Erlent

Gordon Brown á útleið

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Breski Íhaldsflokkurinn gæti fengið meira en eitthundrað sæta meirihluta á þingi í kosningunum á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag. Könnunin var gerð fyrir breska blaðið The Guardian.

Samkvæmt könnuninni er stuðningur við Íhaldsflokkinn 44 prósent og við Verkamannaflokkinn 27 prósent.

Næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn Frjálslyndir Demokratar nýtur 18 prósenta stuðnings.

Íhaldsflokkurinn hefur komið betur út úr skoðanakönnunum en Verkamannaflokkurinn allt þetta ár, . Þingkosningar í Bretlandi verða í síðasta lagi í júní á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×