Erlent

Stoltenberg sigraði

Persónutöfrar Jens Stoltenberg skiptu sköpum í þingkosningunum.
Persónutöfrar Jens Stoltenberg skiptu sköpum í þingkosningunum. MYND/GETTYIMAGES
Þegar búið er að telja tæp 99% atkvæða í þingkosningunum í Noregi er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur bætt við sig þremur þingmönnum. Flokkurinn undir forystu Jens Stoltenberg heldur því velli en það hefur ekki gerst í landinu í 16 ár.

Fyrir kosningarnar var talið að þær yrðu nokkuð tvísýnar en vinsældir Stoltenbergs voru taldar duga til þess að tryggja Verkamannaflokknum sigur. Niðurstaðan er mikið fagnaðarefni fyrir flokkinn sem bætir við sig þremur þingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×