Viðskipti innlent

Lausn Icesave deilunnar skilyrði erlendra banka

Icesave skuldin mun standa í 285 milljörðum króna í lok árs 2015 miðað við að níutíu prósent af eignum gamla Landsbankans endurheimtist, að mati Seðlabankans. Áform stórra erlendra banka um að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku Íslendinga eru háð lausn Icesave deilunnar.

Seðlabanki Íslands lagði nýtt mat á Icesave skuldbindinguna og erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins í nóvember. Fyrra mat bankans var lagt fram í júlí á þessu ári.

Í minnisblaði Seðlabankans til fjárlaganefndar og efnahags- og skattanefndar Alþingis, sem dagsett er 14. nóvember, kemur fram að ef verðbólga verði há hér á landi á næstu árum og gengi krónunnar lækkar til samræmis gæti endurheimtuhlutfall íslenska tryggingarsjóðsins mælt í erlendri mynt orðið lágt. Það megi því segja að verðbólga á Íslandi á næstu árum gæti orðið enn dýrari en ella vegna Icesave skuldbindinga.

Seðlabankinn leggur mat á virði Icesave skuldarinnar árið 2015 miðað við mismunandi forsendur um endurheimtur á eignum Landsbankans. Fáist 90% upp í eignir Landsbankans muni skuldin standa í 285 milljörðum það ár, en miðað við 75% endurheimtur verður hún 406, að mati Seðlabankans. Ef endurheimtuhlutfallið verður hins vegar 50% muni Icesave skuldin standa í 608 milljörðum í lok árs 2015.

Í öðru minnisblaði Seðlabankans til efnahags- og skattanefndar í desember leggur bankinn mat á afleiðingar þess að Icesave frumvarpið verði ekki samþykkt eða það dragist. Eins og áður hefur komið fram felst áhættan að mati Seðlabankans í því að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði lækkuð og lánveitingar Norðurlandanna stöðvist. Slíkt gæti tafið afnám gjaldeyrishafta og torveldað endurfjármögnun skulda ríkissjóðs. Í því sambandi megi nefna að fulltrúar stórra erlendar banka sem hafi sýnt áhuga á að opna erlenda fjármálamarkaði fyrir lántöku innlendra aðila telji slík áform háð lausn Icesave deilunnar, að því er segir í minnisblaði Seðlabankans.

Seðlabankinn segir að mikil skuldabyrði hins opinbera á næstu árum sé ögrandi viðfangsefni. Skuldabyrðin sé langt yfir 60% hlutfallinu sem miðað sé við í svonefndum Maastricht skilyrðum. Hins vegar sé skuldabyrði nokkurra annarra þróaðra ríkja svipuð eða meiri.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,54
93
480.650
BRIM
0,66
6
85.234
ISB
0,65
24
18.425
SKEL
0,65
3
46.782
REGINN
0,61
2
10.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,7
2
36.979
EIM
-0,69
5
2.865
SJOVA
-0,53
3
27.749
MAREL
-0,49
33
449.126
FESTI
-0,43
3
33.448
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.