Raunsæi og ábyrgð 22. desember 2009 06:00 Gunnsteinn Sigurðsson skrifar umfjárhagsáætlun Kópavogsbæjar Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 er ábyrg og raunhæf. Við hömlum auknum kostnaði en stöndum áfram vörð um grunnþjónustu og velferðarmál. Þetta hefur verið leiðarstefið í undirbúningi fjárhagsáætlunarinnar sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn var. Samkvæmt henni verður 25 milljóna króna rekstrarafgangur. Þrátt fyrir erfitt árferði er reiknað með að bæjarsjóður verði rekinn réttu megin við núllið. Áætlunin er afrakstur náins þverpólitísks samstarfs í bæjarstjórn auk víðtæks samráðs innan bæjarkerfisins. Í stað þess að beita niðurskurðarhnífi harkalega á stærstu útgjaldaliðina í rekstri bæjarfélagsins var farið í saumana á allri starfseminni til að finna leiðir til hagræðingar svo að það kæmi sem minnst niður á þjónustunni við bæjarbúa. Margt smátt gerir eitt stórt eins og þar stendur. Áætlunin gerir raunar ráð fyrir auknum framlögum til fræðslusviðs og félagsþjónustu með hliðsjón af ástandi þjóðmála. Engu að síður var gerð jafnrík krafa um hagræðingu á þeim sviðum og öðrum til að fjármagnið nýtist sem best bæjarbúum í hag. Ekki verður komist hjá gjaldskrárbreytingum en þeim verður stillt í hóf og þær verða innan marka almennra verðlagshækkana. Í sumum tilvikum breytist afgreiðslutími stofnana. Við beitum auknu aðhaldi og þar af leiðandi verður sveigjanleiki, sem menn nutu í góðærinu, að sjálfsögðu minni, en þrátt fyrir það höldum við áfram að bjóða góða þjónustu. Viðleitnin er ávallt sú að draga ekki saman nema þar sem nákvæm athugun bendir til að það komi síst að sök. Framkvæmdum verður haldið í lágmarki en þó þannig að öllu nauðsynlegu viðhaldi verður sinnt. Lokið verður við Hörðuvallaskóla á vormánuðum og í Boðaþingi verður lokið við 44 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið. Hrafnista mun reka þau og þar verður einnig félagsmiðstöð fyrir eldri borgara. Kópavogur hefur vaxið ört og mikið á undanförnum árum og þeirra fjárfestinga nýtur nokkuð fram í tímann. Bæjarfélagið var að ýmsu leyti vel búið undir áföllin í efnahagshruninu. Það sýndi sig ef til vill best í því hvað okkur tókst vel upp með þriggja milljarða króna skuldabréfaútboð til 10 ára nú í haust. Með því endurskipulögðum við efnahagsreikninginn og breyttum skammtímalánum í langtímalán. Það er borið traust til Kópavogsbæjar. Heildartekjur Kópavogsbæjar árið 2010 eru áætlaðar rúmir 18 milljarðar króna. Þar af er áætlað að skatttekjur nemi rúmum 13 milljörðum króna. Um 60% af skatttekjum fara til reksturs á fræðslusviði, rúm 8% í félagsþjónustu og rúm 10% til æskulýðs- og íþróttamála. Þótt reiknað sé með að atvinnuleysi í bænum aukist verða útsvarstekjur að öllum líkindum svipaðar milli ára vegna fjölgunar íbúa og samningsbundinna launahækkana. Ég er sérstaklega ánægður með þá miklu eindrægni og samhug þvert á flokka og þvert á hin mismunandi svið sem ríkti við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Bestur árangur næst þegar allir ná að stilla saman strengi sína, enda tilgangurinn einn og hinn sami, að tryggja velferð bæjarbúa. Hvort tveggja er í anda jólanna. Á jólum leggjum við niður deilur og lifum í sátt og samlyndi við allt og alla. Þegar á bjátar höfum við borið gæfu til að standa saman og hjálpast að. Í þeirri von að okkur auðnist að vinna okkur út úr sérhverjum vanda í anda þeirra hugsjóna sem jólahaldið minnir okkur á, árna ég Kópavogsbúum og landsmönnum öllum allra heilla, gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Gunnsteinn Sigurðsson skrifar umfjárhagsáætlun Kópavogsbæjar Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 er ábyrg og raunhæf. Við hömlum auknum kostnaði en stöndum áfram vörð um grunnþjónustu og velferðarmál. Þetta hefur verið leiðarstefið í undirbúningi fjárhagsáætlunarinnar sem lögð var fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn á fimmtudaginn var. Samkvæmt henni verður 25 milljóna króna rekstrarafgangur. Þrátt fyrir erfitt árferði er reiknað með að bæjarsjóður verði rekinn réttu megin við núllið. Áætlunin er afrakstur náins þverpólitísks samstarfs í bæjarstjórn auk víðtæks samráðs innan bæjarkerfisins. Í stað þess að beita niðurskurðarhnífi harkalega á stærstu útgjaldaliðina í rekstri bæjarfélagsins var farið í saumana á allri starfseminni til að finna leiðir til hagræðingar svo að það kæmi sem minnst niður á þjónustunni við bæjarbúa. Margt smátt gerir eitt stórt eins og þar stendur. Áætlunin gerir raunar ráð fyrir auknum framlögum til fræðslusviðs og félagsþjónustu með hliðsjón af ástandi þjóðmála. Engu að síður var gerð jafnrík krafa um hagræðingu á þeim sviðum og öðrum til að fjármagnið nýtist sem best bæjarbúum í hag. Ekki verður komist hjá gjaldskrárbreytingum en þeim verður stillt í hóf og þær verða innan marka almennra verðlagshækkana. Í sumum tilvikum breytist afgreiðslutími stofnana. Við beitum auknu aðhaldi og þar af leiðandi verður sveigjanleiki, sem menn nutu í góðærinu, að sjálfsögðu minni, en þrátt fyrir það höldum við áfram að bjóða góða þjónustu. Viðleitnin er ávallt sú að draga ekki saman nema þar sem nákvæm athugun bendir til að það komi síst að sök. Framkvæmdum verður haldið í lágmarki en þó þannig að öllu nauðsynlegu viðhaldi verður sinnt. Lokið verður við Hörðuvallaskóla á vormánuðum og í Boðaþingi verður lokið við 44 hjúkrunarrými í samvinnu við ríkið. Hrafnista mun reka þau og þar verður einnig félagsmiðstöð fyrir eldri borgara. Kópavogur hefur vaxið ört og mikið á undanförnum árum og þeirra fjárfestinga nýtur nokkuð fram í tímann. Bæjarfélagið var að ýmsu leyti vel búið undir áföllin í efnahagshruninu. Það sýndi sig ef til vill best í því hvað okkur tókst vel upp með þriggja milljarða króna skuldabréfaútboð til 10 ára nú í haust. Með því endurskipulögðum við efnahagsreikninginn og breyttum skammtímalánum í langtímalán. Það er borið traust til Kópavogsbæjar. Heildartekjur Kópavogsbæjar árið 2010 eru áætlaðar rúmir 18 milljarðar króna. Þar af er áætlað að skatttekjur nemi rúmum 13 milljörðum króna. Um 60% af skatttekjum fara til reksturs á fræðslusviði, rúm 8% í félagsþjónustu og rúm 10% til æskulýðs- og íþróttamála. Þótt reiknað sé með að atvinnuleysi í bænum aukist verða útsvarstekjur að öllum líkindum svipaðar milli ára vegna fjölgunar íbúa og samningsbundinna launahækkana. Ég er sérstaklega ánægður með þá miklu eindrægni og samhug þvert á flokka og þvert á hin mismunandi svið sem ríkti við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Bestur árangur næst þegar allir ná að stilla saman strengi sína, enda tilgangurinn einn og hinn sami, að tryggja velferð bæjarbúa. Hvort tveggja er í anda jólanna. Á jólum leggjum við niður deilur og lifum í sátt og samlyndi við allt og alla. Þegar á bjátar höfum við borið gæfu til að standa saman og hjálpast að. Í þeirri von að okkur auðnist að vinna okkur út úr sérhverjum vanda í anda þeirra hugsjóna sem jólahaldið minnir okkur á, árna ég Kópavogsbúum og landsmönnum öllum allra heilla, gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar