Grundvallabreytinga er þörf 25. mars 2009 13:29 Hver eru þau grundvallaratriði sem við ætlum að breyta í landi okkar til þess að við getum náð aftur því trausti og þeim trúnaði sem við höfðum, áður en við útvíkkuðum hina íslensku frjálshyggju? Hvað þurfum við að gera til að venjulegir íslenskir borgarar geti treyst því að við förum rétta leið í endurreisninni sem nauðsynleg er í landi okkar? Margir keppast nú við að tala um þann siðferðisbrest sem orðið hefur í landinu og telja að regluverkið hafi brugðist, eftirlitsstofnanir og svo framvegis. Nú ætlum við að breyta stjórnarskránni, nú ætlum við að breyta kosningalöggjöfinni og við ætlum að breyta svo mörgu sem leiðir til þess að allt verður nýtt og betra. Hver á fiskinn í sjónum? Já þetta er nauðsynlegt og auðvitað eru orð til alls fyrst. En það er ekki nóg að breyta setningum í stjórnarskránni og lagaákvæðum ef ekkert verður svo gert með það. Hverju breytir það að hafa ákvæði um að helstu náttúruauðlindirnar skulu vera í eigu þjóðarinnar ef framkvæmd þess er sú að örfáum er færð auðlindin nánast að gjöf og ómögulegt er fyrir áræðna menn að hefja sjávarútveg. Það er kúgun. Hverju breytir það, að hafa þann rétt og þá stöðu í „réttlátu og frjálsu" þjóðfélagi að geta vísað málum til mannréttindadómstóla eða mannréttindanefnda ef dómar þeirra eða sjónarmið eru svo hunsuð. Um þetta hljótum við að hugsa mjög alvarlega. Sérstaklega nú, þegar við erum nýbúin að samþykkja hinn göfga barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því á sama tíma og það var gert hvílir á íslensku ríkisstjórninni ályktun um brot á mannréttindum. Við þessum úrskurði hefur ekki verið brugðist nema með fyrirheiti um stofnun nefndar sem á að koma með tillögur til breytinga á framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. Það bendir til þess að svæfa eigi málið. Má venjulegt fólk reyna að bjarga sér? Við getum til dæmis sett upp mynd af atvinnulausum foreldrum þriggja barna. Foreldrum sem hafa möguleika til að róa til fiskjar á fjögurra tonna trillu út á flóann en mega það ekki nema gegn hárri leigu fyrir hvert kíló fiskjar sem þau veiða. Leigugjald sem rennur í vasa „eigenda kvótans" Með slíkri lagframkvæmd göfugra laga og skuldbindinga er verið að brjóta bæði gegn börnunum og foreldrunum. Breytum kvótakerfinu Það getur verið auðvelt og gaman að vera í stórum ríkisstjórnar flokki þar sem flestir brosa hver fram í annan af stolti yfir mætti sínum og velgengni. En það er ekki gaman ef maður í hjarta sínu veit að það er ekki verið að taka á grundvallarmálum með hugrekki og festu. Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt bent á óréttlætið sem felst í kvótakerfinu og vill auka aðgang þjóðarinnar að fiskimiðunum. Því miður hafa þessi sjónarmið orðið undir í umræðunni sérstaklega meðan allt flaut í ilmandi hunangi og rjóma. Þegar til framtíðar er litið verða menn að hafa kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á þeim þáttum þar sem upphaf efnahagsþrenginganna er að leita og færa til betri vegar í réttlætis átt. Og þessar breytingar verður að ráðast í ekki síðar en núna. Venjulegt fólk verður að fá leyfi til að bjarga sér með því að nýta sér auðlindir hafsins. Annars eykst því miður bilið milli ríkra og fátækra, en nú þegar er það orðið allt of mikið. Karl V. Matthíasson Alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Hver eru þau grundvallaratriði sem við ætlum að breyta í landi okkar til þess að við getum náð aftur því trausti og þeim trúnaði sem við höfðum, áður en við útvíkkuðum hina íslensku frjálshyggju? Hvað þurfum við að gera til að venjulegir íslenskir borgarar geti treyst því að við förum rétta leið í endurreisninni sem nauðsynleg er í landi okkar? Margir keppast nú við að tala um þann siðferðisbrest sem orðið hefur í landinu og telja að regluverkið hafi brugðist, eftirlitsstofnanir og svo framvegis. Nú ætlum við að breyta stjórnarskránni, nú ætlum við að breyta kosningalöggjöfinni og við ætlum að breyta svo mörgu sem leiðir til þess að allt verður nýtt og betra. Hver á fiskinn í sjónum? Já þetta er nauðsynlegt og auðvitað eru orð til alls fyrst. En það er ekki nóg að breyta setningum í stjórnarskránni og lagaákvæðum ef ekkert verður svo gert með það. Hverju breytir það að hafa ákvæði um að helstu náttúruauðlindirnar skulu vera í eigu þjóðarinnar ef framkvæmd þess er sú að örfáum er færð auðlindin nánast að gjöf og ómögulegt er fyrir áræðna menn að hefja sjávarútveg. Það er kúgun. Hverju breytir það, að hafa þann rétt og þá stöðu í „réttlátu og frjálsu" þjóðfélagi að geta vísað málum til mannréttindadómstóla eða mannréttindanefnda ef dómar þeirra eða sjónarmið eru svo hunsuð. Um þetta hljótum við að hugsa mjög alvarlega. Sérstaklega nú, þegar við erum nýbúin að samþykkja hinn göfga barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því á sama tíma og það var gert hvílir á íslensku ríkisstjórninni ályktun um brot á mannréttindum. Við þessum úrskurði hefur ekki verið brugðist nema með fyrirheiti um stofnun nefndar sem á að koma með tillögur til breytinga á framkvæmd laga um stjórn fiskveiða. Það bendir til þess að svæfa eigi málið. Má venjulegt fólk reyna að bjarga sér? Við getum til dæmis sett upp mynd af atvinnulausum foreldrum þriggja barna. Foreldrum sem hafa möguleika til að róa til fiskjar á fjögurra tonna trillu út á flóann en mega það ekki nema gegn hárri leigu fyrir hvert kíló fiskjar sem þau veiða. Leigugjald sem rennur í vasa „eigenda kvótans" Með slíkri lagframkvæmd göfugra laga og skuldbindinga er verið að brjóta bæði gegn börnunum og foreldrunum. Breytum kvótakerfinu Það getur verið auðvelt og gaman að vera í stórum ríkisstjórnar flokki þar sem flestir brosa hver fram í annan af stolti yfir mætti sínum og velgengni. En það er ekki gaman ef maður í hjarta sínu veit að það er ekki verið að taka á grundvallarmálum með hugrekki og festu. Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt bent á óréttlætið sem felst í kvótakerfinu og vill auka aðgang þjóðarinnar að fiskimiðunum. Því miður hafa þessi sjónarmið orðið undir í umræðunni sérstaklega meðan allt flaut í ilmandi hunangi og rjóma. Þegar til framtíðar er litið verða menn að hafa kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á þeim þáttum þar sem upphaf efnahagsþrenginganna er að leita og færa til betri vegar í réttlætis átt. Og þessar breytingar verður að ráðast í ekki síðar en núna. Venjulegt fólk verður að fá leyfi til að bjarga sér með því að nýta sér auðlindir hafsins. Annars eykst því miður bilið milli ríkra og fátækra, en nú þegar er það orðið allt of mikið. Karl V. Matthíasson Alþingismaður
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar