Enski boltinn

Ótrúlegur sigur hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn United fagna einu af fimm mörkum sínum.
Leikmenn United fagna einu af fimm mörkum sínum. Nordic Photos/Getty Images

Man. Utd skaust aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar með lygilegum sigri á Tottenham, 5-2, á Old Trafford. Spurs var 0-2 yfir í leikhléi en United-strákarnir svöruðu með fimm mörkum í síðari hálfleik.

Darren Bent og Luka Modric skoruðu mörk Tottenham í fyrri hálfleik.  Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo skoruðu báðir tvö mörk fyrir United og gamli Spurs-maðurinn, Dimitar Berbatov, rak síðasta naglann í kistu Spurs.

United því með þriggja stiga forskot á toppnum og á þess utan einn leik inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×