Lambakjötsát helsta einkenni Íslendinga 2. janúar 2009 03:00 Flest okkar heita Jón eða Guðrún sem geta átt von á að eignast tvö börn á ævinni. fréttablaðið/þök Við Íslendingar vorum tæplega 320 þúsund talsins þann 1.desember síðastliðinn, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands sem vakir yfir okkur og auðveldar naflaskoðun með útgáfu ritsins Ísland í tölum 2008-2009. Undanfarin fjögur ár hefur fólksfjölgun verið óvenju mikil hér á landi. Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár voru landsmenn 319.756 í byrjun desember samanborið við 312.872 í fyrra. Þetta jafngildir því að íbúum hafi fjölgað um 2,2 prósent á einu ári. Jafnmikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi síðan um miðbik sjöunda áratugs 20. aldar og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafnmikil og hér. Við getum vænst þess að verða allra karla og kerlinga elst. Meðalævilengd kvenna er 83 ár en karla 79 ár. Við þetta keppa ekki vestrænar þjóðir. Við vinnum helst við að þjónusta hvert annað því níutíu prósent starfandi manna hafa lífsviðurværi af þjónustugreinum. Tvö prósent vinna við fiskveiðar og -vinnslu og svipaður fjöldi við landbúnað. Þrisvar sinnum fleiri vakna til starfa í fjármálaþjónustu. Það sem helst einkennir neysluvenjur okkar er heimsmet í lambakjötsáti sem aldrei verður slegið. Meðaljóninn borðar rúmlega 24 kíló af þessu sælgæti á ári og Norðmenn koma okkur næstir af Norðurlandaþjóðunum með rúm sex kíló. Af fiski borðum við 45 kíló og svipað af sykri, en grænmeti finnst okkur ekki eins gott og öðrum grönnum okkar. Við skolum þessu niður með gríðarlegu magni af gosdrykkjum en þá ekki síður bjór. Neysla hans hefur aukist úr 47 lítrum í áttatíu á áratug. Við eigum öll farsíma og bílaeignin er 662 á hverja þúsund Íslendinga. Við förum sjaldnar í bíó en við höfum yfirleitt gert á síðustu árum en leikhúsin njóta þess. Fjöldi áhorfenda var 259 þúsund á ári; fullum hundrað þúsundum fleiri en 1997. Við horfum líka meira á sjónvarp enda hefur útsendum klukkutímum sjónvarpsstöðvanna fjölgað úr 23 þúsund í 71 þúsund á tíu árum. Sumt breytist þó ekki, sama hvað við verðum mörg. Flatarmál landsins er og verður 103 þúsund ferkílómetrar og fiskveiðilandhelgin er 758 þúsund, sé sami mælikvarði notaður. Hvannadalshnúkur er hæstur og Öskjuvatn dýpst. Þjórsá er lengst og fossinn Glymur í Botnsá er hæstur. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira
Við Íslendingar vorum tæplega 320 þúsund talsins þann 1.desember síðastliðinn, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands sem vakir yfir okkur og auðveldar naflaskoðun með útgáfu ritsins Ísland í tölum 2008-2009. Undanfarin fjögur ár hefur fólksfjölgun verið óvenju mikil hér á landi. Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár voru landsmenn 319.756 í byrjun desember samanborið við 312.872 í fyrra. Þetta jafngildir því að íbúum hafi fjölgað um 2,2 prósent á einu ári. Jafnmikil fólksfjölgun hefur ekki orðið hér á landi síðan um miðbik sjöunda áratugs 20. aldar og í engu öðru Evrópulandi er fólksfjölgun jafnmikil og hér. Við getum vænst þess að verða allra karla og kerlinga elst. Meðalævilengd kvenna er 83 ár en karla 79 ár. Við þetta keppa ekki vestrænar þjóðir. Við vinnum helst við að þjónusta hvert annað því níutíu prósent starfandi manna hafa lífsviðurværi af þjónustugreinum. Tvö prósent vinna við fiskveiðar og -vinnslu og svipaður fjöldi við landbúnað. Þrisvar sinnum fleiri vakna til starfa í fjármálaþjónustu. Það sem helst einkennir neysluvenjur okkar er heimsmet í lambakjötsáti sem aldrei verður slegið. Meðaljóninn borðar rúmlega 24 kíló af þessu sælgæti á ári og Norðmenn koma okkur næstir af Norðurlandaþjóðunum með rúm sex kíló. Af fiski borðum við 45 kíló og svipað af sykri, en grænmeti finnst okkur ekki eins gott og öðrum grönnum okkar. Við skolum þessu niður með gríðarlegu magni af gosdrykkjum en þá ekki síður bjór. Neysla hans hefur aukist úr 47 lítrum í áttatíu á áratug. Við eigum öll farsíma og bílaeignin er 662 á hverja þúsund Íslendinga. Við förum sjaldnar í bíó en við höfum yfirleitt gert á síðustu árum en leikhúsin njóta þess. Fjöldi áhorfenda var 259 þúsund á ári; fullum hundrað þúsundum fleiri en 1997. Við horfum líka meira á sjónvarp enda hefur útsendum klukkutímum sjónvarpsstöðvanna fjölgað úr 23 þúsund í 71 þúsund á tíu árum. Sumt breytist þó ekki, sama hvað við verðum mörg. Flatarmál landsins er og verður 103 þúsund ferkílómetrar og fiskveiðilandhelgin er 758 þúsund, sé sami mælikvarði notaður. Hvannadalshnúkur er hæstur og Öskjuvatn dýpst. Þjórsá er lengst og fossinn Glymur í Botnsá er hæstur.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Sjá meira