FÍS: Alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir 19. nóvember 2009 12:19 Mynd: Vilhelm. Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.Í yfirlýsingu frá FÍS segir: „Ástæða er til að árétta að frekari hækkun tryggingagjalds er skattlagning sem leggst þyngra á verslunar og þjónustufyrirtæki - og ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki - en annars konar fyrirtæki í landinu.Áætla má að a.m.k. 60% starfa í einkageiranum séu í verslunar og þjónustugreinum og því augljóst að frekari hækkun tryggingagjalds muni bitna hart á þessum geira.Nýtt þrep virðisaukaskatts felur í sér aukna mismunun milli vöruflokka sem eru í samkeppni - álagning vörugjalda í september framkallaði mismunun sem nú eykst til munaÞað er óásættanlegt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var með álagningu vörugjalda. Geðþótti stjórnvalda virðist ráða því hvort vörur séu taldar „sykraðar" eða ekki og þar af leiðandi hvort greidd séu af þeim vörugjöld, virðisaukaskattur hækkaður í 14% eða ekki. Kolsýrt vatn, soyamjólk, hreinn ávaxtasafi og tannheilsuvænt tyggjó eru dæmi um vörur sem bera vörugjöld og fá að öllum líkindum á sig aukinn virðisaukaskatt.Einsýnt er hins vegar að mjólkurvörur, t.d. sykraðar jógúrtvörur, fái enn eina ferðina silkihanskameðferð á meðan innfluttar samkeppnisvörur bera bæði vörugjöld og eru í hærra skattþrepi.Neytendur eru gríðarlega fljótir að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum. Á langflestum vörumörkuðum sést að neytendur kaupa nú frekar inn ódýrustu tegund í hverjum vöruflokki - verðmunurinn er oft mikil. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á þær tekjur sem ríkið innheimtir í formi óbeinna skatta. Þær skattbreytingar sem nú eru kynntar munu enn frekar ýta á þessa þróun. FÍS telur því líklegt að stjórnvöld ofmeti tekjur sínar af hækkun óbeinna skatta.FÍS er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að hækka núverandi þrep í virðisaukaskatti, eigi á annað borð að hækka skattinn. Þannig er tryggt að meira jafnræði ríki meðal vara sem augljóslega eru í innbyrðis samkeppni.Með sömu rökum er eðlilegt að þau vörugjöld sem lögð voru á í september sl. verði afnumin strax. Ætli stjórnvöld sér að auka tekjur af óbeinum sköttum, er eðlilegast að það gerist með gagnsæjum og auðskildum hætti. Núverandi kerfi virðisaukaskatts, með tveimur þrepum, uppfyllir þau skilyrði að mestu.Ennfremur er mikilvægt að horft sé til annarra leiða til að brúa fjárlagahallann og má í því sambandi skoða framkomnar hugmyndir um skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar, a.m.k. að hluta. Þá má benda á að áætlað er að launakostnaður ríkissjóðs minnki aðeins um 3% á næsta ári. Það er í engu samræmi við þann veruleika sem aðrir atvinnurekendur á landinu búa við. Eðlilegt er að gera ríkari kröfu til hagræðingar í launakostnaði hins opinbera." Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) gerir alvarlegar athugasemdir við skattahugmyndir ríkisstjórnarinnar sem kynntar voru í gær og þá sérstaklega það sem snýr að tryggingagjaldi og fjölgun skattþrepa virðisaukaskatts.Í yfirlýsingu frá FÍS segir: „Ástæða er til að árétta að frekari hækkun tryggingagjalds er skattlagning sem leggst þyngra á verslunar og þjónustufyrirtæki - og ekki hvað síst lítil og meðalstór fyrirtæki - en annars konar fyrirtæki í landinu.Áætla má að a.m.k. 60% starfa í einkageiranum séu í verslunar og þjónustugreinum og því augljóst að frekari hækkun tryggingagjalds muni bitna hart á þessum geira.Nýtt þrep virðisaukaskatts felur í sér aukna mismunun milli vöruflokka sem eru í samkeppni - álagning vörugjalda í september framkallaði mismunun sem nú eykst til munaÞað er óásættanlegt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var með álagningu vörugjalda. Geðþótti stjórnvalda virðist ráða því hvort vörur séu taldar „sykraðar" eða ekki og þar af leiðandi hvort greidd séu af þeim vörugjöld, virðisaukaskattur hækkaður í 14% eða ekki. Kolsýrt vatn, soyamjólk, hreinn ávaxtasafi og tannheilsuvænt tyggjó eru dæmi um vörur sem bera vörugjöld og fá að öllum líkindum á sig aukinn virðisaukaskatt.Einsýnt er hins vegar að mjólkurvörur, t.d. sykraðar jógúrtvörur, fái enn eina ferðina silkihanskameðferð á meðan innfluttar samkeppnisvörur bera bæði vörugjöld og eru í hærra skattþrepi.Neytendur eru gríðarlega fljótir að laga sig að breyttum efnahagsaðstæðum. Á langflestum vörumörkuðum sést að neytendur kaupa nú frekar inn ódýrustu tegund í hverjum vöruflokki - verðmunurinn er oft mikil. Þessi breyting hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á þær tekjur sem ríkið innheimtir í formi óbeinna skatta. Þær skattbreytingar sem nú eru kynntar munu enn frekar ýta á þessa þróun. FÍS telur því líklegt að stjórnvöld ofmeti tekjur sínar af hækkun óbeinna skatta.FÍS er þeirrar skoðunar að eðlilegast sé að hækka núverandi þrep í virðisaukaskatti, eigi á annað borð að hækka skattinn. Þannig er tryggt að meira jafnræði ríki meðal vara sem augljóslega eru í innbyrðis samkeppni.Með sömu rökum er eðlilegt að þau vörugjöld sem lögð voru á í september sl. verði afnumin strax. Ætli stjórnvöld sér að auka tekjur af óbeinum sköttum, er eðlilegast að það gerist með gagnsæjum og auðskildum hætti. Núverandi kerfi virðisaukaskatts, með tveimur þrepum, uppfyllir þau skilyrði að mestu.Ennfremur er mikilvægt að horft sé til annarra leiða til að brúa fjárlagahallann og má í því sambandi skoða framkomnar hugmyndir um skattlagningu séreignarlífeyrissparnaðar, a.m.k. að hluta. Þá má benda á að áætlað er að launakostnaður ríkissjóðs minnki aðeins um 3% á næsta ári. Það er í engu samræmi við þann veruleika sem aðrir atvinnurekendur á landinu búa við. Eðlilegt er að gera ríkari kröfu til hagræðingar í launakostnaði hins opinbera."
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent