Sprotar eða töfrasprotar Davíð Stefánsson skrifar 18. apríl 2009 06:00 Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nú sveifla karlar og konur töfrasprotum til að leysa vanda þjóðarinnar. Líklega er vinsælasti sprotinn nefndur Helguvík, sá næstvinsælasti Bakki á Húsavík. Báðir eru þeir rándýrir kostir – áætlað er að kostnaður ríkisins við hvert starf í álverinu á Reyðarfirði hafi hljóðað upp á 150 milljónir króna. Það er því ekki aðeins af umhverfisástæðum sem VG vill ekki fara álveraleiðina. Eins og kom fram í heimildarmyndinni Draumalandinu olli Kárahnjúkavirkjun svo miklum hita í hagkerfinu að hækka þurfti vexti upp úr öllu valdi til að kæla aðra hluta kerfisins. Ef fjölbreytni á að stýra endurmótun hins Nýja Íslands gerist það ekki með þessum hætti – stórar töfralausnir beinlínis hamla fjölbreytninni. Nú þegar íslenskt efnahagslíf riðar og hristist er glapræði að setja af stað risastórar framkvæmdir á borð við byggingu álvers. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvaðan orkan fyrir Helguvík á að koma, en það er sjálfsagt smámál sem flutningsmenn ætla að leysa eftir á, þegar of seint verður að bakka út. Stærsta óréttlætið í þessu samhengi er að samningarnir fyrir Helguvík byggja á tengingu raforkuverðs við heimsmarkaðsverð á áli. Það fer nærri að við seljum orkuna okkar undir kostnaðarverði, helmingi lægra verði en í Brasilíu. Teljast það góðir viðskiptahættir? Spyr sá sem ekki veit. Ég er ekki orkusérfræðingur eða viðskiptafræðingur. Ég er bókmenntafræðingur. Því lít ég á menningu sem verðmæti, bæði huglæg og efnisleg. Ég veit að góð skáldsaga skapar afleidd störf hjá bókaforlagi, ritstjóra, prófarkalesara, grafískum hönnuði, umbrotsmanni, pappírsframleiðanda, blekframleiðanda, prentara, plastara, dreifingaraðila, bókabúðum, bókagagnrýnanda og bókasöfnum. Þetta er aldrei talað um, því að í umræðunni virðast afleidd störf aðeins stafa af stórframkvæmdum. Á sama tíma veit ég að góð skáldsaga örvar hugarflugið, veitir lesandanum frí frá amstri dagsins og víkkar út sjóndeildarhring hans – almenn vellíðan hans eykst og að sama skapi eykst virði hans inn í samfélagið og hagkerfið. Á sjónvarpsfundi RÚV á NASA náði Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, að kynna stuttlega hugmyndir um tónlistarhátíðir út um allt land. Hún óskaði eftir 30 milljónum, smáaurum sem sagt. Hún er líklega undir áhrifum frá Finnlandi, en þar notuðu Finnar menninguna markvisst til að byggja upp eftir kreppuna. Við þurfum fleiri slíkar hugmyndir sem eru umhverfisvænar, menningarlegar og sjálfbærar. Við þurfum nauðsynlega þá fjölmörgu sprota sem liggja í eigin skapandi hugsun. En við þurfum ekki fleiri töfrasprota á borð við Kárahnjúka, Fjarðaál, Helguvík og Bakka. Íslensk hugsun er einfaldlega miklu stærri en stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar. Höfundur skipar 5. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun