Williams í viðræðum við Barrichello 30. september 2009 09:11 Barrichello og Button hafa verið sigursælir með Brawn liðinu á árinu. Mynd: Getty Images Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins. Þetta þýðir að Kazuki Nakajima yfirgefur liðið og talið er að Nico Rosberg fari til Brawn í stað Barrichello. Þetta fullyrðir tímaritið Autosport og segir að Barrichello hafi nýlega heimsótt Williams. Frank Williams vilji reyndan ökumann við hlið Hulkenberg, en Barrichello er talinn afar snjall í uppsetningu keppnisbíla á mótsstað og hefur Jenson Button oft kóperað hans uppsetningu á árinu. Button er enn í samningaviðræðum við Brawn og virðist himinn og haf á milli þeirra launa sem hann vill fá og liðið er tilbúið að bjóða. Á meðan bíður Barrichello átekta og skoðar aðra möguleika. Ross Brawn segir að lið sitt muni ákveða mál ökumanna eftir keppnistímabilið. Rosberg var um tíma orðaður við McLaren, en nú virðist Kimi Raikkönen á leið þangað, um leið og Fernando Alonso fer til Ferrari og ekur með Felipe Massa. Mikið rót er á ökumannsmarkaðnum, en ljóst að Robert Kubica fer til Renault. Á næsta ári verða 28 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár. Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Rubens Barrichello er í viðræðum við Williams liðið og Nico Hulkenberg sem er meistari í GP 2 mótaröðinni hefur verið ráðinn til liðsins. Þetta þýðir að Kazuki Nakajima yfirgefur liðið og talið er að Nico Rosberg fari til Brawn í stað Barrichello. Þetta fullyrðir tímaritið Autosport og segir að Barrichello hafi nýlega heimsótt Williams. Frank Williams vilji reyndan ökumann við hlið Hulkenberg, en Barrichello er talinn afar snjall í uppsetningu keppnisbíla á mótsstað og hefur Jenson Button oft kóperað hans uppsetningu á árinu. Button er enn í samningaviðræðum við Brawn og virðist himinn og haf á milli þeirra launa sem hann vill fá og liðið er tilbúið að bjóða. Á meðan bíður Barrichello átekta og skoðar aðra möguleika. Ross Brawn segir að lið sitt muni ákveða mál ökumanna eftir keppnistímabilið. Rosberg var um tíma orðaður við McLaren, en nú virðist Kimi Raikkönen á leið þangað, um leið og Fernando Alonso fer til Ferrari og ekur með Felipe Massa. Mikið rót er á ökumannsmarkaðnum, en ljóst að Robert Kubica fer til Renault. Á næsta ári verða 28 ökumenn á ráslínunni í stað 20 í ár.
Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira