Erlent

Lögreglan leitar læknis Michael Jackson's

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Michael Jackson
Michael Jackson
Lögreglan í Los Angeles leitar nú að týndum lækni Michael Jackson's þar sem hún telur að hann geti gefið mikilvægar upplýsingar varðandi andlát söngvarans.

Samkvæmt heimildum Sky fréttaveitunnar á söngvarinn að hafa fengið daglega lyfjagjöf af verkjalyfinu Demerol sem hefur svipaða verkan og Morfín. Talið er mögulegt að poppgoðið hafi fengið of stóran skammt af lyfinu.

Lögreglan í Los Angeles reynir nú að yfirheyra lækninn sem bjó með popparanum og hafði umsjón með lyfjagjöf hans. Hún hefur hins vegar ekki haft erindi sem erfiði í að hafa uppi á lækninum þar sem hann virðist týndur og tröllum gefinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×