Innlent

Leita að lágvöxnum bílaþjófi

Aðfaranótt sunnudags var bifreiðinni ZN 581, hvít Renault Express árgerð 1993, stolið frá Reykjabraut 7 í Þorlákshöfn.

Um hádegi í dag fannst bifreiðin óskemmd, við Ástjörn á Selfossi. Um kl. 06:30 sást til ungs manns, á að giska 17 ára ljóshærður lágvaxinn í svörtum fötum, við að reyna að komast inn í bifreiðar við Selvogsbraut.

Lögreglan á Selfossi biður þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir bifreiðarinnar eru beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×