Ecclestone: Engar áhyggjur af kreppunni 16. mars 2009 08:49 Bernie Ecclestone og Luca Montezemolo ræða málin í skíðaparadís á Ítallíu. mynd: kappakstur.is Formúlu 1 alráðurinn Bernie Ecclestone segir að efnhagskrappan muni ekki ganga Formúlu 1 til húðar. "Það kemur mér á óvart hvað kreppan hefur haft lítil áhrif á rekstur Formúlu 1. Maður hefði haldið að keppnislið reyndu að skera niður kostnað, t.d. í mannahaldi, en það er sami fjöldi skráður á mótsstað eins og í fyrra. Við gefum út passana og vitum því staðreyndir málsins", sagði Ecclestone í dagblaðinu Guardian. "Þá er enn fjöldi landa sem vill halda Formúlu 1 mót og við höfum ekki pláss fyrir fleiri mót. Ég vissi fyrir löngu síðan að hlutabréfamarkaðir myndu hrynja og að Evrópa myndi verða eins og fátækari löndin. Það á eftir að gerast", sagði Ecclestone, sem hefur verið séður í því að finna ný lönd til að halda kappakstursmót. í fyrra var keppt í flóðljósum í Síngapúr í fyrsta skipti. Nýtt mót verður í Abu Dhabi í lok keppnistímabilsins. Fyrsti þáttur um Formúlu 1 verður á Stöð 2 Sport á miðvikudaginn. Þá verður sýnt frá frumsýningum keppnisliða. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 alráðurinn Bernie Ecclestone segir að efnhagskrappan muni ekki ganga Formúlu 1 til húðar. "Það kemur mér á óvart hvað kreppan hefur haft lítil áhrif á rekstur Formúlu 1. Maður hefði haldið að keppnislið reyndu að skera niður kostnað, t.d. í mannahaldi, en það er sami fjöldi skráður á mótsstað eins og í fyrra. Við gefum út passana og vitum því staðreyndir málsins", sagði Ecclestone í dagblaðinu Guardian. "Þá er enn fjöldi landa sem vill halda Formúlu 1 mót og við höfum ekki pláss fyrir fleiri mót. Ég vissi fyrir löngu síðan að hlutabréfamarkaðir myndu hrynja og að Evrópa myndi verða eins og fátækari löndin. Það á eftir að gerast", sagði Ecclestone, sem hefur verið séður í því að finna ný lönd til að halda kappakstursmót. í fyrra var keppt í flóðljósum í Síngapúr í fyrsta skipti. Nýtt mót verður í Abu Dhabi í lok keppnistímabilsins. Fyrsti þáttur um Formúlu 1 verður á Stöð 2 Sport á miðvikudaginn. Þá verður sýnt frá frumsýningum keppnisliða.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira