Innlent

Kröfufundur á Austuvelli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýja Ísland blása til kröfufundar á Austurvelli í dag. Þar verður tregðu stjórnvalda og aðgerðarleysi varðandi lánakjör heimilanna mótmælt.

„Það er kominn tími til að stjórnvöld bregðist við kröfum samtakanna um réttlátar og sanngjarnar leiðréttingar, bremsu á frekara tjón og tímasetta áætlun um afnám verðtryggingar hið allra fyrsta," segir í tilkynningu.

Á þessum síðasta kröfufundi fyrir jól mun Bjarki Steingrímsson stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður félagsins flytja ræðu, Kristján Hreinsson flyjtja ljóð og Ellen Kristjánsdóttir syngja. Fundarstjóri verður Lúðvík Lúðvíksson, frá samtökunum Nýtt Ísland, en fundurinn hefst klukkan 15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×