Gasol náði þrennu í sigri Lakers 18. febrúar 2009 09:33 Kobe Bryant og Pau Gasol skiptast á spaðafimmum í sigrinum á Atlanta NordicPhotos/GettyImages NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia. NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia.
NBA Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira