15 fulltrúar í 110 ár Örn Sigurðsson skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Við Íslendingar erum eftirbátar granna okkar í lýðræðismálum. Oftar en ekki bera stjórnmál og stjórnsýsla hér fremur keim af einræði en lýðræði. Fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um fjölgun í sveitarstjórnum til samræmis við ákvæði í lögum á öðrum Norðurlöndum. Fyrsti flutningsmaður er Þór Saari. Samkvæmt íslenskum lögum er hámarks fjöldi fulltrúa 27, en í norrænum lögum er hins vegar kveðið á um lágmarks fjölda í samræmi við íbúatölu sveitarfélags. Að sænskum lögum ættu fulltrúar í Reykjavík t.d. að vera 61 að lágmarki, 41 í Kópavogi og 31 á Akureyri. Í flestum norrænum sveitarfélögum er tala fulltrúa enn hærri, svona rétt til að styrkja lýðræðið. Í Þrándheimi eru fulltrúar t.d. 85 eða 30% fleiri en krafist er. Fjölgun fulltrúa eflir lýðræðið, bætir tengsl íbúa og sveitarstjórna og leiðir til aukinnar skilvirkni og gagnsæis. Í janúar 1908 var fulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 11 í 15. Í október 2009 eru þeir enn 15 þó á röskri öld hafi íbúatala Reykjavíkur fimmtánfaldast, landsframleiðsla á hvern íbúa fimmtánfaldast, þjónustu- og lýðræðiskrafa margfaldast og umfang stjórnsýslu því a.m.k. tvöhundruðfaldast. Frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur þarf nú að fá um 7% atkvæða og eru engin fordæmi um svo lága tölu fulltrúa og háan lýðræðisþröskuld í jafnstórum sveitarfélögum hjá grannþjóðunum. Nær útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan landsmálaflokka að komast til áhrifa. Lýðræðisskerðingin stríðir gegn alþjóðasáttmálum og er andstæð viðhorfum og venjum í lýðræðisríkjum þar sem meginmarkmiðið er ekki að torvelda heldur að auðvelda almenna þátttöku borgaranna. Í ráðhúsi Reykjavíkur ríkir fáræði (e. oligarchy), næsti bær við einræði. Þar er jafnan við völd naumur meirihluti með minni hluta kjósenda að baki, sem sópar til sín völdum og vegtyllum á meðan 6 eða 7 fulltrúar minnihluta sitja aðgerðalitlir á hliðarlínunum. Í áratugi hefur borgarstjórnin ekki valdið hlutverki sínu sökum fámennis. Nægir að nefna hæpnar stjórnkerfisbreytingar og fjölmörg stórmál á sviði borgarskipulags, samgöngumála og nú síðast REI-málið. Helstu mótbárur gegn fjölgun í sveitarstjórnum eru að stjórnun verði þunglamalegri og að kostnaður aukist en því er til að svara að það er á valdi rétt kjörinna sveitarstjórna að ákvarða greiðslur, verklag og verkaskiptingu. Með fjölgun taka kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. við störfum í borgarkerfinu, sem nú eru mönnuð af umboðslausum einstaklingum neðarlega af framboðslistum fjórflokksins. Gagnsæi, jöfnuður, ábyrgð og skilvirkni aukast og þar með minnka spilling og sóun. Valdaeinokun fjórflokksins hverfur. Neikvæð áhrif landsbyggðarafla og atkvæðamisvægis minnka eða hverfa og sjálfstæði borgarstjórnar gagnvart ríkisvaldinu vex. Þörf fyrir ráðandi meirihluta og öfluga leiðtoga minnkar eða hverfur. Hingað til hefur fjórflokkurinn í Reykjavík skammtað fulltrúum sínum rífleg laun án þess að um fulla vinnu hafi verið að ræða enda hafa margir stundað önnur störf, m.a á Alþingi og í ríkisstjórn. Almennur ábati af fjölgun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum er aukið lýðræði og réttlæti, sem seint verða of dýru verði keypt. Höfundur er arkitekt og stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eftirbátar granna okkar í lýðræðismálum. Oftar en ekki bera stjórnmál og stjórnsýsla hér fremur keim af einræði en lýðræði. Fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um fjölgun í sveitarstjórnum til samræmis við ákvæði í lögum á öðrum Norðurlöndum. Fyrsti flutningsmaður er Þór Saari. Samkvæmt íslenskum lögum er hámarks fjöldi fulltrúa 27, en í norrænum lögum er hins vegar kveðið á um lágmarks fjölda í samræmi við íbúatölu sveitarfélags. Að sænskum lögum ættu fulltrúar í Reykjavík t.d. að vera 61 að lágmarki, 41 í Kópavogi og 31 á Akureyri. Í flestum norrænum sveitarfélögum er tala fulltrúa enn hærri, svona rétt til að styrkja lýðræðið. Í Þrándheimi eru fulltrúar t.d. 85 eða 30% fleiri en krafist er. Fjölgun fulltrúa eflir lýðræðið, bætir tengsl íbúa og sveitarstjórna og leiðir til aukinnar skilvirkni og gagnsæis. Í janúar 1908 var fulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 11 í 15. Í október 2009 eru þeir enn 15 þó á röskri öld hafi íbúatala Reykjavíkur fimmtánfaldast, landsframleiðsla á hvern íbúa fimmtánfaldast, þjónustu- og lýðræðiskrafa margfaldast og umfang stjórnsýslu því a.m.k. tvöhundruðfaldast. Frambjóðandi til borgarstjórnar Reykjavíkur þarf nú að fá um 7% atkvæða og eru engin fordæmi um svo lága tölu fulltrúa og háan lýðræðisþröskuld í jafnstórum sveitarfélögum hjá grannþjóðunum. Nær útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan landsmálaflokka að komast til áhrifa. Lýðræðisskerðingin stríðir gegn alþjóðasáttmálum og er andstæð viðhorfum og venjum í lýðræðisríkjum þar sem meginmarkmiðið er ekki að torvelda heldur að auðvelda almenna þátttöku borgaranna. Í ráðhúsi Reykjavíkur ríkir fáræði (e. oligarchy), næsti bær við einræði. Þar er jafnan við völd naumur meirihluti með minni hluta kjósenda að baki, sem sópar til sín völdum og vegtyllum á meðan 6 eða 7 fulltrúar minnihluta sitja aðgerðalitlir á hliðarlínunum. Í áratugi hefur borgarstjórnin ekki valdið hlutverki sínu sökum fámennis. Nægir að nefna hæpnar stjórnkerfisbreytingar og fjölmörg stórmál á sviði borgarskipulags, samgöngumála og nú síðast REI-málið. Helstu mótbárur gegn fjölgun í sveitarstjórnum eru að stjórnun verði þunglamalegri og að kostnaður aukist en því er til að svara að það er á valdi rétt kjörinna sveitarstjórna að ákvarða greiðslur, verklag og verkaskiptingu. Með fjölgun taka kjörnir fulltrúar í Reykjavík t.d. við störfum í borgarkerfinu, sem nú eru mönnuð af umboðslausum einstaklingum neðarlega af framboðslistum fjórflokksins. Gagnsæi, jöfnuður, ábyrgð og skilvirkni aukast og þar með minnka spilling og sóun. Valdaeinokun fjórflokksins hverfur. Neikvæð áhrif landsbyggðarafla og atkvæðamisvægis minnka eða hverfa og sjálfstæði borgarstjórnar gagnvart ríkisvaldinu vex. Þörf fyrir ráðandi meirihluta og öfluga leiðtoga minnkar eða hverfur. Hingað til hefur fjórflokkurinn í Reykjavík skammtað fulltrúum sínum rífleg laun án þess að um fulla vinnu hafi verið að ræða enda hafa margir stundað önnur störf, m.a á Alþingi og í ríkisstjórn. Almennur ábati af fjölgun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum er aukið lýðræði og réttlæti, sem seint verða of dýru verði keypt. Höfundur er arkitekt og stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar