Lán frá Noregi 3. október 2009 06:00 Í umræðunni um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS) og Icesave-ríkisábyrgðina hefur það vakið athygli að lán frá Norðmönnum sé tengt láni frá AGS og þar með lausn á Icesave-deilunni. Þessi afstaða Noregs hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem ætla mætti að frændur okkar væru líklegastir til að koma Íslendingum til hjálpar í kreppunni. Eftir heimsókn mína til Noregs flutti ég þær fréttir að afstaða þarlendra þingmanna væri að mörgu leyti á misskilningi byggð. Í umræðunni í Noregi væri því haldið fram að þar sem engin formleg beiðni um lánveitingu hefði borist frá Íslandi væri ekki inni í myndinni að lána Íslendingum óháð lánum frá AGS. Einnig sagði ég frá því að Norski Miðjuflokkurinn, Centerpartiet, hefði lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að lána Íslendingum óháð aðgerðaáætlun AGS og lausn á Icesave-deilunni. Þetta eru jákvæð tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að Centerpartiet hefur verið einn þriggja flokka sem mynda ríkisstjórn Noregs og komu vel út í nýafstöðnum alþingiskosningum í Noregi. Þingmaðurinn Per Olaf Lundteigen sem er í fjárlaganefnd norska Stórþingsins staðfesti þessar fregnir. Hann bætti líka um betur og sagði frá því að það væri mikill vilji innan þingsins að lána háar fjárhæðir til Íslendinga. Hafði hann sjálfur nefnt allt að 2000 milljarða íslenskra króna í því samhengi en nefndi að það væri samningsatriði á milli þjóðanna í hvaða formi lánin væru. Þingmaður norska Verkamannaflokksins, Marianne Aasen, sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins sl. fimmtudag að lánin frá Noregi væru nú tengd lánveitingum AGS. Það sem hins vegar vakti athygli var að hún sagði einnig að það væri óraunhæft að lána Íslendingum ótengt AGS „án þess að Íslendingar bæðu formlega um það". Málflutningur þessara tveggja þingmanna fer því saman að þessu leyti. Íslensk stjórnvöld verða nú að bregðast skjótt við og senda formlega beiðni um lánveitingu til Norðmanna telji þau Íslendinga þurfa lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna í Noregi hefur þegar lýst yfir að hann muni taka jákvætt í slíka beiðni og ljóst að margir þingmenn annarra flokka myndu skoða slíkt með opnum huga. Lán frá Noregi óháð AGS myndi gjörbreyta stöðu Íslendinga, ekki bara í samskiptum við sjóðinn heldur einnig í deilunni um Icesave. Íslensk stjórnvöld gætu þá líka í fyrsta skipti frá því að bankarnir hrundu staðið upprétt gagnvart öðrum þjóðum. Það er frumskilyrði við endurreisn efnahags landsins. Höfundur er þingmaður. Framsóknarflokksins og á sæti í fjárlaganefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS) og Icesave-ríkisábyrgðina hefur það vakið athygli að lán frá Norðmönnum sé tengt láni frá AGS og þar með lausn á Icesave-deilunni. Þessi afstaða Noregs hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir þar sem ætla mætti að frændur okkar væru líklegastir til að koma Íslendingum til hjálpar í kreppunni. Eftir heimsókn mína til Noregs flutti ég þær fréttir að afstaða þarlendra þingmanna væri að mörgu leyti á misskilningi byggð. Í umræðunni í Noregi væri því haldið fram að þar sem engin formleg beiðni um lánveitingu hefði borist frá Íslandi væri ekki inni í myndinni að lána Íslendingum óháð lánum frá AGS. Einnig sagði ég frá því að Norski Miðjuflokkurinn, Centerpartiet, hefði lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að lána Íslendingum óháð aðgerðaáætlun AGS og lausn á Icesave-deilunni. Þetta eru jákvæð tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að Centerpartiet hefur verið einn þriggja flokka sem mynda ríkisstjórn Noregs og komu vel út í nýafstöðnum alþingiskosningum í Noregi. Þingmaðurinn Per Olaf Lundteigen sem er í fjárlaganefnd norska Stórþingsins staðfesti þessar fregnir. Hann bætti líka um betur og sagði frá því að það væri mikill vilji innan þingsins að lána háar fjárhæðir til Íslendinga. Hafði hann sjálfur nefnt allt að 2000 milljarða íslenskra króna í því samhengi en nefndi að það væri samningsatriði á milli þjóðanna í hvaða formi lánin væru. Þingmaður norska Verkamannaflokksins, Marianne Aasen, sagði í fréttum Ríkissjónvarpsins sl. fimmtudag að lánin frá Noregi væru nú tengd lánveitingum AGS. Það sem hins vegar vakti athygli var að hún sagði einnig að það væri óraunhæft að lána Íslendingum ótengt AGS „án þess að Íslendingar bæðu formlega um það". Málflutningur þessara tveggja þingmanna fer því saman að þessu leyti. Íslensk stjórnvöld verða nú að bregðast skjótt við og senda formlega beiðni um lánveitingu til Norðmanna telji þau Íslendinga þurfa lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Einn þriggja ríkisstjórnarflokkanna í Noregi hefur þegar lýst yfir að hann muni taka jákvætt í slíka beiðni og ljóst að margir þingmenn annarra flokka myndu skoða slíkt með opnum huga. Lán frá Noregi óháð AGS myndi gjörbreyta stöðu Íslendinga, ekki bara í samskiptum við sjóðinn heldur einnig í deilunni um Icesave. Íslensk stjórnvöld gætu þá líka í fyrsta skipti frá því að bankarnir hrundu staðið upprétt gagnvart öðrum þjóðum. Það er frumskilyrði við endurreisn efnahags landsins. Höfundur er þingmaður. Framsóknarflokksins og á sæti í fjárlaganefnd.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun