Þöggunarkrafa Þorsteins 22. júní 2009 06:00 Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ögmundur Jónasson skrifar um grein Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn Pálsson segir í Fbl. um helgina að mismunandi sjónarmið og áherslur í ríkisstjórn séu jafnan veikleikamerki; ágreiningur dragi „kjarkinn" úr ríkisstjórn „til að taka á viðfangsefnum af því afli sem til þarf". Ritstjórinn fyrrverandi telur greinilega heppilegra að menn leggi sannfæringu sinni svo göngulag og taktur verði samræmdur í pólitískum aflraunum. Undirritaður er tekinn sem dæmi um varasamt frávik: „...heilbrigðisráðherrann talar áfram gegn samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eins og þegar hann var í stjórnarandstöðu." Þorsteinn Pálsson virðist hafa lítinn skilning á lýðræðisbylgjunni sem nú fer um samfélagið með kröfu um opin og gagnsæ vinnubrögð og að stjórnmálamenn verði ekki viðskila við samvisku sína. Hann leggur meira upp úr öðrum gildum: Að þeir séu sterkastir sem tali einni röddu, hvað sem líður skoðunum og samvisku. Víkjum að dæminu um undirritaðan og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég er enn þeirrar skoðunar að „samkomulagið" sem þáverandi ríkisstjórn gerði við AGS síðastliðið haust sé slæmt. Menn kunna að hafa metið það svo á þeim tíma að þeir ættu ekki annarra kosta völ. En nú sitjum við uppi með AGS til tveggja ára og er hann hluti af íslensku póli-tísku landslagi. Fyrir mitt leyti reyni ég að gera það besta úr stöðunni sem ég mögulega get. Aðkoma VG að ríkisstjórn var samfélagsleg nauðsyn. Ekki byði ég í það ef Sjálfstæðisflokkurinn, pólitískur hönnuður vandræðanna, sæti hér enn við stjórnvölinn. Þetta breytir því ekki að ég vil losna úr bóndabeygju AGS eins fljótt og kostur er. Það telur Þorsteinn Pálsson, sem ekki er bara fyrrverandi ritstjóri heldur formaður Sjálfstæðisflokksins, að megi helst ekki segja. Nú spyr ég hann: Getur verið að þöggunarstefna Sjálfstæðisflokksins eigi hlut í hruninu? Getur verið að opin lýðræðisleg umræða sé það eina sem geti vísað okkur fram á veginn; að í slíkri umræðu felist styrkur ríkisstjórnar? Það er veikleiki að láta alla syngja sama lagið, sömu röddu, alltaf. Ögmundur Jónasso.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar