Innlent

Reglugerð um ættleiðingar breytt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barn. Mynd/ AFP.
Barn. Mynd/ AFP.
Breytingar á reglugerð um ættleiðingar taka gildi í dag. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er þeim ætlað að rýmka reglur um ættleiðingar vegna lengri biðtíma eftir börnum, að svo miklu leyti sem unnt er og án þess að gengið sé gegn hagsmunum barnanna.

Þannig verði komið til móts við óskir einstaklinga sem vilja ættleiða börn frá útlöndum. Breytingarnar varða einkum beiðni um nýtt forsamþykki eftir heimkomu ættleidds barns, undirbúningsnámskeið fyrir kjörforeldra og lengri gildistíma forsamþykkis til ættleiðingar. Við undirbúning að breytingunum var leitað umsagna ættleiðingarfélaganna Íslenskrar ættleiðingar og Alþjóðlegrar ættleiðingar sem og Foreldrafélags ættleiddra barna.

Helstu breytingar eru þær að kjörforeldrar geta lagt fram beiðni um nýtt forsamþykki 6 mánuðum eftir heimkomu ættleidds barns, en það voru 12 mánuðir áður. Breytt fyrirkomulag varðandi undirbúningsnámskeið fyrir kjörforeldra. Gildistími forsamþykkis lengdur allt þar til væntanlegir kjörforeldrar eru orðnir 49 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×