Innlent

Lögreglumenn hefðu ekki getað gert betur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Mynd/ GVA.
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Mynd/ GVA.
„Lögreglumenn stóðu sig mjög vel í alveg sérstaklega óvenjulegum aðstæðum og ég tel að það hefði ekki verið hægt að gera þetta betur," sagði Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra um framgöngu lögreglumanna í mótmælunum eftir bankahrunið.

Á Alþingi í dag innti Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dómsmálaráðherra eftir viðbrögðum hennar við þeim orðum Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra að lögreglumenn hefðu verið í hefndaraðgerðum þegar mótmælin stóðu yfir.

Ragna sagðist ekki telja að lögreglan hafi verið í hefndarhug með aðgerðum sínum mótmælunum. Hún sagði að lögregla hefði mjög vandasöm verk fyrir höndum. Til þess þyrfti að hugsa við gerð fjárlaga. Það mætti ekki skera þannig niður að lögreglan gæti ekki sinnt grunnþjónustu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×