Erlent

Michael Jackson látinn

Michael Jackson í blóma lífsins framan á plötunni Thriller.
Michael Jackson í blóma lífsins framan á plötunni Thriller.
Poppstjarnan Michael Jackson er látinn, fimmtíu ára að aldri.

Á slúðurvefnum TMZ kemur fram að Jackson hafi fengið hjartastopp fyrr í kvöld að heimili sínu í Los Angeles. Hann var að sögn látinn þegar sjúkraliðar komu og tókst þeim ekki að blása í hann lífi.

Fjallað er um lát Jacksons á öllum helstu fréttamiðlum heims. LA Times hefur nú staðfestar heimildir fyrir láti Jacksons, en framan af kvöldi hafði ekkert fengist staðfest um málið.

Jackson skilur eftir sig þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×