Enski boltinn

Wenger: Völlurinn var hræðilegur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði að ástand vallarins á Wembley-leikvanginum hafi verið hræðilegt og því hafi leikurinn ekki verið vel leikinn.

Chelsea vann í dag sigur á Arsenal, 2-1, í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.

„Chelsea varðist vel en leikurinn verður aldrei vel spilaður þegar völlurinn er í svona ástandi. Ástandið var hræðilegt."

„Ástand vallarins sker ekki úr um hvort liðið vinnur en þegar að áhorfendur borga fyrir að sjá góðan fótboltaleik eiga þeir betra skilið."

Lukasz Fabianski var í marki Arsenal í dag í fjarveru Manuel Almunai en hann átti einnig 24 ára afmæli í dag. Fabianski átti þó slæman dag í markinu.

„Hann er frábær markvörður. Hann var ekki upp á sitt besta í dag en þetta var þannig leikur þar sem hver mistök reyndust afar dýrkeypt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×