Viðskipti innlent

Seðlabankinn metur hlutina sjálfstætt óháð AGS

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri.
Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri. Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, segir peningastefnunefnd bankans meta stöðu mála hér á landi sjálfstætt óháð Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) þrátt fyrir að vinna náið með sjóðnum.

Bankastjóranum er líst sem afar yfirveguðum embættismanni í frétt á viðskiptasíðunni Forbes.com. Þar er nýleg stýrivaxtalækkun Seðlabankans gerð að umfjöllunarefni sem og samskipti bankans við AGS. Blaðamaður Forbes leggur upp með bankinn hafi farið gegn áliti AGS.

Svein Harald segir bankann fara sínar eigin leiðir og meta málin sjálfstætt. Hann áréttar að peningastefnunefndin hafi sínar upplýsingar og byggi ákvarðanir sínar á þeim.

„Við búum yfir ítarlegri upplýsingum heldur en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn," segir bankastjórinn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×