Bylting í ættfræði- og átthagarannsóknum Eiríkur G. Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Á morgun verður norræni skjaladagurinn haldinn á Norðurlöndum. Verða Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs með sérstaka dagskrá í húsakynnum ÞÍ við Laugaveg 162 frá kl. 11. Þema dagsins verður „konur og kvenfélög“. Við sama tækifæri tekur menntamálaráðherra nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands formlega í notkun. Árið 2001 hóf Þjóðskjalasafn vinnu við að tölvuskrá manntöl sem safnið varðveitir og birta þau leitarhæf á netinu. Verkið gekk hægt þar til sérstök fjárveiting fékkst árið 2007 til þess að gera tíu manntöl stafræn og aðgengileg fyrir vefinn á tveimur til þremur árum. Um stærsta verkefni safnsins á sviði miðlunar til þessa er að ræða. Fyrir almenning og fræðimenn er þetta bylting í aðgengi að þessum mikilvægu heimildum. Frá því að Þjóðskjalasafn setti stafræna gerð manntalsins 1703 á vefinn haustið 2001 hefur það verið eitt helsta forgangsverkefni safnsins á sviði rafrænnar miðlunar að tölvusetja manntöl sem það varðveitir og gera þessar lykilheimildir um persónusögu og staðfræði aðgengilegar á netinu. Rafræn gerð manntalanna er forsenda allrar alvöru talningar og vinnslu og skapar fjölmarga nýja möguleika til rannsókna. Norðurlandaþjóðirnar eru einna ríkastar þjóða af manntölum. Í þeim hópi eru Íslendingar hvað lánsamastir, en tvö elstu heildarmanntöl á Norðurlöndum voru tekin á Íslandi, 1703 og 1762. Áhugi á ættfræði hér á landi hefur alltaf verið mikill og er augljóslega enn. Án efa hafði tilkoma Íslendingabókar mikil áhrif enda geysilegt hagræði að geta á augabragði leitað yfir netið að ættmennum sínum og prófað skyldleika sinn við aðra. Manntölin gefa þó mun ítarlegri upplýsingar en Íslendingabók, þar sem þau eru svipmyndir af heimilum í landinu á hverjum tíma, flokkaðar eftir sóknum og sýslum og ömtum. Þannig eru manntöl, auk þess að sýna fjölskyldur, lykilheimildir um heimilin, húsbændur, börn og hjú, kynskiptingu og atvinnuskiptingu og fjölmargt annað sem varpar ljósi á aðstæður fyrri alda. Þau eru grunnheimildir um héraðssögu og aðstæður í byggðum landsins áður en þéttbýlismyndun gjörbylti því landslagi. Þannig má ætla að þeim sem hafa áhuga á ættfræði finnist áhugavert að kynnast aðstæðum forfeðranna í því ljósi sem manntölin varpa á íslenskt samfélag áður fyrr. Manntölin eru, auk þess að vera skrár yfir fólk, skrár yfir býli, sóknir og byggðir í landinu á hverjum tíma. Aðgengi að þeim á netinu mun gjörbreyta aðstöðu almennings til ættfræði- og átthagarannsókna. Slóð manntalsvefjarins er manntal.is. Höfundur er sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á morgun verður norræni skjaladagurinn haldinn á Norðurlöndum. Verða Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs með sérstaka dagskrá í húsakynnum ÞÍ við Laugaveg 162 frá kl. 11. Þema dagsins verður „konur og kvenfélög“. Við sama tækifæri tekur menntamálaráðherra nýjan manntalsvef Þjóðskjalasafns Íslands formlega í notkun. Árið 2001 hóf Þjóðskjalasafn vinnu við að tölvuskrá manntöl sem safnið varðveitir og birta þau leitarhæf á netinu. Verkið gekk hægt þar til sérstök fjárveiting fékkst árið 2007 til þess að gera tíu manntöl stafræn og aðgengileg fyrir vefinn á tveimur til þremur árum. Um stærsta verkefni safnsins á sviði miðlunar til þessa er að ræða. Fyrir almenning og fræðimenn er þetta bylting í aðgengi að þessum mikilvægu heimildum. Frá því að Þjóðskjalasafn setti stafræna gerð manntalsins 1703 á vefinn haustið 2001 hefur það verið eitt helsta forgangsverkefni safnsins á sviði rafrænnar miðlunar að tölvusetja manntöl sem það varðveitir og gera þessar lykilheimildir um persónusögu og staðfræði aðgengilegar á netinu. Rafræn gerð manntalanna er forsenda allrar alvöru talningar og vinnslu og skapar fjölmarga nýja möguleika til rannsókna. Norðurlandaþjóðirnar eru einna ríkastar þjóða af manntölum. Í þeim hópi eru Íslendingar hvað lánsamastir, en tvö elstu heildarmanntöl á Norðurlöndum voru tekin á Íslandi, 1703 og 1762. Áhugi á ættfræði hér á landi hefur alltaf verið mikill og er augljóslega enn. Án efa hafði tilkoma Íslendingabókar mikil áhrif enda geysilegt hagræði að geta á augabragði leitað yfir netið að ættmennum sínum og prófað skyldleika sinn við aðra. Manntölin gefa þó mun ítarlegri upplýsingar en Íslendingabók, þar sem þau eru svipmyndir af heimilum í landinu á hverjum tíma, flokkaðar eftir sóknum og sýslum og ömtum. Þannig eru manntöl, auk þess að sýna fjölskyldur, lykilheimildir um heimilin, húsbændur, börn og hjú, kynskiptingu og atvinnuskiptingu og fjölmargt annað sem varpar ljósi á aðstæður fyrri alda. Þau eru grunnheimildir um héraðssögu og aðstæður í byggðum landsins áður en þéttbýlismyndun gjörbylti því landslagi. Þannig má ætla að þeim sem hafa áhuga á ættfræði finnist áhugavert að kynnast aðstæðum forfeðranna í því ljósi sem manntölin varpa á íslenskt samfélag áður fyrr. Manntölin eru, auk þess að vera skrár yfir fólk, skrár yfir býli, sóknir og byggðir í landinu á hverjum tíma. Aðgengi að þeim á netinu mun gjörbreyta aðstöðu almennings til ættfræði- og átthagarannsókna. Slóð manntalsvefjarins er manntal.is. Höfundur er sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar