Rósrauðir leigubílar 2. september 2009 06:00 Franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say (1767-1832) varð frægur fyrir það á sínum tíma að setja fram lögmál sem síðan hefur verið við hann kennt og kallað „Say-lögmálið“. Hljóðar það svo, að atvinnuleysi sé alls ekki til. Ef menn missi vinnu í einni atvinnugrein hljóti þeir að fá vinnu aftur í einhverri annarri atvinnugrein. Þetta sannaði hann með svo skörpum rökum að margir hagfræðingar, ef ekki velflestir, hafa látið sannfærast æ síðan. Af þessu lögmáli leiðir svo jafnframt að ef menn ganga atvinnulausir sé það einungis þeim sjálfum að kenna, þeir nenni ekki að vinna. Þetta hef ég margoft heyrt í kringum mig hér á meginlandinu, ekki síst síðan kreppan hófst: það er nóga vinnu að fá ef menn vilja, er sagt. Og því er oft bætt við, að vandamálið sé að atvinnuleysisbætur séu allt of háar, þær geri að verkum að það borgi sig ekki að vinna, þær auki einungis leti og ómennsku og dragi úr sjálfsbjörgunarviðleitni; best væri að afnema þær með öllu. @Megin-Ol Idag 8,3p :Góðviljaðir hagfræðingar viðurkenna reyndar, að stundum geti litið svo út að þetta lögmál sé rangt, menn finni hvergi neina vinnu, en því er svo bætt við, að sé litið til eilítið lengri tíma sé Say-lögmálið óbrigðult. Og svo sé það að sjálfsögðu útsjónarsemin sem gildi, vinnan sé á næstu grösum en menn komi ekki auga á hana, kannske af því þeir séu bundnir um of við einhverjar þröngar hugmyndir eða geri alltof háar kröfur. Dæmi um slíka tregðu hafa menn séð í Frakklandi: þegar verksmiðja var lögð niður og flutt til Rúmeníu og starfsmönnum hennar boðið að fara til óðals Drakúla og vinna þar við nýju verksmiðjuna upp á rúmensk laun, höfnuðu margir þessu ágæta boði og vildu heldur sitja atvinnulausir í Frakklandi. Þó var fullyrt að í Rúmeníu gætu menn lifað ágætu lífi á rúmenskum launum. Og með alþjóðavæðingunni opnast endalausir möguleikar, sagt er að maður sem sagt er upp skurðlæknisstarfi við sjúkrahús í París geti auðveldlega fundið vinnu sem pizzusendill á Hokkaído. En mesta útsjónarsemin er þó fólgin í því – og um það snýst Say-lögmálið ekki síst – að búa til atvinnu þar sem engin atvinna hefur áður verið til, sem sé finna rétta tækifærið til að skapa nýja atvinnugrein. Þetta hafa nú nokkrar konur gert í París, reyndar samkvæmt hugmynd sem virðist hafa legið í loftinu víðar: þær hafa sem sé farið að gera út leigubíla sem eru einungis ætlaðir konum. Þessir fararskjótar hafa hlotið nafnið „rósrauðu leigubílarnir“ og að sjálfsögðu eru það einungis konur sem þar sitja við stýri. Samkvæmt þeirri málfarsreglu sem er ófrávíkjanleg í Frakklandi, en síður á Íslandi að því er virðist, og mælir svo fyrir að þegar kona hefur eitthvert starf með höndum skuli starfsheitið jafnan vera í kvenkyni, ættu þessar konur að vera kallaðar „bílstýrur“ á voru máli, og er það óneitanlega fagurt og hljómmikið nafn, en alþjóðavæðingarinnar vegna heita þær „lady drivers“ í París. Til þess að fá þessa stöðu þurfa konurnar að þekkja borgina út og inn, ekki einungis eins og venjulegir leigubílstjórar gera, heldur þurfa þær að vita um alla þá staði sem konur hafa sérstakan áhuga á og karlmönnum eru yfirleitt framandi, svo sem kvennaverslanir, snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkt; þær þurfa sem sé að sjá stórborgina með augum kvenna. Og þær eru vel klæddar með rauðan hálsklút, það er einkennismerkið. „Rósrauðu leigubílarnir“ eru af ýmsum tegundum og verðið mismunandi eftir því, en þeir eru með steindum rúðum og, eins og segir í auglýsingum, „kvennaveröld með dempuðu hljóði, geislandi af þægindum og öryggi“. Boðið er upp á allskyns þjónustu, ellefu klukkustunda búðarferðadag fyrir 500 evrur, akstur út á flugvöll fyrir 100 evrur, og biðgjald við veitingastaði eða verslanir er 50 evrur á tímann. En hverjum eru þessir „rósrauðu leigubílar“ ætlaðir? Hingað til munu franskar konur hafa komist nokkuð sæmilega af án þeirra, og jafnvel ferðakonur líka. En snilldin hjá þeim sem gripu þessa ágætu hugmynd í loftinu var fólgin í því að þær áttuðu sig á því að nú var kominn til sögunnar alveg nýr markaður. Nú streyma nefnilega til hinnar rótgrónu tískuborgar alls kyns emírar og olíufurstar og hver um sig hefur með sér þær fjórar eiginkonur sem Kóraninn heimilar, kannske fáeinar hjákonur líka, svo og mikinn dætraskara sem þeir hafa átt með öllum þessum konum. Og svo hafa emírarnir með sér vesíra og þeir hafa jafnmargar konur með sér, o.s.frv. Allar þessar konur hafa sinn ríkulega skerf af olíuauðnum, og eru fúsar til að versla fyrir hann, en til þess að þær fái að ganga lausar í borg hinna vantrúuðu þarf alls öryggis að vera gætt. Og þar koma „rósrauðu leigubílarnir“ til sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say (1767-1832) varð frægur fyrir það á sínum tíma að setja fram lögmál sem síðan hefur verið við hann kennt og kallað „Say-lögmálið“. Hljóðar það svo, að atvinnuleysi sé alls ekki til. Ef menn missi vinnu í einni atvinnugrein hljóti þeir að fá vinnu aftur í einhverri annarri atvinnugrein. Þetta sannaði hann með svo skörpum rökum að margir hagfræðingar, ef ekki velflestir, hafa látið sannfærast æ síðan. Af þessu lögmáli leiðir svo jafnframt að ef menn ganga atvinnulausir sé það einungis þeim sjálfum að kenna, þeir nenni ekki að vinna. Þetta hef ég margoft heyrt í kringum mig hér á meginlandinu, ekki síst síðan kreppan hófst: það er nóga vinnu að fá ef menn vilja, er sagt. Og því er oft bætt við, að vandamálið sé að atvinnuleysisbætur séu allt of háar, þær geri að verkum að það borgi sig ekki að vinna, þær auki einungis leti og ómennsku og dragi úr sjálfsbjörgunarviðleitni; best væri að afnema þær með öllu. @Megin-Ol Idag 8,3p :Góðviljaðir hagfræðingar viðurkenna reyndar, að stundum geti litið svo út að þetta lögmál sé rangt, menn finni hvergi neina vinnu, en því er svo bætt við, að sé litið til eilítið lengri tíma sé Say-lögmálið óbrigðult. Og svo sé það að sjálfsögðu útsjónarsemin sem gildi, vinnan sé á næstu grösum en menn komi ekki auga á hana, kannske af því þeir séu bundnir um of við einhverjar þröngar hugmyndir eða geri alltof háar kröfur. Dæmi um slíka tregðu hafa menn séð í Frakklandi: þegar verksmiðja var lögð niður og flutt til Rúmeníu og starfsmönnum hennar boðið að fara til óðals Drakúla og vinna þar við nýju verksmiðjuna upp á rúmensk laun, höfnuðu margir þessu ágæta boði og vildu heldur sitja atvinnulausir í Frakklandi. Þó var fullyrt að í Rúmeníu gætu menn lifað ágætu lífi á rúmenskum launum. Og með alþjóðavæðingunni opnast endalausir möguleikar, sagt er að maður sem sagt er upp skurðlæknisstarfi við sjúkrahús í París geti auðveldlega fundið vinnu sem pizzusendill á Hokkaído. En mesta útsjónarsemin er þó fólgin í því – og um það snýst Say-lögmálið ekki síst – að búa til atvinnu þar sem engin atvinna hefur áður verið til, sem sé finna rétta tækifærið til að skapa nýja atvinnugrein. Þetta hafa nú nokkrar konur gert í París, reyndar samkvæmt hugmynd sem virðist hafa legið í loftinu víðar: þær hafa sem sé farið að gera út leigubíla sem eru einungis ætlaðir konum. Þessir fararskjótar hafa hlotið nafnið „rósrauðu leigubílarnir“ og að sjálfsögðu eru það einungis konur sem þar sitja við stýri. Samkvæmt þeirri málfarsreglu sem er ófrávíkjanleg í Frakklandi, en síður á Íslandi að því er virðist, og mælir svo fyrir að þegar kona hefur eitthvert starf með höndum skuli starfsheitið jafnan vera í kvenkyni, ættu þessar konur að vera kallaðar „bílstýrur“ á voru máli, og er það óneitanlega fagurt og hljómmikið nafn, en alþjóðavæðingarinnar vegna heita þær „lady drivers“ í París. Til þess að fá þessa stöðu þurfa konurnar að þekkja borgina út og inn, ekki einungis eins og venjulegir leigubílstjórar gera, heldur þurfa þær að vita um alla þá staði sem konur hafa sérstakan áhuga á og karlmönnum eru yfirleitt framandi, svo sem kvennaverslanir, snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkt; þær þurfa sem sé að sjá stórborgina með augum kvenna. Og þær eru vel klæddar með rauðan hálsklút, það er einkennismerkið. „Rósrauðu leigubílarnir“ eru af ýmsum tegundum og verðið mismunandi eftir því, en þeir eru með steindum rúðum og, eins og segir í auglýsingum, „kvennaveröld með dempuðu hljóði, geislandi af þægindum og öryggi“. Boðið er upp á allskyns þjónustu, ellefu klukkustunda búðarferðadag fyrir 500 evrur, akstur út á flugvöll fyrir 100 evrur, og biðgjald við veitingastaði eða verslanir er 50 evrur á tímann. En hverjum eru þessir „rósrauðu leigubílar“ ætlaðir? Hingað til munu franskar konur hafa komist nokkuð sæmilega af án þeirra, og jafnvel ferðakonur líka. En snilldin hjá þeim sem gripu þessa ágætu hugmynd í loftinu var fólgin í því að þær áttuðu sig á því að nú var kominn til sögunnar alveg nýr markaður. Nú streyma nefnilega til hinnar rótgrónu tískuborgar alls kyns emírar og olíufurstar og hver um sig hefur með sér þær fjórar eiginkonur sem Kóraninn heimilar, kannske fáeinar hjákonur líka, svo og mikinn dætraskara sem þeir hafa átt með öllum þessum konum. Og svo hafa emírarnir með sér vesíra og þeir hafa jafnmargar konur með sér, o.s.frv. Allar þessar konur hafa sinn ríkulega skerf af olíuauðnum, og eru fúsar til að versla fyrir hann, en til þess að þær fái að ganga lausar í borg hinna vantrúuðu þarf alls öryggis að vera gætt. Og þar koma „rósrauðu leigubílarnir“ til sögunnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar