífa heilbrigðiskerfinu við þeim mikla niðurskurði sem boðaður hefur verið. Allir landsmenn þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda enda er heilbrigðiskerfið ein af grunnstoðum samfélagsins. Hjúkrunarfræðingar vara við því að svo nærri heilbrigðiskerfinu verði gengið að öryggi sjúklinga verði stefnt í hættu. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun