Viðskipti innlent

Erlendir minnka ríkisvíxlaeignir en auka við í ríkisbréfum

Erlendir aðilar hafa minnkað ríkisvíxlaeignir sínar en á móti hafa ríkisbréfaeignir þeirra aukist nokkuð. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans

Í Hagsjánni segir að alls áttu erlendir aðilar 56% allra ríkisbréfa eða sem nemur 183,5 milljörðum kr. í lok ágúst. Þá eiga þeir 63% allra ríkisvíxla eða 51,4 milljarða kr. Samtals eiga þeir því 235 milljarða kr. af ríkisvíxlum og -bréfum.

Í ágúst lækkaði staða erlendra aðila um ríflega 8 milljarða kr.í ríkisvíxlum en hækkaði aftur á móti um 29 milljarða kr. í ríkisbréfum. Ekkert útboð var haldið á ríkisbréfum í september, en markmiði ársáætlunar var náð í lok ágúst.

Sökum mikillar eftirspurnar var ákveðið að auka við útgáfuna um allt að 60 milljarða kr. á árinu, eins og fjallað var um í Hagsjá í lok síðasta mánaðar. Andvirði útgáfunnar mun verða notað til að efla sjóðsstöðu ríkissjóðs í Seðlabankanum til að mæta rekstrarhalla á næstunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×