Vísar Lenín leiðina? 5. nóvember 2009 06:00 Í umræðunni að undanförnu hafa málefni stóriðjunnar komið mjög við sögu og þjóðhagsleg þýðing hennar fyrir samfélagið. Stóriðjufyrirtækin eru fjögur hér á landi, Alcan í Straumsvík, Elkem á Grundartanga, Fjarðaál við Reyðarfjörð og Norðurál á Grundartanga. Ekki þarf að deila um það að stóriðjan er mikilvæg og varanleg kjölfesta í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar, hún skapar bæði fjölmörg og vel launuð störf og gríðarmiklar útflutningstekjur. Fyrirtækin eru langstærstu og stöðugustu kaupendur raforku og kringum þau hefur byggst upp annar iðnaður um allt land. Í öllum tilvikum hefur stóriðjan glætt atvinnulíf í nærsamfélagi sínu og stækkað atvinnusvæðin. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ frá því í sumar og vistuð er á Netinu, hefur t.d. íbúum á Vesturlandi fjölgað um 25 prósent frá árinu 1977 er uppbygging hófst með járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Síðan hefur álver bæst við. Samkvæmt sömu skýrslu voru íbúar á Austurlandi árið 2003 ríflega 12 þúsund. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 1.300 vegna áhrifa af starfsemi Fjarðaáls.40% útflutningsteknaÁ Íslandi eru framleidd um tvö prósent þess áls sem framleitt er í heiminum. Hlutur áliðnaðarins af verðmæti vöruútflutnings frá landinu var um 40 prósent 2008 og um 29 prósent af heildarútflutningstekjunum, sem er ívið meira en verðmæti sjávarafurða. Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er gert ráð fyrir að hagvöxtur taki smám saman við sér 2010, enda sé þá gert ráð fyrir að veruleg stóriðjuáform komist í gang, eins og segir í skýrslunni. Með öðrum orðum: stórframkvæmdirnar eru að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar meðal forsenda þess að hér verði hagvöxtur á ný. Eftirsótt vel launuð störfÍslensku álverin hafa alla tíð greitt starfsfólki sínu almennt hærri laun en kveðið er á um í almennum kjarasamningum enda eru þau og hafa alltaf verið eftirsóttir vinnustaðir með litla starfsmannaveltu. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að meðallaun á landinu öllu árið 2005 voru tæpar þrjár milljónir króna. Á sama tíma voru þau á bilinu fjórar til 4,5 milljónir króna, eða 33-50 prósentum hærri í áliðnaði. Meðallaunin eru samkvæmt Hagfræðistofnun svipuð og að meðaltali hjá þeim sem starfa við fiskveiðar eða í veitustarfsemi. Aðeins fjármálaþjónustan greiddi hærri meðallaun en álverin árið 2005 eða 5,1 milljón króna og það var nota bene fyrir hrun. Laun í fjármálaþjónustu hafa lækkað síðan. Að teknu tilliti til ýmissa áhrifaþátta segir Hagfræðistofnun að gera megi ráð fyrir að starfsfólk álveranna hafi að jafnaði 20 til 40 prósent hærri laun en það gæti haft annars staðar. Þúsundir starfaFram hefur komið að á álverslóðinni við Reyðarfjörð starfa um 700 manns, 450 hjá álverinu sjálfu og aðrir 250 í fullu starfi á vegum ýmissa verktaka, en alls starfa hjá stóriðjufyrirtækjunum fjórum, beint og óbeint, um tvö þúsund manns. Þá eru ótalin störf þeirra aðila sem hafa fulla atvinnu beinlínis vegna starfsemi fyrirtækjanna. Hagfræðistofnun segir að alls megi áætla að kaup álfyrirtækjanna þriggja á innlendri vöru og þjónustu árið 2008 hafi numið um 25 milljörðum króna, innlendar launagreiðslur um 10 milljörðum króna og opinber gjöld til ríkis og sveitarfélaga um 2,5 milljörðum króna. Álver á BakkaMikill meirihluti íbúa í Þingeyjarsýslum og á Norðurlandi áttar sig á þessum tölum og bláköldum veruleikanum. Það er fyrst og fremst hans vegna sem vonir eru bundnir við álver á Bakka við Húsavík. Þar með nýttist líka sú umhverfisvæna orka sem er til staðar í héraðinu og nýta má til að skapa meira en eitt þúsund störf. Slíkt myndi glæða atvinnulífið á öllu Norðurlandi. Heimamenn hafa skoðað fjölda annarra kosta og velt við mörgum steinum. Álver var niðurstaðan og stjórnvöldum ber að aðstoða við þá atvinnuuppbyggingu sem hagkvæmust er fyrir héraðið í stað þess að leggja steina í götu heimamanna. Að sama skapi mættu aðilar vinnumarkaðarins ásamt samtökum atvinnulífs og iðnaðar aðstoða í baráttunni af meiri krafti. Stöndum vörð um grunnstoðirnarÍslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum vanda. Ekkert verður henni til bjargar nema að hér fái þrifist öflug atvinnustarfsemi sem skapar tekjur til að standa straum af okkar dýrmæta velferðarkerfi. Fyrirtækin í landinu eru því forsenda þess að kreppunni ljúki. Því sætir andúð þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna í garð atvinnulífsins, einkum stóriðjunnar, mikilli furðu. Gamalkunn slagorð frá byrjun síðustu aldar virðast hafa gengið í endurnýjun lífdaga því nú eru þeir, sem vilja flýta fyrir lokum þjóðarkreppunnar með því að treysta grunn atvinnulífsins, sakaðir um að gæta einungis hagsmuna stórfyrirtækjanna, „fjármagnsins og auðvaldsins" gegn hagsmunum þjóðarinnar. Lenín hljómar í eyrum á ný. Okkur sem viljum standa vörð um hið norræna velferðarkerfi sem hefur byggst upp á síðasta áratug er hins vegar fyrirmunað að skilja hvernig það á að geta þrifist verði grunnstoðunum kippt undan því. Ef Lenín á að vísa ríkisstjórninni veginn út úr kreppunni - þá er þjóðin fyrst í vanda! Höfundur er alþingismaður. Fyrirtækin í landinu eru því forsenda þess að kreppunni ljúki. Því sætir andúð þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna í garð atvinnulífsins, einkum stóriðjunnar, mikilli furðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðunni að undanförnu hafa málefni stóriðjunnar komið mjög við sögu og þjóðhagsleg þýðing hennar fyrir samfélagið. Stóriðjufyrirtækin eru fjögur hér á landi, Alcan í Straumsvík, Elkem á Grundartanga, Fjarðaál við Reyðarfjörð og Norðurál á Grundartanga. Ekki þarf að deila um það að stóriðjan er mikilvæg og varanleg kjölfesta í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar, hún skapar bæði fjölmörg og vel launuð störf og gríðarmiklar útflutningstekjur. Fyrirtækin eru langstærstu og stöðugustu kaupendur raforku og kringum þau hefur byggst upp annar iðnaður um allt land. Í öllum tilvikum hefur stóriðjan glætt atvinnulíf í nærsamfélagi sínu og stækkað atvinnusvæðin. Samkvæmt skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ frá því í sumar og vistuð er á Netinu, hefur t.d. íbúum á Vesturlandi fjölgað um 25 prósent frá árinu 1977 er uppbygging hófst með járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Síðan hefur álver bæst við. Samkvæmt sömu skýrslu voru íbúar á Austurlandi árið 2003 ríflega 12 þúsund. Þeim hefur fjölgað um rúmlega 1.300 vegna áhrifa af starfsemi Fjarðaáls.40% útflutningsteknaÁ Íslandi eru framleidd um tvö prósent þess áls sem framleitt er í heiminum. Hlutur áliðnaðarins af verðmæti vöruútflutnings frá landinu var um 40 prósent 2008 og um 29 prósent af heildarútflutningstekjunum, sem er ívið meira en verðmæti sjávarafurða. Í nýrri skýrslu OECD um íslensk efnahagsmál er gert ráð fyrir að hagvöxtur taki smám saman við sér 2010, enda sé þá gert ráð fyrir að veruleg stóriðjuáform komist í gang, eins og segir í skýrslunni. Með öðrum orðum: stórframkvæmdirnar eru að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar meðal forsenda þess að hér verði hagvöxtur á ný. Eftirsótt vel launuð störfÍslensku álverin hafa alla tíð greitt starfsfólki sínu almennt hærri laun en kveðið er á um í almennum kjarasamningum enda eru þau og hafa alltaf verið eftirsóttir vinnustaðir með litla starfsmannaveltu. Í skýrslu Hagfræðistofnunar kemur fram að meðallaun á landinu öllu árið 2005 voru tæpar þrjár milljónir króna. Á sama tíma voru þau á bilinu fjórar til 4,5 milljónir króna, eða 33-50 prósentum hærri í áliðnaði. Meðallaunin eru samkvæmt Hagfræðistofnun svipuð og að meðaltali hjá þeim sem starfa við fiskveiðar eða í veitustarfsemi. Aðeins fjármálaþjónustan greiddi hærri meðallaun en álverin árið 2005 eða 5,1 milljón króna og það var nota bene fyrir hrun. Laun í fjármálaþjónustu hafa lækkað síðan. Að teknu tilliti til ýmissa áhrifaþátta segir Hagfræðistofnun að gera megi ráð fyrir að starfsfólk álveranna hafi að jafnaði 20 til 40 prósent hærri laun en það gæti haft annars staðar. Þúsundir starfaFram hefur komið að á álverslóðinni við Reyðarfjörð starfa um 700 manns, 450 hjá álverinu sjálfu og aðrir 250 í fullu starfi á vegum ýmissa verktaka, en alls starfa hjá stóriðjufyrirtækjunum fjórum, beint og óbeint, um tvö þúsund manns. Þá eru ótalin störf þeirra aðila sem hafa fulla atvinnu beinlínis vegna starfsemi fyrirtækjanna. Hagfræðistofnun segir að alls megi áætla að kaup álfyrirtækjanna þriggja á innlendri vöru og þjónustu árið 2008 hafi numið um 25 milljörðum króna, innlendar launagreiðslur um 10 milljörðum króna og opinber gjöld til ríkis og sveitarfélaga um 2,5 milljörðum króna. Álver á BakkaMikill meirihluti íbúa í Þingeyjarsýslum og á Norðurlandi áttar sig á þessum tölum og bláköldum veruleikanum. Það er fyrst og fremst hans vegna sem vonir eru bundnir við álver á Bakka við Húsavík. Þar með nýttist líka sú umhverfisvæna orka sem er til staðar í héraðinu og nýta má til að skapa meira en eitt þúsund störf. Slíkt myndi glæða atvinnulífið á öllu Norðurlandi. Heimamenn hafa skoðað fjölda annarra kosta og velt við mörgum steinum. Álver var niðurstaðan og stjórnvöldum ber að aðstoða við þá atvinnuuppbyggingu sem hagkvæmust er fyrir héraðið í stað þess að leggja steina í götu heimamanna. Að sama skapi mættu aðilar vinnumarkaðarins ásamt samtökum atvinnulífs og iðnaðar aðstoða í baráttunni af meiri krafti. Stöndum vörð um grunnstoðirnarÍslenska þjóðin stendur frammi fyrir miklum vanda. Ekkert verður henni til bjargar nema að hér fái þrifist öflug atvinnustarfsemi sem skapar tekjur til að standa straum af okkar dýrmæta velferðarkerfi. Fyrirtækin í landinu eru því forsenda þess að kreppunni ljúki. Því sætir andúð þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna í garð atvinnulífsins, einkum stóriðjunnar, mikilli furðu. Gamalkunn slagorð frá byrjun síðustu aldar virðast hafa gengið í endurnýjun lífdaga því nú eru þeir, sem vilja flýta fyrir lokum þjóðarkreppunnar með því að treysta grunn atvinnulífsins, sakaðir um að gæta einungis hagsmuna stórfyrirtækjanna, „fjármagnsins og auðvaldsins" gegn hagsmunum þjóðarinnar. Lenín hljómar í eyrum á ný. Okkur sem viljum standa vörð um hið norræna velferðarkerfi sem hefur byggst upp á síðasta áratug er hins vegar fyrirmunað að skilja hvernig það á að geta þrifist verði grunnstoðunum kippt undan því. Ef Lenín á að vísa ríkisstjórninni veginn út úr kreppunni - þá er þjóðin fyrst í vanda! Höfundur er alþingismaður. Fyrirtækin í landinu eru því forsenda þess að kreppunni ljúki. Því sætir andúð þingmanna Samfylkingar og Vinstri grænna í garð atvinnulífsins, einkum stóriðjunnar, mikilli furðu.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun