Innlent

Nýtt hlutafélag leigi ríkinu nýja Landspítalann

Alþingi heimilaði í gær undirbúning útboðs vegna leigu ríkisins á nýjum Landspítala við Hringbraut. Einnig veitti þingið ríkinu heimild til að stofna hlutafélag um byggingu nýja spítalans og til að veita félaginu lóðarréttindi við Hringbraut.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi að ekki hefðu verið færð nægilega góð rök fyrir því að reisa nýtt sjúkrahús við Hringbraut.

„Ég tel að sú staðsetning sem hefur verið ákveðin og liggur fyrir sé ekki sú heppilegasta," sagði Jón en kvaðst hins vegar telja mikilvægt að undirbúa framkvæmdir vegna nýs spítala.

- pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×