Lausn Icesave deilunnar skilyrði erlendra banka 19. desember 2009 12:04 Icesave skuldin mun standa í 285 milljörðum króna í lok árs 2015 miðað við að níutíu prósent af eignum gamla Landsbankans endurheimtist, að mati Seðlabankans. Áform stórra erlendra banka um að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku Íslendinga eru háð lausn Icesave deilunnar. Seðlabanki Íslands lagði nýtt mat á Icesave skuldbindinguna og erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins í nóvember. Fyrra mat bankans var lagt fram í júlí á þessu ári. Í minnisblaði Seðlabankans til fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis, sem dagsett er 14. nóvember, kemur fram að ef verðbólga verði há hér á landi á næstu árum og gengi krónunnar lækkar til samræmis gæti endurheimtuhlutfall íslenska tryggingarsjóðsins mælt í erlendri mynt orðið lágt. Það megi því segja að verðbólga á Íslandi á næstu árum gæti orðið enn dýrari en ella vegna Icesave skuldbindinga. Seðlabankinn leggur mat á virði Icesave skuldarinnar árið 2015 miðað við mismunandi forsendur um endurheimtur á eignum Landsbankans. Fáist 90% upp í eignir Landsbankans muni skuldin standa í 285 milljörðum það ár, en miðað við 75% endurheimtur verður hún 406, að mati Seðlabankans. Ef endurheimtuhlutfallið verður hins vegar 50% muni Icesave skuldin standa í 608 milljörðum í lok árs 2015. Í öðru minnisblaði Seðlabankans til efnahags- og skattanefndar í desember leggur bankinn mat á afleiðingar þess að Icesave frumvarpið verði ekki samþykkt eða það dragist. Eins og áður hefur komið fram felst áhættan að mati Seðlabankans í því að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði lækkuð og lánveitingar Norðurlandanna stöðvist. Slíkt gæti tafið afnám gjaldeyrishafta og torveldað endurfjármögnun skulda ríkissjóðs. Í því sambandi megi nefna að fulltrúar stórra erlendar banka sem hafi sýnt áhuga á að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku innlendra aðila telji slík áform háð lausn Icesave deilunnar, að því er segir í minnisblaði Seðlabankans. Seðlabankinn segir að mikil skuldabyrði hins opinbera á næstu árum sé ögrandi viðfangsefni. Skuldabyrðin sé langt yfir 60% hlutfallinu sem miðað sé við í svonefndum Maastricht skilyrðum. Hins vegar sé skuldabyrði nokkurra annarra þróaðra ríkja svipuð eða meiri. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Icesave skuldin mun standa í 285 milljörðum króna í lok árs 2015 miðað við að níutíu prósent af eignum gamla Landsbankans endurheimtist, að mati Seðlabankans. Áform stórra erlendra banka um að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku Íslendinga eru háð lausn Icesave deilunnar. Seðlabanki Íslands lagði nýtt mat á Icesave skuldbindinguna og erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins í nóvember. Fyrra mat bankans var lagt fram í júlí á þessu ári. Í minnisblaði Seðlabankans til fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis, sem dagsett er 14. nóvember, kemur fram að ef verðbólga verði há hér á landi á næstu árum og gengi krónunnar lækkar til samræmis gæti endurheimtuhlutfall íslenska tryggingarsjóðsins mælt í erlendri mynt orðið lágt. Það megi því segja að verðbólga á Íslandi á næstu árum gæti orðið enn dýrari en ella vegna Icesave skuldbindinga. Seðlabankinn leggur mat á virði Icesave skuldarinnar árið 2015 miðað við mismunandi forsendur um endurheimtur á eignum Landsbankans. Fáist 90% upp í eignir Landsbankans muni skuldin standa í 285 milljörðum það ár, en miðað við 75% endurheimtur verður hún 406, að mati Seðlabankans. Ef endurheimtuhlutfallið verður hins vegar 50% muni Icesave skuldin standa í 608 milljörðum í lok árs 2015. Í öðru minnisblaði Seðlabankans til efnahags- og skattanefndar í desember leggur bankinn mat á afleiðingar þess að Icesave frumvarpið verði ekki samþykkt eða það dragist. Eins og áður hefur komið fram felst áhættan að mati Seðlabankans í því að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði lækkuð og lánveitingar Norðurlandanna stöðvist. Slíkt gæti tafið afnám gjaldeyrishafta og torveldað endurfjármögnun skulda ríkissjóðs. Í því sambandi megi nefna að fulltrúar stórra erlendar banka sem hafi sýnt áhuga á að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku innlendra aðila telji slík áform háð lausn Icesave deilunnar, að því er segir í minnisblaði Seðlabankans. Seðlabankinn segir að mikil skuldabyrði hins opinbera á næstu árum sé ögrandi viðfangsefni. Skuldabyrðin sé langt yfir 60% hlutfallinu sem miðað sé við í svonefndum Maastricht skilyrðum. Hins vegar sé skuldabyrði nokkurra annarra þróaðra ríkja svipuð eða meiri.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira