Gasol náði þrennu í sigri Lakers 18. febrúar 2009 09:33 Kobe Bryant og Pau Gasol skiptast á spaðafimmum í sigrinum á Atlanta NordicPhotos/GettyImages NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia. NBA Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
NBA deildin byrjaði á fullu í nótt eftir hlé sem gert var vegna stjörnuleiksins um helgina. Alls voru tíu leikir á dagskrá. Spánverjinn Pau Gasol fór fyrir liði sínu LA Lakers í 96-83 sigri á Atlanta í Los Angeles þar sem hann skoraði 12 stig, hirti 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lamar Odom skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst og Kobe Bryant lét sér nægja 10 stig. Joe Johnson var atkvæðamestur hjá Atlanta með 14 stig. Phoenix spilaði fyrsta leikinn undir stjórn Alvin Gentry eftir að þjálfarinn Terry Porter var rekinn um helgina og vann 140-100 sigur á LA Clippers. Marcus Camby lék ekki með Clippers vegna meiðsla og Zach Randolph var rekinn af velli í fyrsta leikhluta fyrir að slá til mótherja síns. Leandro Barbosa skoraði 24 stig fyrir Phoenix líkt og Eric Gordon fyrir Clippers. 47 stig nægðu ekki hjá Durant Kevin Durant fór á kostum með liði Oklahoma Thunder í leik gegn New Orleans Hornets og skoraði 47 stig, en það nægði ekki því Oklahoma tapaði leiknum 100-98. David West skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst fyrir New Orleans. Liðin skiptu fyrir leikinn á leikmönnum þar sem New Orleans sendi miðherja sinn Tyson Chandler til Oklahoma í skiptum fyrir þá Joe Smith og Chris Wilcox, en hér var á ferðinni sparnaðaraðgerð að hálfu New Orleans. New York lagði San Antonio á heimavelli eftir framlengdan leik 112-107. Tim Duncan var með 26 stig og 15 fráköst fyrir San Antonio en troðkóngurinn Nate Robinson skoraði 32 stig fyrir New York. Utah lagði Memphis 117-99 á heimavelli. CJ Miles skoraði 24 stig fyrir Utah en Rudy Gay og OJ Mayo 18 hvor fyrir gestina. Houston vann sjötta sigur sinn í röð á liði New Jersey 114-88. Vince Carter skoraði 30 stig fyrir New Jersey en Yao Ming var með 20 stig og 12 fráköst fyrir Houston. Liðið fékk þau slæmu tíðindi í gærkvöld að Tracy McGrady þyrfti í hnéuppskurð og gæti ekki leikið meira með liðinu í vetur. Milwaukee vann góðan útisigur á Detroit 92-86. Richard Jefferson skoraði 29 stig fyrir Milwaukee en Antonio McDyess skoraði 24 stig og hirti 14 fráköst eftir að hafa verið settur í byrjunarliðið. Tröllatvenna hjá Howard Stjörnuleikmaðurinn Dwight Howard fór mikinn í liði Orlando þegar það lagði Charlotte heima í framlengdum leik 107-102. Howard setti persónulegt met með 45 stigum og hirti 19 fráköst. Raymond Felton skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Charlotte. Washington klúðraði 19 stiga forystu á heimavelli gegn Minnesota en vann samt 111-103 sigur. Antawn Jamison skoraði 29 stig og hirti 11 fráköst fyrir Washington en Randy Foye setti 23 stig fyrir Minnesota. Indiana lagði Philadelphia 100-91 með 20 stigum og 10 fráköstum frá Danny Granger. Andre Iguodala skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Philadelphia.
NBA Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum