Rósrauðir leigubílar 2. september 2009 06:00 Franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say (1767-1832) varð frægur fyrir það á sínum tíma að setja fram lögmál sem síðan hefur verið við hann kennt og kallað „Say-lögmálið“. Hljóðar það svo, að atvinnuleysi sé alls ekki til. Ef menn missi vinnu í einni atvinnugrein hljóti þeir að fá vinnu aftur í einhverri annarri atvinnugrein. Þetta sannaði hann með svo skörpum rökum að margir hagfræðingar, ef ekki velflestir, hafa látið sannfærast æ síðan. Af þessu lögmáli leiðir svo jafnframt að ef menn ganga atvinnulausir sé það einungis þeim sjálfum að kenna, þeir nenni ekki að vinna. Þetta hef ég margoft heyrt í kringum mig hér á meginlandinu, ekki síst síðan kreppan hófst: það er nóga vinnu að fá ef menn vilja, er sagt. Og því er oft bætt við, að vandamálið sé að atvinnuleysisbætur séu allt of háar, þær geri að verkum að það borgi sig ekki að vinna, þær auki einungis leti og ómennsku og dragi úr sjálfsbjörgunarviðleitni; best væri að afnema þær með öllu. @Megin-Ol Idag 8,3p :Góðviljaðir hagfræðingar viðurkenna reyndar, að stundum geti litið svo út að þetta lögmál sé rangt, menn finni hvergi neina vinnu, en því er svo bætt við, að sé litið til eilítið lengri tíma sé Say-lögmálið óbrigðult. Og svo sé það að sjálfsögðu útsjónarsemin sem gildi, vinnan sé á næstu grösum en menn komi ekki auga á hana, kannske af því þeir séu bundnir um of við einhverjar þröngar hugmyndir eða geri alltof háar kröfur. Dæmi um slíka tregðu hafa menn séð í Frakklandi: þegar verksmiðja var lögð niður og flutt til Rúmeníu og starfsmönnum hennar boðið að fara til óðals Drakúla og vinna þar við nýju verksmiðjuna upp á rúmensk laun, höfnuðu margir þessu ágæta boði og vildu heldur sitja atvinnulausir í Frakklandi. Þó var fullyrt að í Rúmeníu gætu menn lifað ágætu lífi á rúmenskum launum. Og með alþjóðavæðingunni opnast endalausir möguleikar, sagt er að maður sem sagt er upp skurðlæknisstarfi við sjúkrahús í París geti auðveldlega fundið vinnu sem pizzusendill á Hokkaído. En mesta útsjónarsemin er þó fólgin í því – og um það snýst Say-lögmálið ekki síst – að búa til atvinnu þar sem engin atvinna hefur áður verið til, sem sé finna rétta tækifærið til að skapa nýja atvinnugrein. Þetta hafa nú nokkrar konur gert í París, reyndar samkvæmt hugmynd sem virðist hafa legið í loftinu víðar: þær hafa sem sé farið að gera út leigubíla sem eru einungis ætlaðir konum. Þessir fararskjótar hafa hlotið nafnið „rósrauðu leigubílarnir“ og að sjálfsögðu eru það einungis konur sem þar sitja við stýri. Samkvæmt þeirri málfarsreglu sem er ófrávíkjanleg í Frakklandi, en síður á Íslandi að því er virðist, og mælir svo fyrir að þegar kona hefur eitthvert starf með höndum skuli starfsheitið jafnan vera í kvenkyni, ættu þessar konur að vera kallaðar „bílstýrur“ á voru máli, og er það óneitanlega fagurt og hljómmikið nafn, en alþjóðavæðingarinnar vegna heita þær „lady drivers“ í París. Til þess að fá þessa stöðu þurfa konurnar að þekkja borgina út og inn, ekki einungis eins og venjulegir leigubílstjórar gera, heldur þurfa þær að vita um alla þá staði sem konur hafa sérstakan áhuga á og karlmönnum eru yfirleitt framandi, svo sem kvennaverslanir, snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkt; þær þurfa sem sé að sjá stórborgina með augum kvenna. Og þær eru vel klæddar með rauðan hálsklút, það er einkennismerkið. „Rósrauðu leigubílarnir“ eru af ýmsum tegundum og verðið mismunandi eftir því, en þeir eru með steindum rúðum og, eins og segir í auglýsingum, „kvennaveröld með dempuðu hljóði, geislandi af þægindum og öryggi“. Boðið er upp á allskyns þjónustu, ellefu klukkustunda búðarferðadag fyrir 500 evrur, akstur út á flugvöll fyrir 100 evrur, og biðgjald við veitingastaði eða verslanir er 50 evrur á tímann. En hverjum eru þessir „rósrauðu leigubílar“ ætlaðir? Hingað til munu franskar konur hafa komist nokkuð sæmilega af án þeirra, og jafnvel ferðakonur líka. En snilldin hjá þeim sem gripu þessa ágætu hugmynd í loftinu var fólgin í því að þær áttuðu sig á því að nú var kominn til sögunnar alveg nýr markaður. Nú streyma nefnilega til hinnar rótgrónu tískuborgar alls kyns emírar og olíufurstar og hver um sig hefur með sér þær fjórar eiginkonur sem Kóraninn heimilar, kannske fáeinar hjákonur líka, svo og mikinn dætraskara sem þeir hafa átt með öllum þessum konum. Og svo hafa emírarnir með sér vesíra og þeir hafa jafnmargar konur með sér, o.s.frv. Allar þessar konur hafa sinn ríkulega skerf af olíuauðnum, og eru fúsar til að versla fyrir hann, en til þess að þær fái að ganga lausar í borg hinna vantrúuðu þarf alls öryggis að vera gætt. Og þar koma „rósrauðu leigubílarnir“ til sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say (1767-1832) varð frægur fyrir það á sínum tíma að setja fram lögmál sem síðan hefur verið við hann kennt og kallað „Say-lögmálið“. Hljóðar það svo, að atvinnuleysi sé alls ekki til. Ef menn missi vinnu í einni atvinnugrein hljóti þeir að fá vinnu aftur í einhverri annarri atvinnugrein. Þetta sannaði hann með svo skörpum rökum að margir hagfræðingar, ef ekki velflestir, hafa látið sannfærast æ síðan. Af þessu lögmáli leiðir svo jafnframt að ef menn ganga atvinnulausir sé það einungis þeim sjálfum að kenna, þeir nenni ekki að vinna. Þetta hef ég margoft heyrt í kringum mig hér á meginlandinu, ekki síst síðan kreppan hófst: það er nóga vinnu að fá ef menn vilja, er sagt. Og því er oft bætt við, að vandamálið sé að atvinnuleysisbætur séu allt of háar, þær geri að verkum að það borgi sig ekki að vinna, þær auki einungis leti og ómennsku og dragi úr sjálfsbjörgunarviðleitni; best væri að afnema þær með öllu. @Megin-Ol Idag 8,3p :Góðviljaðir hagfræðingar viðurkenna reyndar, að stundum geti litið svo út að þetta lögmál sé rangt, menn finni hvergi neina vinnu, en því er svo bætt við, að sé litið til eilítið lengri tíma sé Say-lögmálið óbrigðult. Og svo sé það að sjálfsögðu útsjónarsemin sem gildi, vinnan sé á næstu grösum en menn komi ekki auga á hana, kannske af því þeir séu bundnir um of við einhverjar þröngar hugmyndir eða geri alltof háar kröfur. Dæmi um slíka tregðu hafa menn séð í Frakklandi: þegar verksmiðja var lögð niður og flutt til Rúmeníu og starfsmönnum hennar boðið að fara til óðals Drakúla og vinna þar við nýju verksmiðjuna upp á rúmensk laun, höfnuðu margir þessu ágæta boði og vildu heldur sitja atvinnulausir í Frakklandi. Þó var fullyrt að í Rúmeníu gætu menn lifað ágætu lífi á rúmenskum launum. Og með alþjóðavæðingunni opnast endalausir möguleikar, sagt er að maður sem sagt er upp skurðlæknisstarfi við sjúkrahús í París geti auðveldlega fundið vinnu sem pizzusendill á Hokkaído. En mesta útsjónarsemin er þó fólgin í því – og um það snýst Say-lögmálið ekki síst – að búa til atvinnu þar sem engin atvinna hefur áður verið til, sem sé finna rétta tækifærið til að skapa nýja atvinnugrein. Þetta hafa nú nokkrar konur gert í París, reyndar samkvæmt hugmynd sem virðist hafa legið í loftinu víðar: þær hafa sem sé farið að gera út leigubíla sem eru einungis ætlaðir konum. Þessir fararskjótar hafa hlotið nafnið „rósrauðu leigubílarnir“ og að sjálfsögðu eru það einungis konur sem þar sitja við stýri. Samkvæmt þeirri málfarsreglu sem er ófrávíkjanleg í Frakklandi, en síður á Íslandi að því er virðist, og mælir svo fyrir að þegar kona hefur eitthvert starf með höndum skuli starfsheitið jafnan vera í kvenkyni, ættu þessar konur að vera kallaðar „bílstýrur“ á voru máli, og er það óneitanlega fagurt og hljómmikið nafn, en alþjóðavæðingarinnar vegna heita þær „lady drivers“ í París. Til þess að fá þessa stöðu þurfa konurnar að þekkja borgina út og inn, ekki einungis eins og venjulegir leigubílstjórar gera, heldur þurfa þær að vita um alla þá staði sem konur hafa sérstakan áhuga á og karlmönnum eru yfirleitt framandi, svo sem kvennaverslanir, snyrtistofur, hárgreiðslustofur og slíkt; þær þurfa sem sé að sjá stórborgina með augum kvenna. Og þær eru vel klæddar með rauðan hálsklút, það er einkennismerkið. „Rósrauðu leigubílarnir“ eru af ýmsum tegundum og verðið mismunandi eftir því, en þeir eru með steindum rúðum og, eins og segir í auglýsingum, „kvennaveröld með dempuðu hljóði, geislandi af þægindum og öryggi“. Boðið er upp á allskyns þjónustu, ellefu klukkustunda búðarferðadag fyrir 500 evrur, akstur út á flugvöll fyrir 100 evrur, og biðgjald við veitingastaði eða verslanir er 50 evrur á tímann. En hverjum eru þessir „rósrauðu leigubílar“ ætlaðir? Hingað til munu franskar konur hafa komist nokkuð sæmilega af án þeirra, og jafnvel ferðakonur líka. En snilldin hjá þeim sem gripu þessa ágætu hugmynd í loftinu var fólgin í því að þær áttuðu sig á því að nú var kominn til sögunnar alveg nýr markaður. Nú streyma nefnilega til hinnar rótgrónu tískuborgar alls kyns emírar og olíufurstar og hver um sig hefur með sér þær fjórar eiginkonur sem Kóraninn heimilar, kannske fáeinar hjákonur líka, svo og mikinn dætraskara sem þeir hafa átt með öllum þessum konum. Og svo hafa emírarnir með sér vesíra og þeir hafa jafnmargar konur með sér, o.s.frv. Allar þessar konur hafa sinn ríkulega skerf af olíuauðnum, og eru fúsar til að versla fyrir hann, en til þess að þær fái að ganga lausar í borg hinna vantrúuðu þarf alls öryggis að vera gætt. Og þar koma „rósrauðu leigubílarnir“ til sögunnar.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun