Fyrirvara verður að setja Eiríkur Bergmann skrifar 8. júlí 2009 05:00 Einkum tvennt gerir vanda Icesave-samkomulagsins illviðráðanlegan; hvorki er hægt að samþykkja það né hafna því. Við höfnun segir Ísland sig úr lögum við alþjóðasamfélagið með hörmulegum afleiðingum en með því að samþykkja þann nauðasamning sem íslensk stjórnvöld hafa gert við Breta og Hollendinga er þjóðin í heild sinni lögð að veði langt inn í framtíðina. Og jafnvel þótt vísir menn séu flínkir með reikningsstokkinn sinn er enn með öllu óvíst hvernig okkur mun reiða af næstu árin og hvort við verðum yfir höfuð borgunarþjóð fyrir þessum ógnarskuldum. Þessi er togstreitan í málinu. Verkefnið er vissulega snúið en nú reynir á stjórnvisku íslenskra ráðamanna. Við verðum nefnilega að finna þriðju leiðina út úr ógöngunum. Semsé einhverja aðra leið en tekist hefur að ná fram í samningum. Jafnvel blindum manni er núorðið ljóst að dómstólaleiðin er ófær, því ekki er til sá dómstóll sem Ísland getur vísað málinu til. En mögulega eru fleiri leiðir færar. Eins og málið er nú vaxið er þjóðþingið fullvaldur okkar í málinu og til að vernda þjóð sína frá óbærilegum skuldaklafa verður þingið að setja sinn eigin fyrirvara við samkomulagið. Hið óljósa endurskoðunarákvæði sem nú er í samkomulaginu dugir ekki til, á því verður að hnykkja all rækilega, ekki aðeins til að auðvelda þjóðréttarlega réttlætingu fyrir því að taka málið upp á nýjan leik að nokkrum áðum liðnum heldur einnig til að skapa okkur betri samningsstöðu í framtíðinni. Til að mynda getur þingið með einhliða yfirlýsingu lýst skilningi sínum á endurskoðunarákvæðinu, svo sem þeim að Ísland áskilji sér rétt til að endurmeta greiðslugetu landsins í samræmi við efnahagslega stöðu þjóðarbúsins þegar greiðslur eigi að hefjast eftir sjö ár og ljóst verði orðið hve langt eignir Landsbankans dugi upp í skuldirnar. Fyrirvarinn þarf enn fremur að verja okkur fyrir hugsanlegri málshöfðun erlendra kröfuhafa vegna neyðarlaganna, semsé að Icesave-samkomulagið falli úr gildi verði neyðarlögin dæmd ólögleg. Með þessari leið vinnst tvennt í einu; Ísland kemst aftur í samfélag þjóðanna en fyrirvarinn forðar okkur frá því að binda þjóðina í báða skó. Fari allt á versta veg geta íslensk stjórnvöld haldið því fram að fyrirvari þingsins meini þeim hærri greiðslur en þjóðarbúið ráði vel við. Þá verður það í höndum nýrra stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi að eiga við ný stjórnvöld á Íslandi í málinu. Verði Ísland komið inn í Evrópusambandið á þeim tíma verður þá einnig hægt að vísa málinu til Evrópudómstólsins, sem við höfum ekki möguleika á nú. Sumir segja að of áhættusamt sé að setja slíkan einhliða fyrirvara því þá geti Bretar og Hollendingar rift samkomulaginu. Erfitt er um slíkt að spá, en það væri í það minnsta mun betri staða en að þingið okkar hafni samkomulaginu sem ríkisstjórnin hefur gert og afneiti þar með allri ábyrgð í málinu. Munum að þetta var alíslenskur banki, sem starfaði á íslenskum leyfum, samkvæmt íslenskum lögum og íslensku eftirliti sem dró allt þetta fé til sín frá breskum og hollenskum sparifjáreigendum. Við skulum allavega gera okkur ljósa grein fyrir því að þjóð sem segir sig úr lögum við nágranna sína verður að vera tilbúin að lifa útlagalífi. Fyrirvaraleiðin fer hins vegar bil beggja, við viðurkennum ábyrgð ríkisins en verndum þjóðina um leið. Satt að segja virðist þetta eina færa leiðin út úr vandanum. Eigi að síður er ég ekkert svo ýkja bjartsýnn á að svona lausn muni ná fram að ganga, mögulega strandar hún á þrashefð Alþingis. Það getur nefnilega verið að þingmenn telji það ekki endilega henta sínum pólitísku hagsmunum að sameinast um viðlíka lausn. Stjórnarliðar vilja standa við þann samning sem stjórnvöld hafa þegar gert við Breta og Hollendinga en stjórnarandstaðan vill fyrir alla muni fella samninginn og koma þannig pólitísku höggi á ríkisstjórnina. Því getur farið svo að hefðbundin átök stjórnar og stjórnarandstöðu muni koma í veg fyrir að fyrirvaraleiðin verði farin, jafnvel þótt hún falli best að hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Einkum tvennt gerir vanda Icesave-samkomulagsins illviðráðanlegan; hvorki er hægt að samþykkja það né hafna því. Við höfnun segir Ísland sig úr lögum við alþjóðasamfélagið með hörmulegum afleiðingum en með því að samþykkja þann nauðasamning sem íslensk stjórnvöld hafa gert við Breta og Hollendinga er þjóðin í heild sinni lögð að veði langt inn í framtíðina. Og jafnvel þótt vísir menn séu flínkir með reikningsstokkinn sinn er enn með öllu óvíst hvernig okkur mun reiða af næstu árin og hvort við verðum yfir höfuð borgunarþjóð fyrir þessum ógnarskuldum. Þessi er togstreitan í málinu. Verkefnið er vissulega snúið en nú reynir á stjórnvisku íslenskra ráðamanna. Við verðum nefnilega að finna þriðju leiðina út úr ógöngunum. Semsé einhverja aðra leið en tekist hefur að ná fram í samningum. Jafnvel blindum manni er núorðið ljóst að dómstólaleiðin er ófær, því ekki er til sá dómstóll sem Ísland getur vísað málinu til. En mögulega eru fleiri leiðir færar. Eins og málið er nú vaxið er þjóðþingið fullvaldur okkar í málinu og til að vernda þjóð sína frá óbærilegum skuldaklafa verður þingið að setja sinn eigin fyrirvara við samkomulagið. Hið óljósa endurskoðunarákvæði sem nú er í samkomulaginu dugir ekki til, á því verður að hnykkja all rækilega, ekki aðeins til að auðvelda þjóðréttarlega réttlætingu fyrir því að taka málið upp á nýjan leik að nokkrum áðum liðnum heldur einnig til að skapa okkur betri samningsstöðu í framtíðinni. Til að mynda getur þingið með einhliða yfirlýsingu lýst skilningi sínum á endurskoðunarákvæðinu, svo sem þeim að Ísland áskilji sér rétt til að endurmeta greiðslugetu landsins í samræmi við efnahagslega stöðu þjóðarbúsins þegar greiðslur eigi að hefjast eftir sjö ár og ljóst verði orðið hve langt eignir Landsbankans dugi upp í skuldirnar. Fyrirvarinn þarf enn fremur að verja okkur fyrir hugsanlegri málshöfðun erlendra kröfuhafa vegna neyðarlaganna, semsé að Icesave-samkomulagið falli úr gildi verði neyðarlögin dæmd ólögleg. Með þessari leið vinnst tvennt í einu; Ísland kemst aftur í samfélag þjóðanna en fyrirvarinn forðar okkur frá því að binda þjóðina í báða skó. Fari allt á versta veg geta íslensk stjórnvöld haldið því fram að fyrirvari þingsins meini þeim hærri greiðslur en þjóðarbúið ráði vel við. Þá verður það í höndum nýrra stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi að eiga við ný stjórnvöld á Íslandi í málinu. Verði Ísland komið inn í Evrópusambandið á þeim tíma verður þá einnig hægt að vísa málinu til Evrópudómstólsins, sem við höfum ekki möguleika á nú. Sumir segja að of áhættusamt sé að setja slíkan einhliða fyrirvara því þá geti Bretar og Hollendingar rift samkomulaginu. Erfitt er um slíkt að spá, en það væri í það minnsta mun betri staða en að þingið okkar hafni samkomulaginu sem ríkisstjórnin hefur gert og afneiti þar með allri ábyrgð í málinu. Munum að þetta var alíslenskur banki, sem starfaði á íslenskum leyfum, samkvæmt íslenskum lögum og íslensku eftirliti sem dró allt þetta fé til sín frá breskum og hollenskum sparifjáreigendum. Við skulum allavega gera okkur ljósa grein fyrir því að þjóð sem segir sig úr lögum við nágranna sína verður að vera tilbúin að lifa útlagalífi. Fyrirvaraleiðin fer hins vegar bil beggja, við viðurkennum ábyrgð ríkisins en verndum þjóðina um leið. Satt að segja virðist þetta eina færa leiðin út úr vandanum. Eigi að síður er ég ekkert svo ýkja bjartsýnn á að svona lausn muni ná fram að ganga, mögulega strandar hún á þrashefð Alþingis. Það getur nefnilega verið að þingmenn telji það ekki endilega henta sínum pólitísku hagsmunum að sameinast um viðlíka lausn. Stjórnarliðar vilja standa við þann samning sem stjórnvöld hafa þegar gert við Breta og Hollendinga en stjórnarandstaðan vill fyrir alla muni fella samninginn og koma þannig pólitísku höggi á ríkisstjórnina. Því getur farið svo að hefðbundin átök stjórnar og stjórnarandstöðu muni koma í veg fyrir að fyrirvaraleiðin verði farin, jafnvel þótt hún falli best að hagsmunum íslensku þjóðarinnar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun