Sjóður Alcoa í Bandaríkjunum styrkir Háskólann á Akureyri 29. júní 2009 15:14 Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum, Alcoa Foundation, veitti í dag Háskólanum á Akureyri 52.500 dollara styrk, eða 6,7 milljónir kr. til að hrinda úr vör nýsköpunarverkefni sem hefur hlotið heitið Norðursprotar. Í tilkynningu segir að Alcoa á Íslandi, Háskólinn á Akureyri og Impra á Nýsköpunarmiðstöð efndu síðla vetrar til samstarfs um þetta verkefni, sem er ætlað að styðja nýsköpunarhugmyndir einstaklinga í atvinnuleit á Norðausturlandi og geta leitt til frekari atvinnutækifæra í landshlutanum. Verkefnið Norðursprotar snýr að gerð viðskiptaáætlana og verður styrkurinn frá Samfélagssjóði Alcoa notaður til að standa undir kostnaði við gerð þeirra. Á þessu ári einbeitir sjóðurinn sér að verkefnum á Íslandi sem ýmist auðvelda einstaklingum lífið í kreppunni eða hvetja fólk til þátttöku í uppbyggjandi starfi og samveru. Sjóðurinn veitti Hjálparstarfi kirkjunnar styrk í upphafi þessa árs, en hann rann til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna atvinnumissis og kreppu. Að þessu sinni var ákveðið að styðja nýsköpun sem kann að leiða til fjölgunar starfa. Samstarfið felur í sér að verkefnastjórar Impru á Nýsköpunarmiðstöð veita einstaklingunum ráðgjöf við framsetningu og ritun viðskiptaáætlana sinna og kennarar við viðskipta- og raunvísindadeild HA leggja einnig sitt af mörkum eftir því sem þörf krefur. Þá verður matsnefnd sem útdeilir styrknum skipuð fólki frá Háskólanum á Akureyri, Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Alcoa Fjarðaáli. Það var Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi sagði við afhendinguna að það væri sérstakt ánægjuefni að sjóðurinn hefði ákveðið að styrkja nýsköpun og uppbyggingu á Norðausturlandi með þessum hætti og sagðist vona að framlagið stuðlaði að frekari uppbyggingu svæðisins. Þorsteinn Gunnarsson, sem lætur af starfi rektors við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin eftir 15 ára farsælan feril, sagði styrkinn koma í mjög góðar þarfir við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu sem hefur orðið fyrir áföllum í kjölfar efnahagshrunsins. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum, Alcoa Foundation, veitti í dag Háskólanum á Akureyri 52.500 dollara styrk, eða 6,7 milljónir kr. til að hrinda úr vör nýsköpunarverkefni sem hefur hlotið heitið Norðursprotar. Í tilkynningu segir að Alcoa á Íslandi, Háskólinn á Akureyri og Impra á Nýsköpunarmiðstöð efndu síðla vetrar til samstarfs um þetta verkefni, sem er ætlað að styðja nýsköpunarhugmyndir einstaklinga í atvinnuleit á Norðausturlandi og geta leitt til frekari atvinnutækifæra í landshlutanum. Verkefnið Norðursprotar snýr að gerð viðskiptaáætlana og verður styrkurinn frá Samfélagssjóði Alcoa notaður til að standa undir kostnaði við gerð þeirra. Á þessu ári einbeitir sjóðurinn sér að verkefnum á Íslandi sem ýmist auðvelda einstaklingum lífið í kreppunni eða hvetja fólk til þátttöku í uppbyggjandi starfi og samveru. Sjóðurinn veitti Hjálparstarfi kirkjunnar styrk í upphafi þessa árs, en hann rann til þeirra sem eiga um sárt að binda vegna atvinnumissis og kreppu. Að þessu sinni var ákveðið að styðja nýsköpun sem kann að leiða til fjölgunar starfa. Samstarfið felur í sér að verkefnastjórar Impru á Nýsköpunarmiðstöð veita einstaklingunum ráðgjöf við framsetningu og ritun viðskiptaáætlana sinna og kennarar við viðskipta- og raunvísindadeild HA leggja einnig sitt af mörkum eftir því sem þörf krefur. Þá verður matsnefnd sem útdeilir styrknum skipuð fólki frá Háskólanum á Akureyri, Impru á Nýsköpunarmiðstöð og Alcoa Fjarðaáli. Það var Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi sagði við afhendinguna að það væri sérstakt ánægjuefni að sjóðurinn hefði ákveðið að styrkja nýsköpun og uppbyggingu á Norðausturlandi með þessum hætti og sagðist vona að framlagið stuðlaði að frekari uppbyggingu svæðisins. Þorsteinn Gunnarsson, sem lætur af starfi rektors við Háskólann á Akureyri um mánaðamótin eftir 15 ára farsælan feril, sagði styrkinn koma í mjög góðar þarfir við uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu sem hefur orðið fyrir áföllum í kjölfar efnahagshrunsins.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira