Glæsilegur sigur Hauka á Wisla Plock Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2009 16:37 Elías Már Halldórsson, leikmaður Hauka. Haukar unnu í dag glæsilegan stórsigur á pólska liðinu Wisla Plock í síðari leik liðanna í annarri umferð EHF-bikarkeppninnar í dag, 29-21. Sigurinn var í raun stærri en lokatölur leiksins segja til um. Wisla Plock skoraði ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins og voru yfirburðir Hauka algerir í leiknum. Wisla Plock vann fyrri leik liðanna í Póllandi, 30-28, og Haukar eru því öruggir áfram í þriðju umferð keppninnar. Haukarnir byrjuðu frábærlega í leiknum. Liðið spilaði mjög góða vörn og Birkir Ívar var á tánum í markinu. Eftir að pólsku gestirnir skoruðu fyrsta markið í leiknum komu fimm Haukamörk í röð. Pólverjarnir skoruðu ekki sitt annað mark í leiknum fyrr en að tíu mínútum loknum. Pólverjarnir voru í miklum vandræðum með vörn Haukanna og tóku leikhlé strax eftir um stundarfjórðung, þegar staðan var orðin 9-3 fyrir Haukum. Varnarleikur Pólverjanna var að sama skapi slakur fram að þessu en Haukar gátu nánast skorað að vild. Leikmenn Wisla Plock tóku sig aðeins saman í andlitinu eftir þetta en það þó stutt yfir. Fljótlega eftir að Haukar fóru aftur að raða inn mörkum virtust Pólverjarnir einfaldlega gefast upp. En að sama skapi virtist einfaldlega allt ganga upp hjá Haukunum. Staðan í hálfleik var 17-6, Haukum í vil. Svipað var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks. Alexey Peskov skoraði fyrsta mark hálfleiksins en fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að vaða í andlit Elíasar Más Halldórssonar í næstu sókn Hauka. Það gekk einfaldlega allt á afturfótunum hjá Pólverjunum. Fljótlega eftir þetta var ljóst að leikurinn væri einfaldlega búinn. Það var sama hvað gestirnir frá Póllandi reyndu, það gekk ekkert upp. Sem fyrr segir var það fyrst og fremst glæsilegur varnarleikur Hauka sem skóp þennan sigur í dag enda skoruðu gestirnir ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins. Munurinn var mestur fjórtán mörk í stöðunni 27-13. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka gat því leyft sér að hvíla sína sterkustu leikmenn á lokasprettinum og langflestir leikmenn sem voru á leikskýrslu að spreyta sig. Það er í raun erfitt að koma auga á bestu menn Haukaliðsins - allir áttu þeir frábæran leik eins og sést á þessum úrslitum. Wisla Plock er búið að bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í pólsku deildinni í haust þar sem keppni hófst um mánuði fyrr en í N1-deild karla hér á landi en liðið átti einfaldlega ekki roð í Haukana í dag. Haukar - Wisla Plock 29-21 Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/3 (11/3), Björgvin Hólmgeirsson 7 (14), Elías Már Halldórsson 5 (8), Freyr Brynjarsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (6), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Stefán Sigurmannsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson (1), Pétur Pálsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11 (22, 50%), Aron Rafn Edvardsson 1 (11/2, 9%).Hraðaupphlaup: 6 (Elías Már 2, Freyr 1, Sigurbergur 1, Gunnar Berg 1, Guðmundur Árni 1).Fiskuð víti: 3 (Pétur 1, Freyr 1, Elías Már 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Wisla (skot): Joakim Bakstrom 4 (4), Tomasz Paluch 4/2 (4/2), Adam Wisniewski 4 (5), Arkadiusz Miszka 3 (4), Sebastian Rumniak 3 (7), Alexey Peskov 1 (2), Kamil Mokrzki 1 (3), Kamil Syprzak 1 (4), Zbigniew Kwiatkowski (1), Rafal Kuptel (2), Bartosz Wuszter (2).Varin skot: Marcin Wichary 13 (40/3, 33%), Morten Seier 2 (4, 50%).Hraðaupphlaup: 4 (Joakim 1, Arkadiusz 1, Tomasz 1, Adam 1).Fiskuð víti: 2 (Joakim 1, Kamil 1).Utan vallar: 8 mínútur. Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Haukar unnu í dag glæsilegan stórsigur á pólska liðinu Wisla Plock í síðari leik liðanna í annarri umferð EHF-bikarkeppninnar í dag, 29-21. Sigurinn var í raun stærri en lokatölur leiksins segja til um. Wisla Plock skoraði ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins og voru yfirburðir Hauka algerir í leiknum. Wisla Plock vann fyrri leik liðanna í Póllandi, 30-28, og Haukar eru því öruggir áfram í þriðju umferð keppninnar. Haukarnir byrjuðu frábærlega í leiknum. Liðið spilaði mjög góða vörn og Birkir Ívar var á tánum í markinu. Eftir að pólsku gestirnir skoruðu fyrsta markið í leiknum komu fimm Haukamörk í röð. Pólverjarnir skoruðu ekki sitt annað mark í leiknum fyrr en að tíu mínútum loknum. Pólverjarnir voru í miklum vandræðum með vörn Haukanna og tóku leikhlé strax eftir um stundarfjórðung, þegar staðan var orðin 9-3 fyrir Haukum. Varnarleikur Pólverjanna var að sama skapi slakur fram að þessu en Haukar gátu nánast skorað að vild. Leikmenn Wisla Plock tóku sig aðeins saman í andlitinu eftir þetta en það þó stutt yfir. Fljótlega eftir að Haukar fóru aftur að raða inn mörkum virtust Pólverjarnir einfaldlega gefast upp. En að sama skapi virtist einfaldlega allt ganga upp hjá Haukunum. Staðan í hálfleik var 17-6, Haukum í vil. Svipað var upp á teningnum í upphafi síðari hálfleiks. Alexey Peskov skoraði fyrsta mark hálfleiksins en fékk svo að líta rauða spjaldið fyrir að vaða í andlit Elíasar Más Halldórssonar í næstu sókn Hauka. Það gekk einfaldlega allt á afturfótunum hjá Pólverjunum. Fljótlega eftir þetta var ljóst að leikurinn væri einfaldlega búinn. Það var sama hvað gestirnir frá Póllandi reyndu, það gekk ekkert upp. Sem fyrr segir var það fyrst og fremst glæsilegur varnarleikur Hauka sem skóp þennan sigur í dag enda skoruðu gestirnir ekki nema tíu mörk á fyrstu 45 mínútum leiksins. Munurinn var mestur fjórtán mörk í stöðunni 27-13. Aron Kristjánsson þjálfari Hauka gat því leyft sér að hvíla sína sterkustu leikmenn á lokasprettinum og langflestir leikmenn sem voru á leikskýrslu að spreyta sig. Það er í raun erfitt að koma auga á bestu menn Haukaliðsins - allir áttu þeir frábæran leik eins og sést á þessum úrslitum. Wisla Plock er búið að bera höfuð og herðar yfir andstæðinga sína í pólsku deildinni í haust þar sem keppni hófst um mánuði fyrr en í N1-deild karla hér á landi en liðið átti einfaldlega ekki roð í Haukana í dag. Haukar - Wisla Plock 29-21 Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 8/3 (11/3), Björgvin Hólmgeirsson 7 (14), Elías Már Halldórsson 5 (8), Freyr Brynjarsson 3 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 2 (6), Gunnar Berg Viktorsson 1 (1), Stefán Sigurmannsson 1 (2), Heimir Óli Heimisson (1), Pétur Pálsson (2).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 11 (22, 50%), Aron Rafn Edvardsson 1 (11/2, 9%).Hraðaupphlaup: 6 (Elías Már 2, Freyr 1, Sigurbergur 1, Gunnar Berg 1, Guðmundur Árni 1).Fiskuð víti: 3 (Pétur 1, Freyr 1, Elías Már 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Wisla (skot): Joakim Bakstrom 4 (4), Tomasz Paluch 4/2 (4/2), Adam Wisniewski 4 (5), Arkadiusz Miszka 3 (4), Sebastian Rumniak 3 (7), Alexey Peskov 1 (2), Kamil Mokrzki 1 (3), Kamil Syprzak 1 (4), Zbigniew Kwiatkowski (1), Rafal Kuptel (2), Bartosz Wuszter (2).Varin skot: Marcin Wichary 13 (40/3, 33%), Morten Seier 2 (4, 50%).Hraðaupphlaup: 4 (Joakim 1, Arkadiusz 1, Tomasz 1, Adam 1).Fiskuð víti: 2 (Joakim 1, Kamil 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Handbolti Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira