Eyðilegging á miðbæ Akureyrar Hjörleifur Hallgrímsson skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur hér á Akureyri og haft eftir einum stjórnarmanni blaðsins Vikudags, að ekki sé æskilegt að blaðið flytji neikvæðar fréttir úr bænum, og dæmi um það er að mér undirrituðum er neitað um að skrifa í blaðið þar sem ég þyki of gagnrýninn penni. En af nægu er nefnilega að taka, sem ekki er ætlast til að komi fyrir augu bæjarbúa þegar meirihluti bæjarstjórnar, skipulagsnefnd og skipulagsstjóri eiga í hlut. Staðið hefur til hjá meirihlutanum að eyðileggja okkar fallega miðbæ og auðvitað í óþökk allflestra innfæddra Akureyringa. Kynntur hefur verið uppdráttur að skipulagi nýs miðbæjar, sem sýnir, ef af verður, að verði framin hryllileg mistök. Þessi nýi ætlaði miðbær samanstendur af mörgum 3ja og 5 hæða byggingum ásamt síki upp í miðjan miðbæ, sem ekki kemur til með að verða annað en drullupyttur. Svo á að byggja brú yfir og gera Glerárgötuna einbreiða en hún er aðalgatan í gegnum bæinn og er Þjóðvegur 1, þó að Vegagerðin sé ekki búin að samþykkja þessa vitleysu. Öll ásýnd miðbæjarins og Akureyrar mun stórlega skaðast og aðkoman t.d. frá sjónum eins og steinmúrar að sjá. Einnig myndu þessar byggingar byrgja allt útsýni fram á Pollinn og yfir í Vaðlaheiðina, eins fallegt og það er á að líta. Við þurfum ekki fólk aðkomið til að eyðileggja okkar fallega bæ. Blessunarlega verða sveitarstjórnarkosningar eftir u.þ.b. eitt ár og verður þá hægt að kjósa sanna, innfædda Akureyringa til trúnaðarstarfa, fólk sem hefur virkilega sterkar tilfinningar til síns bæjar og hvernig honum er best farið. Þar sem skipulagsstjóri svarar ekki tölvupósti frá mér fékk ég upplýsingar annarsstaðar úr kerfinu er segja mér að vinna við skipulagsuppdráttinn muni nema tugum milljóna og á sama tíma er bæjarfélagið rekið með 5 milljarða kr. halla og kostnaður við svokallað menningarhús nálgast 4 milljarða kr. Þá hefur annað ævintýri litið dagsins ljós, sem sagt er að fyrrv. bæjarstjóri Kristján Þór Júlíusson hafi svikið í gegnum kerfið, svokallaðan vinargreiða, og menn spyrja hvort um atkvæði eða peninga í kosningasjóð hafi verið um að ræða. Þetta er bygging fyrir vaxtarrækt og hliðstæða starfsemi, sem nú hefur stöðvast vegna þess að sagt er að vanti fjármagn en byggingin komin í 700 milljónir og Landsbankinn á að hafa fjármagnað, en ævintýrið virðist ekki vera úti vegna dæmalauss klúðurs í sambandi við lóðarúthlutunina, sem aldrei hafi verið gengið frá. Húsið stendur á lóð sundlaugarinnar en þúsundir mótmælaundirskrifta voru hundsaðar sem og beiðni sundfélagsins Óðins um fullkomna innisundlaug og hefur svæðið þannig verið eyðilagt. Og þá má einnig minna á að meðan ausið er fjármunum í ýmis gæluverkefni þá eru á milli 50 og 60 götur á Akureyri af 300 mjög slæmar eða ónýtar. Rúsínan í pylsuendanum er e.t.v. sú að nýlega samþykkti meirihluti fyrir 8 milljónir kr. Þegar betur var að gáð af minnihlutanum kom í ljós að Akureyrarbær hafði greitt fyrir sömu eign þegar húsið var byggt. Hvað þetta á að fyrirstilla þegar ekki er einu sinni hægt að halda götunum í bænum í boðlegu ástandi er næsta óskiljanlegt. Svona er Akureyri í dag, öll lífsins gæði. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun