KR Íslandsmeistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. apríl 2009 18:33 Leikmenn og stuðningsmenn KR fagna titilinum í kvöld. Mynd/Vilhelm KR er Íslandsmeistari í körfubolta eftir nauman sigur á Grindavík í oddaleik liðanna um titilinn, 84-83. KR var með yfirhöndina allan leikinn en lokamínúturnar voru æsispennandi. Grindavík átti möguleika á að stela sigrinum í leikslok en KR-vörnin hélt þegar mest reyndi á. Leik lokið: KR - Grindavík 84-83 KR tapaði boltanum. Grindavík í sókn. 24 sekúndur eftir. Þeir reyndu að keyra út klukkuna. Það klikkaði. Brenton þurfti að gefa boltann frá sér. KR er Íslandsmeistari.4. leikhluti: KR - Grindavík 84-83 (0:36 eftir) Helgi Már reynir þrist en klikkar. Er heppinn og nær frákastinu. Grindavík með afar grimman varnarleik.4. leikhluti: KR - Grindavík 84-83 (1:00 eftir) Nick með enn eina körfuna eftir seiglukeyrslu inn í teiginn. Eitt stig sem skilur á milli og KR tekur leikhlé. Spennan er gjörsamlega svakaleg!!!4. leikhluti: KR - Grindavík 84-81 (1:10 eftir) Jakob klikkar og Brenton með körfu. Fannar klikkar og Grindavík með boltann. 4. leikhluti: KR - Grindavík 84-79 (2:00 eftir) Brynjar með sóknarfrákastið og tvö stig. Arnar Freyr svarar.4. leikhluti: KR - Grindavík 82-77 (2:50 eftir) Helgi Már með þrist en Nick svarar með þristi hinum megin úr afar erfiðri stöðu.4. leikhluti: KR - Grindavík 79-74 (3:47 eftir) Jason út af með fimm villur. Grindavík með boltann. Háspenna.4. leikhluti: KR - Grindavík 79-72 (5:10 eftir) Sóknarvilla á Arnar og KR fær boltann. Fjórða villan hans Arnars. Dýrmætt fyrir KR. 4. leikhluti: KR - Grindavík 77-72 (6:11 eftir) Helgi, Fannar og Jason inn á hjá KR og þá gengur þetta miklu mun betur. En hversu lengir náð þeir að dansa á þessari línu?4. leikhluti: KR - Grindavík 73-69 Helgi Valur svaraði með þristi langt utan þriggja stiga línunnar. Fannar með góða körfu hinum megin. 4. leikhluti: KR - Grindavík 71-66 Jason kominn aftur inn og hann opnaði fjórða leikhluta með því að setja niður þrist um leið og skotklukkan rann út.3. leikhluta lokið: KR - Grindavík 68-66 Grindavík átti síðustu sóknina í leiknum og var Brenton hreinlega tekinn úr umferð. Þá tók Arnar til sinna mála, keyrði upp að körfunni og setti niður sniðskot og fiskaði um leið víti. Aðeins tveggja stiga munur - gríðarmikil spenna. KR átti í miklum vandræðum með varnarleik Grindavíkur í leikhlutanum og er komið með fjóra leikmenn í fjórar villur. Það mun mikið mæða á þeim Jakobi, Jóni Arnóri, Pálma og Darra.3. leikhluti: KR - Grindavík 66-63 Skarphéðinn nú kominn með fjórar villur. Nick hefur farið mikinn í leikhlutanum og er kominn með 28 stig, þar af tólf í þessum leikhluta.3. leikhluti: KR - Grindavík 62-56 KR hefur verið að hitta illa en frákasta vel. Léleg vítanýtingin hjá KR þessa stundina, sem gæti reynst dýrkeypt.3. leikhluti: KR - Grindavík 61-56 Annar riiiisaþristur hjá Nick. Rosalegt.3. leikhluti: KR - Grindavík 60-53 KR er í villuvandræðum. Jason, Fannar og Helgi Már allir með fjórar villur. Páll Kristins með fjórar hjá Grindavík. Nick Bradford með risastóran þrist fyrir Grindavík.3. leikhluti: KR - Grindavík 60-49 Jón Arnór með þriggja stiga fléttu. Afar drjúgt og nú reynir á Grindavík að missa ekki heimamenn of langt fram úr sér.3. leikhluti: KR - Grindavík 57-46 Sjö stig hjá KR í röð. Fyrst þristur hjá Jóni Arnóri og svo keyrir Jason tvívegis upp að körfunni. Leikhlé hjá Grindavík. 3. leikhluti: KR - Grindavík 50-46 Páll Kristinsson skorar fyrstu stigin í síðari hálfleik.Hálfleikur: KR - Grindavík 50-44 Góður lokasprettur hjá gestunum. Þristur hjá Brenton en Fannar svaraði svo fyrir KR með sniðskoti. Grindavík fékk svo síðustu sóknina í leiknum og eins og svo oft áður í þeirri stöðu fékk Brenton boltann. Hann var með Jón Arnór í sér en keyrði engu að síður upp að körfunni og náði í tvö stig.Stig KR: Jakob 16, Jón Arnór 12, Jason 6, Fannar 5, Skarphéðinn 4, HElgi 4 og Pálmi 3. Stig Grindavíkur: Nick 16, Páll Kristins 10, Brenton 7, Páll Axel 6, Helgi Jónas 3 og Arnar 2.2. leikhluti: KR - Grindavík 46-37 Ekki mikið búið að gerast síðustu mínúturnar. Leikmenn aðeins að spara sig fyrir seinni hálfleikinn. Grindavík tekur leikhlé.2. leikhluti: KR - Grindavík 40-31 Nick Bradford með tvær stórar körfur í röð. Fyrst erfitt lay-up og svo stelur hann boltanum af Jason og kemst einn í gegn. Þetta er ekki búið enn, svo mikið er víst. Leikhlé hjá KR.2. leikhluti: KR - Grindavík 40-27 Helgi Jónas með fyrsta þrist Grindavíkur í leiknum. Jón Arnór svarar með þristi fyrir KR.2. leikhluti: KR - Grindavík 35-22 Jón Arnór með þrist. Tíu stiga munur í fyrsta sin í leiknum. Svo kemur Skarphéðinn. Hann setur bara líka niður þrist. Grindavík tekur leikhlé.2. leikhluti: KR - Grindavík 29-22 Enn enn þristurinn hjá Jakobi. Hann ætlar aldeilis að láta til sín taka í kvöld.1. leikhluta lokið: KR - Grindavík 24-20 Mjög fínum fyrsta leikhluta lokið. Stórar körfur hjá Jakobi og fínt framlag af bekknum hjá KR. Páll Kristinsson hefur farið mikinn í liði Grindavíkur og verið duglegur.1. leikhluti: KR - Grindavík 24-20 Pálmi og Skarphéðinn hafa komið sterkir inn hjá KR. Svo var Jakob að setja niður sinn þriðja þrist.1. leikhluti: KR - Grindavík 17-14 Fannar kominn með tvær villur eftir sjö mínútur. Þetta er viðkvæmt fyrir KR - þeir mega alls ekki við því að missa Fannar úr þessum leik. Honum er um leið skipt af velli.1. leikhluti: KR - Grindavík 13-8 Hörku sóknarleikur hjá báðum liðum þessar fyrstu mínúturnar. Góð hittni og góðar fléttur. Jakob með annan þrist. Hann er greinilega heitur.1. leikhluti: KR - Grindavík 3-2 Jakob með þrist. Er hans tími kominn í þessari úrslitakeppni? 1. leikhluti: KR - Grindavík 0-2 Fannar hittir ekki í fyrstu sókn KR og Arnar fiskar strax villu á Helga hinum megin. Arnar setur bæði niður og skorar fyrstu stig leiksins.1. leikhluti: KR - Grindavík 0-0 Byrjunarlið KR: Jason, Jakob, Helgi Már, Jón Arnór og Fannar. Byrjunarlið Grindavíkur: Arnar Freyr, Brenton, Páll Kristins, Nick og Páll Axel. Leikurinn byrjaður.19.13 Gaslampar KR-ingar syrgja sjálfsagt þá staðreynd nú að lýsa völlinn með gaslömpum sem tekur að minnsta kosti 20 mínútur að kveikja á eftir að slökkt er á þeim. Það er því ekki hægt að bjóða upp á ljósashow eins og verið hefur gert í Grindavík í rimmunni. Engu að síður mögnuð stemning í húsinu.19.10 Fimm mínútur Fimm mínútur í leik. Hér er hver einasti fersentímeter nýttur fyrir utan völlinn sjálfan. Þvílíkur fjöldi í svona „litlu" húsi. 19.07 Taka til í hausnum Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Jónas Guðfinsson voru í viðtali við Gaupa á Stöð 2 Sporti. Jón Arnór sagði að það hafi verið tekið til í hausnum á leikmönnum fyrir síðasta leik. Helgi Jónas að slíkt hið sama hefði verið gert fyrir þennan leik í kvöld. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að leikmenn verði á tánum í kvöld.18.57 Allir „heilir" Það er enginn á meiðslalistanum í svona leik. Einhverjir leikmenn hafa átt í meiðslavandræðum en öll meiðsli hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar um leik eins og þennan er að ræða. Allir með í kvöld.18.52 Eitt ár í viðbót Forráðamenn KKÍ og Iceland Express undirrituðu samning þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið verði áfram aðalstyrktaraðili efstu deilda karla og kvenna eins og verið hefur undanfarin ár. Frábærar fréttir fyrir körfuboltann.18.45 Leikmenn hrífast með Menn þurfa að vera ansi kaldir ef þeir ætla ekki að hrífast með þessari stemningu. Á meðan að KR-ingar hituðu upp sína stuðningsmenn voru Grindvíkingar í búningsklefanum sínum. En heimamenn voru að hita upp út á velli og eru sýnilega fullir eldmóðs eftir þetta.18.40 Troðfullt hús Það er löngu orðið troðfullt hús hérna í Frostaskjólinu. Nú eru forráðamenn stuðningsmannahópanna að hita sína menn upp. Það finna það allir hér í húsinu að þetta verður rosalegur leikur. 18.30 Velkomin til leiks! Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik KR og Grindavíkur verður lýst. Eins og lesendur Vísis hafa tekið eftir höfum við verið að hita upp fyrir leikinn í dag með greinum sem má sjá hér að neðan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Oddaleikur um titilinn: KR-ingar hafa söguna með sér í leiknum í kvöld KR-ingar hafa söguna með sér í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer í DHL-Höllinni í kvöld. 5 af 7 heimaliðum hafa unnið oddaleik um titilinn sem og 5 af 7 liðum sem hafa jafnað einvígið í leiknum á undan. Í báðum tilfellum á þetta við KR-liðið í úrslitaeinvíginu núna. 13. apríl 2009 16:00 Oddaleikur um titilinn: Friðrik jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld þegar hann tekur þátt í sínum fimmta oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður eða þjálfari. Teitur lék fimm oddaleiki um titilinn og vann þrjá þeirra. 13. apríl 2009 17:00 Oddaleikur um titilinn: Framlag Þorleifs skiptir Grindavík miklu máli KR og Grindavík mætast í fimmta sinn á níu dögum í kvöld þegar liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu og það er gaman að bera saman frammistöðu leikmanna liðanna í sigur- og tapleikjum. 13. apríl 2009 13:30 Oddaleikur um titilinn: Fannar, Brenton og Páll voru allir með fyrir áratug Það er liðinn heill áratugur síðan að síðast fór fram oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla en engu að síður eru þrír leikmenn í liðunum sem tóku þátt í leik Keflavíkur og Njarðvíkur 22. apríl 1999. 13. apríl 2009 08:00 Oddaleikur um titilinn: Fyrsti leikhlutinn skiptir miklu máli í einvíginu KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og það skiptir máli að byrja vel því það lið sem hefur unnið fyrsta leikhluta hefur unnið leikina. 13. apríl 2009 10:00 Oddaleikur um titilinn: Tuttugu ár hjá Nökkva milli oddaleikja um titilinn Nökkvi Már Jónsson, leikmaður Grindavíkur, er að fara að taka þátt í sínum fjórða oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og hefur mesta reynsluna af þeim leikmönnum sem verða í búning í DHL-Höllinni í kvöld. Það eru liðin tuttugu ár síðan að hann spilaði sinn fyrsta oddaleik 22. mars 1989. 13. apríl 2009 11:30 Oddaleikur um titilinn: Þessir hafa staðið sig best í einvíginu til þessa KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og því er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa verið að standa sig best. 13. apríl 2009 14:30 Oddaleikur um titilinn: Úrslitaleikur hjá báðum kynjum í fyrsta sinn í fimmtán ár Það er ekki á hverju vori sem úrslitaeinvígin um Íslandsmeistaratitla körfunnar fara alla leið í oddaleik hvað þá að þau geri það bæði. 13. apríl 2009 06:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
KR er Íslandsmeistari í körfubolta eftir nauman sigur á Grindavík í oddaleik liðanna um titilinn, 84-83. KR var með yfirhöndina allan leikinn en lokamínúturnar voru æsispennandi. Grindavík átti möguleika á að stela sigrinum í leikslok en KR-vörnin hélt þegar mest reyndi á. Leik lokið: KR - Grindavík 84-83 KR tapaði boltanum. Grindavík í sókn. 24 sekúndur eftir. Þeir reyndu að keyra út klukkuna. Það klikkaði. Brenton þurfti að gefa boltann frá sér. KR er Íslandsmeistari.4. leikhluti: KR - Grindavík 84-83 (0:36 eftir) Helgi Már reynir þrist en klikkar. Er heppinn og nær frákastinu. Grindavík með afar grimman varnarleik.4. leikhluti: KR - Grindavík 84-83 (1:00 eftir) Nick með enn eina körfuna eftir seiglukeyrslu inn í teiginn. Eitt stig sem skilur á milli og KR tekur leikhlé. Spennan er gjörsamlega svakaleg!!!4. leikhluti: KR - Grindavík 84-81 (1:10 eftir) Jakob klikkar og Brenton með körfu. Fannar klikkar og Grindavík með boltann. 4. leikhluti: KR - Grindavík 84-79 (2:00 eftir) Brynjar með sóknarfrákastið og tvö stig. Arnar Freyr svarar.4. leikhluti: KR - Grindavík 82-77 (2:50 eftir) Helgi Már með þrist en Nick svarar með þristi hinum megin úr afar erfiðri stöðu.4. leikhluti: KR - Grindavík 79-74 (3:47 eftir) Jason út af með fimm villur. Grindavík með boltann. Háspenna.4. leikhluti: KR - Grindavík 79-72 (5:10 eftir) Sóknarvilla á Arnar og KR fær boltann. Fjórða villan hans Arnars. Dýrmætt fyrir KR. 4. leikhluti: KR - Grindavík 77-72 (6:11 eftir) Helgi, Fannar og Jason inn á hjá KR og þá gengur þetta miklu mun betur. En hversu lengir náð þeir að dansa á þessari línu?4. leikhluti: KR - Grindavík 73-69 Helgi Valur svaraði með þristi langt utan þriggja stiga línunnar. Fannar með góða körfu hinum megin. 4. leikhluti: KR - Grindavík 71-66 Jason kominn aftur inn og hann opnaði fjórða leikhluta með því að setja niður þrist um leið og skotklukkan rann út.3. leikhluta lokið: KR - Grindavík 68-66 Grindavík átti síðustu sóknina í leiknum og var Brenton hreinlega tekinn úr umferð. Þá tók Arnar til sinna mála, keyrði upp að körfunni og setti niður sniðskot og fiskaði um leið víti. Aðeins tveggja stiga munur - gríðarmikil spenna. KR átti í miklum vandræðum með varnarleik Grindavíkur í leikhlutanum og er komið með fjóra leikmenn í fjórar villur. Það mun mikið mæða á þeim Jakobi, Jóni Arnóri, Pálma og Darra.3. leikhluti: KR - Grindavík 66-63 Skarphéðinn nú kominn með fjórar villur. Nick hefur farið mikinn í leikhlutanum og er kominn með 28 stig, þar af tólf í þessum leikhluta.3. leikhluti: KR - Grindavík 62-56 KR hefur verið að hitta illa en frákasta vel. Léleg vítanýtingin hjá KR þessa stundina, sem gæti reynst dýrkeypt.3. leikhluti: KR - Grindavík 61-56 Annar riiiisaþristur hjá Nick. Rosalegt.3. leikhluti: KR - Grindavík 60-53 KR er í villuvandræðum. Jason, Fannar og Helgi Már allir með fjórar villur. Páll Kristins með fjórar hjá Grindavík. Nick Bradford með risastóran þrist fyrir Grindavík.3. leikhluti: KR - Grindavík 60-49 Jón Arnór með þriggja stiga fléttu. Afar drjúgt og nú reynir á Grindavík að missa ekki heimamenn of langt fram úr sér.3. leikhluti: KR - Grindavík 57-46 Sjö stig hjá KR í röð. Fyrst þristur hjá Jóni Arnóri og svo keyrir Jason tvívegis upp að körfunni. Leikhlé hjá Grindavík. 3. leikhluti: KR - Grindavík 50-46 Páll Kristinsson skorar fyrstu stigin í síðari hálfleik.Hálfleikur: KR - Grindavík 50-44 Góður lokasprettur hjá gestunum. Þristur hjá Brenton en Fannar svaraði svo fyrir KR með sniðskoti. Grindavík fékk svo síðustu sóknina í leiknum og eins og svo oft áður í þeirri stöðu fékk Brenton boltann. Hann var með Jón Arnór í sér en keyrði engu að síður upp að körfunni og náði í tvö stig.Stig KR: Jakob 16, Jón Arnór 12, Jason 6, Fannar 5, Skarphéðinn 4, HElgi 4 og Pálmi 3. Stig Grindavíkur: Nick 16, Páll Kristins 10, Brenton 7, Páll Axel 6, Helgi Jónas 3 og Arnar 2.2. leikhluti: KR - Grindavík 46-37 Ekki mikið búið að gerast síðustu mínúturnar. Leikmenn aðeins að spara sig fyrir seinni hálfleikinn. Grindavík tekur leikhlé.2. leikhluti: KR - Grindavík 40-31 Nick Bradford með tvær stórar körfur í röð. Fyrst erfitt lay-up og svo stelur hann boltanum af Jason og kemst einn í gegn. Þetta er ekki búið enn, svo mikið er víst. Leikhlé hjá KR.2. leikhluti: KR - Grindavík 40-27 Helgi Jónas með fyrsta þrist Grindavíkur í leiknum. Jón Arnór svarar með þristi fyrir KR.2. leikhluti: KR - Grindavík 35-22 Jón Arnór með þrist. Tíu stiga munur í fyrsta sin í leiknum. Svo kemur Skarphéðinn. Hann setur bara líka niður þrist. Grindavík tekur leikhlé.2. leikhluti: KR - Grindavík 29-22 Enn enn þristurinn hjá Jakobi. Hann ætlar aldeilis að láta til sín taka í kvöld.1. leikhluta lokið: KR - Grindavík 24-20 Mjög fínum fyrsta leikhluta lokið. Stórar körfur hjá Jakobi og fínt framlag af bekknum hjá KR. Páll Kristinsson hefur farið mikinn í liði Grindavíkur og verið duglegur.1. leikhluti: KR - Grindavík 24-20 Pálmi og Skarphéðinn hafa komið sterkir inn hjá KR. Svo var Jakob að setja niður sinn þriðja þrist.1. leikhluti: KR - Grindavík 17-14 Fannar kominn með tvær villur eftir sjö mínútur. Þetta er viðkvæmt fyrir KR - þeir mega alls ekki við því að missa Fannar úr þessum leik. Honum er um leið skipt af velli.1. leikhluti: KR - Grindavík 13-8 Hörku sóknarleikur hjá báðum liðum þessar fyrstu mínúturnar. Góð hittni og góðar fléttur. Jakob með annan þrist. Hann er greinilega heitur.1. leikhluti: KR - Grindavík 3-2 Jakob með þrist. Er hans tími kominn í þessari úrslitakeppni? 1. leikhluti: KR - Grindavík 0-2 Fannar hittir ekki í fyrstu sókn KR og Arnar fiskar strax villu á Helga hinum megin. Arnar setur bæði niður og skorar fyrstu stig leiksins.1. leikhluti: KR - Grindavík 0-0 Byrjunarlið KR: Jason, Jakob, Helgi Már, Jón Arnór og Fannar. Byrjunarlið Grindavíkur: Arnar Freyr, Brenton, Páll Kristins, Nick og Páll Axel. Leikurinn byrjaður.19.13 Gaslampar KR-ingar syrgja sjálfsagt þá staðreynd nú að lýsa völlinn með gaslömpum sem tekur að minnsta kosti 20 mínútur að kveikja á eftir að slökkt er á þeim. Það er því ekki hægt að bjóða upp á ljósashow eins og verið hefur gert í Grindavík í rimmunni. Engu að síður mögnuð stemning í húsinu.19.10 Fimm mínútur Fimm mínútur í leik. Hér er hver einasti fersentímeter nýttur fyrir utan völlinn sjálfan. Þvílíkur fjöldi í svona „litlu" húsi. 19.07 Taka til í hausnum Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Jónas Guðfinsson voru í viðtali við Gaupa á Stöð 2 Sporti. Jón Arnór sagði að það hafi verið tekið til í hausnum á leikmönnum fyrir síðasta leik. Helgi Jónas að slíkt hið sama hefði verið gert fyrir þennan leik í kvöld. Ég held að það sé óhætt að fullyrða að leikmenn verði á tánum í kvöld.18.57 Allir „heilir" Það er enginn á meiðslalistanum í svona leik. Einhverjir leikmenn hafa átt í meiðslavandræðum en öll meiðsli hverfa eins og dögg fyrir sólu þegar um leik eins og þennan er að ræða. Allir með í kvöld.18.52 Eitt ár í viðbót Forráðamenn KKÍ og Iceland Express undirrituðu samning þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið verði áfram aðalstyrktaraðili efstu deilda karla og kvenna eins og verið hefur undanfarin ár. Frábærar fréttir fyrir körfuboltann.18.45 Leikmenn hrífast með Menn þurfa að vera ansi kaldir ef þeir ætla ekki að hrífast með þessari stemningu. Á meðan að KR-ingar hituðu upp sína stuðningsmenn voru Grindvíkingar í búningsklefanum sínum. En heimamenn voru að hita upp út á velli og eru sýnilega fullir eldmóðs eftir þetta.18.40 Troðfullt hús Það er löngu orðið troðfullt hús hérna í Frostaskjólinu. Nú eru forráðamenn stuðningsmannahópanna að hita sína menn upp. Það finna það allir hér í húsinu að þetta verður rosalegur leikur. 18.30 Velkomin til leiks! Verið velkomin til leiks hér á Vísi þar sem leik KR og Grindavíkur verður lýst. Eins og lesendur Vísis hafa tekið eftir höfum við verið að hita upp fyrir leikinn í dag með greinum sem má sjá hér að neðan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Oddaleikur um titilinn: KR-ingar hafa söguna með sér í leiknum í kvöld KR-ingar hafa söguna með sér í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer í DHL-Höllinni í kvöld. 5 af 7 heimaliðum hafa unnið oddaleik um titilinn sem og 5 af 7 liðum sem hafa jafnað einvígið í leiknum á undan. Í báðum tilfellum á þetta við KR-liðið í úrslitaeinvíginu núna. 13. apríl 2009 16:00 Oddaleikur um titilinn: Friðrik jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld þegar hann tekur þátt í sínum fimmta oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður eða þjálfari. Teitur lék fimm oddaleiki um titilinn og vann þrjá þeirra. 13. apríl 2009 17:00 Oddaleikur um titilinn: Framlag Þorleifs skiptir Grindavík miklu máli KR og Grindavík mætast í fimmta sinn á níu dögum í kvöld þegar liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu og það er gaman að bera saman frammistöðu leikmanna liðanna í sigur- og tapleikjum. 13. apríl 2009 13:30 Oddaleikur um titilinn: Fannar, Brenton og Páll voru allir með fyrir áratug Það er liðinn heill áratugur síðan að síðast fór fram oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla en engu að síður eru þrír leikmenn í liðunum sem tóku þátt í leik Keflavíkur og Njarðvíkur 22. apríl 1999. 13. apríl 2009 08:00 Oddaleikur um titilinn: Fyrsti leikhlutinn skiptir miklu máli í einvíginu KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og það skiptir máli að byrja vel því það lið sem hefur unnið fyrsta leikhluta hefur unnið leikina. 13. apríl 2009 10:00 Oddaleikur um titilinn: Tuttugu ár hjá Nökkva milli oddaleikja um titilinn Nökkvi Már Jónsson, leikmaður Grindavíkur, er að fara að taka þátt í sínum fjórða oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og hefur mesta reynsluna af þeim leikmönnum sem verða í búning í DHL-Höllinni í kvöld. Það eru liðin tuttugu ár síðan að hann spilaði sinn fyrsta oddaleik 22. mars 1989. 13. apríl 2009 11:30 Oddaleikur um titilinn: Þessir hafa staðið sig best í einvíginu til þessa KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og því er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa verið að standa sig best. 13. apríl 2009 14:30 Oddaleikur um titilinn: Úrslitaleikur hjá báðum kynjum í fyrsta sinn í fimmtán ár Það er ekki á hverju vori sem úrslitaeinvígin um Íslandsmeistaratitla körfunnar fara alla leið í oddaleik hvað þá að þau geri það bæði. 13. apríl 2009 06:00 Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Oddaleikur um titilinn: KR-ingar hafa söguna með sér í leiknum í kvöld KR-ingar hafa söguna með sér í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn sem fram fer í DHL-Höllinni í kvöld. 5 af 7 heimaliðum hafa unnið oddaleik um titilinn sem og 5 af 7 liðum sem hafa jafnað einvígið í leiknum á undan. Í báðum tilfellum á þetta við KR-liðið í úrslitaeinvíginu núna. 13. apríl 2009 16:00
Oddaleikur um titilinn: Friðrik jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, jafnar met Teits Örlygssonar í kvöld þegar hann tekur þátt í sínum fimmta oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn sem leikmaður eða þjálfari. Teitur lék fimm oddaleiki um titilinn og vann þrjá þeirra. 13. apríl 2009 17:00
Oddaleikur um titilinn: Framlag Þorleifs skiptir Grindavík miklu máli KR og Grindavík mætast í fimmta sinn á níu dögum í kvöld þegar liðin spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu og það er gaman að bera saman frammistöðu leikmanna liðanna í sigur- og tapleikjum. 13. apríl 2009 13:30
Oddaleikur um titilinn: Fannar, Brenton og Páll voru allir með fyrir áratug Það er liðinn heill áratugur síðan að síðast fór fram oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla en engu að síður eru þrír leikmenn í liðunum sem tóku þátt í leik Keflavíkur og Njarðvíkur 22. apríl 1999. 13. apríl 2009 08:00
Oddaleikur um titilinn: Fyrsti leikhlutinn skiptir miklu máli í einvíginu KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og það skiptir máli að byrja vel því það lið sem hefur unnið fyrsta leikhluta hefur unnið leikina. 13. apríl 2009 10:00
Oddaleikur um titilinn: Tuttugu ár hjá Nökkva milli oddaleikja um titilinn Nökkvi Már Jónsson, leikmaður Grindavíkur, er að fara að taka þátt í sínum fjórða oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og hefur mesta reynsluna af þeim leikmönnum sem verða í búning í DHL-Höllinni í kvöld. Það eru liðin tuttugu ár síðan að hann spilaði sinn fyrsta oddaleik 22. mars 1989. 13. apríl 2009 11:30
Oddaleikur um titilinn: Þessir hafa staðið sig best í einvíginu til þessa KR og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli. Liðin hafa leikið fjóra leiki til þessa í einvíginu og því er athyglisvert að skoða hvaða leikmenn hafa verið að standa sig best. 13. apríl 2009 14:30
Oddaleikur um titilinn: Úrslitaleikur hjá báðum kynjum í fyrsta sinn í fimmtán ár Það er ekki á hverju vori sem úrslitaeinvígin um Íslandsmeistaratitla körfunnar fara alla leið í oddaleik hvað þá að þau geri það bæði. 13. apríl 2009 06:00