Tuttugu gjaldeyrismál til skoðunar hjá FME 26. október 2009 00:01 Gunnar Andersen Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins segir rannsókn á brotum á gjaldeyrishöftum mjög flókna enda liggi slóð undaskotanna víða.Fréttablaðið/Stefán „Við erum að skoða fjölmörg mál. Umfangið hefur margfaldast í rannsókn okkar," segir Gunnar Andersen, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Hann staðfestir að eftirlitið sé nú með í kringum tuttugu mál til skoðunar vegna brota á gjaldeyrislögum. Brotin tengjast bæði fyrirtækjum í útflutningi og annars konar milliríkjaviðskiptum. Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðlabankans, sem meðal annars fólu í sér skilaskyldu á gjaldeyri, í enda nóvember í fyrra eftir hrun krónunnar og var með þeim vonast til að styrkja gengið. Það hefur ekki gengið eftir, svo sem vegna brota á skilaskyldu gjaldeyris. Um þrjátíu fyrirtæki eru með undanþágu frá gjaldeyrislögunum. Seðlabankinn hefur fylgst náið með því hvort farið sé eftir gjaldeyrislögunum og sent þau mál til FME sem talin eru brjóta í bága við lögin. Eftirlit með lögunum hefur verið hert verulega frá í fyrra. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur margítrekað að veikt gengi standi í vegi fyrir lækkun stýrivaxta. Þeir hafa staðið í tólf prósentum frá í júní í sumar. Fréttablaðið greindi í vor og sumar frá því að einhver fyrirtækjanna sem í hlut eigi hafi notað tekjur í erlendum gjaldeyri til kaupa á krónum á aflandsmarkaði og hagnast á gengismuni þar sem gengi krónunnar hefur alla jafna verið mun lægra erlendis en hér. Í einhverjum tilvikum hafa fyrirtækin farið eftir skilaskyldu og sent krónurnar heim að gjaldeyrisviðskiptum loknum. Mun minni gjaldeyrir skilar sér því til landsins vegna milliríkjaviðskipta en ella. Gunnar segir undanskot hjá gjaldeyrishöftum Seðlabankans hlaupa á allt frá nokkrum milljónum króna til tugmilljóna. Ströng viðurlög eru vegna brota á gjaldeyrishöftunum. Sektargreiðslur einstaklinga geta numið allt að tuttugu milljónum króna en fyrirtækja allt að 75 milljóna. Eftirlitið var með átta brot í skoðun um mitt ár og hefur þeim fjölgað mjög síðan þá. Gunnar segir sum þeirra tengjast. „Málin eru mjög flókin. Slóðin liggur þvers og kruss og leggir þeirra farið í gegnum marga milliliði erlendis. Þetta er mjög erfitt," segir hann en bætir við að vænta megi fyrstu niðurstaðna á næstu vikum. jonab@frettabladid.isw Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
„Við erum að skoða fjölmörg mál. Umfangið hefur margfaldast í rannsókn okkar," segir Gunnar Andersen, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Hann staðfestir að eftirlitið sé nú með í kringum tuttugu mál til skoðunar vegna brota á gjaldeyrislögum. Brotin tengjast bæði fyrirtækjum í útflutningi og annars konar milliríkjaviðskiptum. Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðlabankans, sem meðal annars fólu í sér skilaskyldu á gjaldeyri, í enda nóvember í fyrra eftir hrun krónunnar og var með þeim vonast til að styrkja gengið. Það hefur ekki gengið eftir, svo sem vegna brota á skilaskyldu gjaldeyris. Um þrjátíu fyrirtæki eru með undanþágu frá gjaldeyrislögunum. Seðlabankinn hefur fylgst náið með því hvort farið sé eftir gjaldeyrislögunum og sent þau mál til FME sem talin eru brjóta í bága við lögin. Eftirlit með lögunum hefur verið hert verulega frá í fyrra. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur margítrekað að veikt gengi standi í vegi fyrir lækkun stýrivaxta. Þeir hafa staðið í tólf prósentum frá í júní í sumar. Fréttablaðið greindi í vor og sumar frá því að einhver fyrirtækjanna sem í hlut eigi hafi notað tekjur í erlendum gjaldeyri til kaupa á krónum á aflandsmarkaði og hagnast á gengismuni þar sem gengi krónunnar hefur alla jafna verið mun lægra erlendis en hér. Í einhverjum tilvikum hafa fyrirtækin farið eftir skilaskyldu og sent krónurnar heim að gjaldeyrisviðskiptum loknum. Mun minni gjaldeyrir skilar sér því til landsins vegna milliríkjaviðskipta en ella. Gunnar segir undanskot hjá gjaldeyrishöftum Seðlabankans hlaupa á allt frá nokkrum milljónum króna til tugmilljóna. Ströng viðurlög eru vegna brota á gjaldeyrishöftunum. Sektargreiðslur einstaklinga geta numið allt að tuttugu milljónum króna en fyrirtækja allt að 75 milljóna. Eftirlitið var með átta brot í skoðun um mitt ár og hefur þeim fjölgað mjög síðan þá. Gunnar segir sum þeirra tengjast. „Málin eru mjög flókin. Slóðin liggur þvers og kruss og leggir þeirra farið í gegnum marga milliliði erlendis. Þetta er mjög erfitt," segir hann en bætir við að vænta megi fyrstu niðurstaðna á næstu vikum. jonab@frettabladid.isw
Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun