Innlent

Þingfundur í dag

Mynd/Anton Brink
Frumvarp ríkisstjórnarinnar um umhverfis- og auðlindaskatt verður væntanlega afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Frumvarpið gerir meðal annars ráð fyrir því að sérstakt kolefnisgjald verði lagt á bensín og olíu og skattur lagður á sölu á rafmagni og heitu vatni. Skatturinn á að skila ríkissjóði um 5 milljörðum á ári. Alls eru átta önnur mál á dagskrá Alþingis í dag en þingfundi lauk klukkan rúmlega níu í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×