Erlent fjármagn - já takk Magnús Orri Schram skrifar 27. ágúst 2009 06:00 Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálfar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi. Með breytingu á lögum í júní 2008 var reynt að tryggja að slíkt gæti ekki gerst aftur, þ.e. að auðlindirnar gætu með einhverjum hætti komist í minni- eða meirihlutaeigu einkaaðila. Þá var orkufyrirtækjum skipt í tvo hluta, annars vegar veitufyrirtæki - sem sér um sölu orkunnar til almennings og hins vegar framleiðslufyrirtæki sem sér um orkuvinnsluna. Aukinheldur tryggði lagasetningin að auðlindirnar stæðu fyrir utan þessa skiptingu, og yrðu ætíð í eigu almennings, rétt eins og meirihluti veituhlutans. Hins vegar opnaði lagasetningin á að framleiðslufyrirtækin sem standa í fjárfrekum framkvæmdum og eru í samkeppnisrekstri, gætu verið í eigu einkaaðila. Var slíkt í anda EES samningsins enda erfitt að hindra aðkomu einkaaðila að samkeppnisrekstri. Lögin heimiluðu ennfremur opinberum aðilum að framselja afnotarétt af auðlindinni til allt að 65 ára í senn og að handhafi tímabundins afnotaréttar ætti möguleika á viðræðum um framlengingu þegar helmingur umsamins tíma er liðinn. Eigandi jarðhitaauðlindanna á Reykjanesi - Reykjanesbær hefur nú gengið frá samningi við HS Orku um þennan afnotarétt og gengur sá samningur alveg útá ystu nöf- ef hann er ekki beinlínis ólöglegur. Þar er HS Orku tryggður réttur til framlengingar afnotasamnings 65 ár til viðbótar - eða 130 ár alls. Að mínu mati hafa Reyknesingar farið þvert á anda laganna með þessu ákvæði og því réttast að endurskoða samninginn. Ég tel hins vegar rangt að ríkið eigi að stíga inn í kaup Magma og hindra þannig söluna. Um er að ræða 12,2 milljarða króna og framundan er svo milljarða fjárfesting á svæðinu. Ríkið á ekki þá fjármuni til reiðu og ef þeir væru til reiðu, ætti frekar að nýta þá til fjárfestinga í orkuiðnaði, heldur en til að taka yfir kaup á hlutabréfum. Framundan er erfiður vetur, niðurskurðar á fjárlögum upp á milljarðatugi og væri nær að fagna þeirri innspýtingu inn í okkar efnahagslíf sem aðkoma Magma er. Við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að hindra erlent eignarhald, þá þurfa fyrirtækin að leita eftir erlendu lánsfé til uppbyggingar. Við núverandi lánshæfismat og himinháar vaxtagreiðslur væri slíkt óráð. Eignarhald opinberra aðila á auðlindum okkar er mikið hagsmunamál og ber að tryggja. Samningar með einhliða framlengingu til 130 ára og lágmarks afnotagjaldi eru þess vegna vondir samningar. Þess vegna eiga stjórnvöld að skoða hvort áðurnefndir samningar standist nánari skoðun. Það er mér til efs. Það væri ekki gott skref ef stjórnvöld hindruðu kaup erlendra aðila á HS Orku. Stjórnvöld hafa betri not fyrir tólf þúsund milljónir. Skynsamlega nýtingu auðlinda í þágu almennings á að tryggja með öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kanadískt fyrirtæki Magma Energy hefur hug á að eignast 43% hlut til HS Orku. Sorgarsaga málsins nær allt til ársins 2006 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks veitti heimild fyrir sölu á 16% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Þrátt fyrir að auðlindirnar sjálfar væru þá í eigu fyrirtækisins, tryggði áðurnefnd ríkisstjórn að 16% hluturinn mætti ekki komast í hendur opinberra aðila. Þar með hófst einkavæðingarferli auðlinda hér á landi. Með breytingu á lögum í júní 2008 var reynt að tryggja að slíkt gæti ekki gerst aftur, þ.e. að auðlindirnar gætu með einhverjum hætti komist í minni- eða meirihlutaeigu einkaaðila. Þá var orkufyrirtækjum skipt í tvo hluta, annars vegar veitufyrirtæki - sem sér um sölu orkunnar til almennings og hins vegar framleiðslufyrirtæki sem sér um orkuvinnsluna. Aukinheldur tryggði lagasetningin að auðlindirnar stæðu fyrir utan þessa skiptingu, og yrðu ætíð í eigu almennings, rétt eins og meirihluti veituhlutans. Hins vegar opnaði lagasetningin á að framleiðslufyrirtækin sem standa í fjárfrekum framkvæmdum og eru í samkeppnisrekstri, gætu verið í eigu einkaaðila. Var slíkt í anda EES samningsins enda erfitt að hindra aðkomu einkaaðila að samkeppnisrekstri. Lögin heimiluðu ennfremur opinberum aðilum að framselja afnotarétt af auðlindinni til allt að 65 ára í senn og að handhafi tímabundins afnotaréttar ætti möguleika á viðræðum um framlengingu þegar helmingur umsamins tíma er liðinn. Eigandi jarðhitaauðlindanna á Reykjanesi - Reykjanesbær hefur nú gengið frá samningi við HS Orku um þennan afnotarétt og gengur sá samningur alveg útá ystu nöf- ef hann er ekki beinlínis ólöglegur. Þar er HS Orku tryggður réttur til framlengingar afnotasamnings 65 ár til viðbótar - eða 130 ár alls. Að mínu mati hafa Reyknesingar farið þvert á anda laganna með þessu ákvæði og því réttast að endurskoða samninginn. Ég tel hins vegar rangt að ríkið eigi að stíga inn í kaup Magma og hindra þannig söluna. Um er að ræða 12,2 milljarða króna og framundan er svo milljarða fjárfesting á svæðinu. Ríkið á ekki þá fjármuni til reiðu og ef þeir væru til reiðu, ætti frekar að nýta þá til fjárfestinga í orkuiðnaði, heldur en til að taka yfir kaup á hlutabréfum. Framundan er erfiður vetur, niðurskurðar á fjárlögum upp á milljarðatugi og væri nær að fagna þeirri innspýtingu inn í okkar efnahagslíf sem aðkoma Magma er. Við megum ekki gleyma því að ef við ætlum að hindra erlent eignarhald, þá þurfa fyrirtækin að leita eftir erlendu lánsfé til uppbyggingar. Við núverandi lánshæfismat og himinháar vaxtagreiðslur væri slíkt óráð. Eignarhald opinberra aðila á auðlindum okkar er mikið hagsmunamál og ber að tryggja. Samningar með einhliða framlengingu til 130 ára og lágmarks afnotagjaldi eru þess vegna vondir samningar. Þess vegna eiga stjórnvöld að skoða hvort áðurnefndir samningar standist nánari skoðun. Það er mér til efs. Það væri ekki gott skref ef stjórnvöld hindruðu kaup erlendra aðila á HS Orku. Stjórnvöld hafa betri not fyrir tólf þúsund milljónir. Skynsamlega nýtingu auðlinda í þágu almennings á að tryggja með öðrum hætti. Höfundur er alþingismaður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun