Góðverkadagur, gott innlegg í gleðibankann Hörður Zóphaníasson skrifar 18. febrúar 2009 13:10 Góðverkin eru gull í samskiptum manna. Að gera öðrum greiða - liðsinna öðrum í einhverjum vanda - er að vera góður við sjálfan sig. Þá verður til innlegg í gleðibankann, þar sem viðkomandi er bæði bankastjóri og bankaeigandi. Það að ganga um í veröldinni vakandi og með augun opin, sjá tækifærin til að verða öðrum að líði í stóru eða smáu, og nota þau, - það gefur gull í hjartasjóðinn og styrkir stöðuna í eigin gleðibanka. Glaður maður er góður þegn, gagnlegur samfélaginu, ekki síst á krepputímum á dimmum dögum atvinnuleysis og harðræðis. Hann er ljós í myrkrinu, afl í vonleysinu, auður í allsleysunni. Varla mun vera til svo fátækur maður í veröldinni, að hann hafi ekki einhvern tíma gert góðverk, fundið ylinn og ánægjuna sem hverju góðverki fylgir. Enginn maður er svo fátækur, að hann hafi ekki efni til góðverka. Góðverk getur falist í örlitlu brosi, skilningsríkum orðum eða hlýju handtaki. Góðverkið kemur báðum vel, þeim sem góðverkið þiggur og þeim sem góðverkið gerir. Góðverkið hefur alltaf verið sterkur þáttur í sjálfsuppeldi skátahreyfingarinnar. Litli ljósálfurinn eða ylfingurinn, sem var að stíga fyrstu sporin á skátabrautinni, lofaði í heiti sínu "að gera á hverjum degi eitthvað öðrum til gleði og hjálpar". Góðverkin urðu samferða hverjum einstökum skáta á skátaferlinum frá upphafi til enda. Í skátaheitinu er lofað að hjálpa öðrum, áminning um að góðverkin eru í fullu gildi hvar sem skátastarf fer fram. Þess vegna hefur skátinn langa og dýrmæta reynslu af því hvernig góðverkin gefa af sér gleði, hvernig þau auðga og efla fjársjóði hjartans og hamingjunnar. Nú vill íslenska skátahreyfingin fá þjóðina alla með sér á gönguleið góðverkanna og stuðla þannig að gleði og lífshamingju í samfélaginu. Það mun gagnast mörgum manni vel á tíma kreppu og atvinnuleysis. Þess vegna verða nú í ár haldnir sérstakir góðverkadagar um land allt með virkri þátttöku allra landsmanna, þeir fyrstu núna 16. til 22. febrúar. Þá mun fjöldi einstaklinga og skóla, félaga og fyrirtækja, starfshópa og stofnana eiga samleið í verkefninu "Góðverk dagsins", og sýna þannig náungakærleika í verki, samferðafólki vináttu, gleðja aðra og verða um leið sjálf eða sjálfur þáttakandi í gleðinni. Hver maður á sinn hjartasjóð, sinn gleðibanka. Hvert unnið góðverk er þar innlegg og aflgjafi. Góðverk eru gjaldmiðill gleði og samábyrgðar. Láttu ekki þitt eftir liggja, lesandi góður. Gerðu daga góðverkanna að þínum dögum. Gríptu tækifærið til að gera góðverk, að hjálpa öðrum. Verum öll samtaka og samstiga í að efla gleðibanka okkar og annarra með góðverkum dagsins. Hörður Zóphaníasson, fyrrum skátaforingi og skólastjóri í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Góðverkin eru gull í samskiptum manna. Að gera öðrum greiða - liðsinna öðrum í einhverjum vanda - er að vera góður við sjálfan sig. Þá verður til innlegg í gleðibankann, þar sem viðkomandi er bæði bankastjóri og bankaeigandi. Það að ganga um í veröldinni vakandi og með augun opin, sjá tækifærin til að verða öðrum að líði í stóru eða smáu, og nota þau, - það gefur gull í hjartasjóðinn og styrkir stöðuna í eigin gleðibanka. Glaður maður er góður þegn, gagnlegur samfélaginu, ekki síst á krepputímum á dimmum dögum atvinnuleysis og harðræðis. Hann er ljós í myrkrinu, afl í vonleysinu, auður í allsleysunni. Varla mun vera til svo fátækur maður í veröldinni, að hann hafi ekki einhvern tíma gert góðverk, fundið ylinn og ánægjuna sem hverju góðverki fylgir. Enginn maður er svo fátækur, að hann hafi ekki efni til góðverka. Góðverk getur falist í örlitlu brosi, skilningsríkum orðum eða hlýju handtaki. Góðverkið kemur báðum vel, þeim sem góðverkið þiggur og þeim sem góðverkið gerir. Góðverkið hefur alltaf verið sterkur þáttur í sjálfsuppeldi skátahreyfingarinnar. Litli ljósálfurinn eða ylfingurinn, sem var að stíga fyrstu sporin á skátabrautinni, lofaði í heiti sínu "að gera á hverjum degi eitthvað öðrum til gleði og hjálpar". Góðverkin urðu samferða hverjum einstökum skáta á skátaferlinum frá upphafi til enda. Í skátaheitinu er lofað að hjálpa öðrum, áminning um að góðverkin eru í fullu gildi hvar sem skátastarf fer fram. Þess vegna hefur skátinn langa og dýrmæta reynslu af því hvernig góðverkin gefa af sér gleði, hvernig þau auðga og efla fjársjóði hjartans og hamingjunnar. Nú vill íslenska skátahreyfingin fá þjóðina alla með sér á gönguleið góðverkanna og stuðla þannig að gleði og lífshamingju í samfélaginu. Það mun gagnast mörgum manni vel á tíma kreppu og atvinnuleysis. Þess vegna verða nú í ár haldnir sérstakir góðverkadagar um land allt með virkri þátttöku allra landsmanna, þeir fyrstu núna 16. til 22. febrúar. Þá mun fjöldi einstaklinga og skóla, félaga og fyrirtækja, starfshópa og stofnana eiga samleið í verkefninu "Góðverk dagsins", og sýna þannig náungakærleika í verki, samferðafólki vináttu, gleðja aðra og verða um leið sjálf eða sjálfur þáttakandi í gleðinni. Hver maður á sinn hjartasjóð, sinn gleðibanka. Hvert unnið góðverk er þar innlegg og aflgjafi. Góðverk eru gjaldmiðill gleði og samábyrgðar. Láttu ekki þitt eftir liggja, lesandi góður. Gerðu daga góðverkanna að þínum dögum. Gríptu tækifærið til að gera góðverk, að hjálpa öðrum. Verum öll samtaka og samstiga í að efla gleðibanka okkar og annarra með góðverkum dagsins. Hörður Zóphaníasson, fyrrum skátaforingi og skólastjóri í Hafnarfirði
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar